Fara í efni

Sundlaugin

Þegar heitt vatn fannst fyrir ofan Stykkishólm kviknuðu vonir um að hægt væri að byggja nýja sundlaug. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 19. september 1997 tæpu ári eftir að byggingarnefnd var stofnuð og laugin svo vígð 13. ágúst 1999. Sundlaugin naut strax mikilla vinsælda bæjarbúa og ferðamanna. Á fyrstu fjórum vikum eftir að sundlaugin var opnuð komu um 10.000 gestir í laugina. Það samsvarar því að hver íbúi bæjarins hafi farið tvisvar sinnum í viku í sund.

Aðstaðan er hin besta: 25×12 m útisundlaug um 29°C með 57 m vatnsrennibraut, vaðlaug og tveimur heitum pottum 38-40°C og 40-42°C og einum köldum potti 4-6°C. 12 m innilaug sem er um 33°C og hentar sem kennslu- og þjálfunarlaug en einnig fyrir börnin og ungbarnasund, en þá er hitastig venjulega hækkað upp í 35°C. Í heitu pottunum er heilsuvatn sem kemur beint úr borholunni við Hofstaði, en vatnið er gott sem meðferð við ýmiss konar húðkvillum, svo sem exemi og psoriasis.

Magnús Ingi Bæringsson
Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Getum við bætt efni síðunnar?