Hundagarðurinn Stellulundur






Hundagarðurinn Stellulundur er ríflega 3500 fermetrar að stærð. Garðurinn opnaði 16. júní 2023 og voru það Jakob Björgvin, bæjarstjóri og Gísli Pálsson, formaður umhverfis- og náttúruverndarnefndar, ásamt starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar sem opnuðu svæðið fyrir almenningi. Hundaeigendur eru hvattir til að ganga vel um svæðið og hirða upp eftir hundana sína innan svæðis sem utan. Minnt er á taumskyldu utan svæðis og að hundur er ávallt á ábyrgð eiganda síns.