Hólmgarður


Hólmgarður er fallegt svæði í miðju Stykkishólmsbæjar sem setur sinn svip á bæinn.
Árið 1932 hófst kvenfélagið handa við að koma upp trjá- og blómagarði og er garðurinn í daglegu tali því oft nefndur Kvenfélagsgarðurinn. Kvenfélagskonur önnuðust hann í fleiri ár og árið 1985 reistu þær lítið hús í garðinum undir starfsemi sína, Freyjulund.
Garðurinn er lystigarður okkar Hólmara og er m.a. nýttur til ýmissa hátíðahalda.