Amtsbókasafn og Ljósmyndasafn Stykkishólms
Amtsbókasafnið er staðsett við Grunnskóla Stykkishólms að Borgarbraut 6. Helsta starfsemi Amtsbókasafnins er útlán bóka, tímarita, mynddiska og spila. Dagblöð eru til aflestrar á safninu. Einnig er veitt upplýsingaþjónusta og boðið upp á millisafnalán. Allir sem koma með sínar eigin tölvur eða snjalltæki fá aðgang að þráðlausu neti, endurgjaldslaust. Á safninu er aðstaða til náms eða vinnu. Á safninu er boðið upp á kaffi og þar er aðstaða til að borða eigin veitingar. Í barnahorninu eru bangsar, leikföng og myndir til að lita og reglulega stendur Amtsbókasafnið fyrir viðburðum fyrir börn og fullorðna.
Ljósmyndasafn Stykkishólms er í umsjá Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi. Grunnurinn að því er myndasafn Jóhanns Rafnssonar, sem hann afhenti Stykkishólmsbæ 16. júní 1996. Árið 2001 barst safninu veglegur safnauki frá Árna Helgasyni fyrrum stöðvarstjóra Pósts og síma og fréttaritara Morgunblaðsins til langs tíma. Auk þess hafa smærri gjafir borist safninu og eru allir viðaukar vel þegnir. Með hverri viðbót eflist safnið. Safnið er rafrænt.
Safna- og menningarmálanefnd
Safna- og menningarmálanefnd