Tjaldsvæði


Tjaldsvæðið í Stykkishólmi er staðsett í bænum og því stutt í alla þjónustu. Það liggur að golfvelli, íþróttavelli, sundlaug og grunnskóla. Góð aðstaða er til staðar fyrir húsbíla, hjól- og fellihýsi. Afgreiðsla fyrir svæðið er í golfskála Golfklúbbsins Mostra, sem staðsettur er fyrir innan tjaldsvæðið.