Málefni Stykkishólmshafnar
Málsnúmer 2208023
Vakta málsnúmerHafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022
Lagðar fram tillögur að hækkun á gjaldskrá Stykkishólmshafnar.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 19.01.2023
Lögð fram drög að skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar um vinnufyrirkomulag við Stykkishólmshöfn og tillögur, en skýrslan hefur verið í vinnslu frá apríl 2022 eða áður en nýr hafnarvörður tók til starfa í maí 2022.
Bæjarráð vísar skýrslunni og tillögunum til umfjöllunar og umsagnar í hafnarstjórn. Bæjarráð leggur áherslu á að engin breyting er fyrirhuguð á opnunartíma hafnarinnar næsta sumar.
Hafnarstjórn (SH) - 2. fundur - 09.02.2023
Vegna óskírleika í gjaldskrá fól bæjarráð hafnarstjórn að skýra í gjaldskrá skilgreiningu á gestabát.
Hafnarstjórn felur hafnarverði að útbúa tillögu og leggja fyrir næsta fund.
Hafnarstjórn áréttar, vegna umræðu í samfélaginu, að ekki stendur til að skerða opnunartíma eða þjónustu hafnarinnar næsta sumar.