Erindi frá eigenda Gróttu 7811 - Ósk um rökstuðning og breytingu á fyrirkomulagi gjaldtöku Stykkishólmshafnar
Málsnúmer 2211023
Vakta málsnúmerHafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022
Lögð fram greinargerð f.h. eiganda Gróttu 7811, þar sem óskað er eftir rökstuðningi á gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar, ásamt því að óskað er eftir að gjöld sem greidd hafa verið á þeim forsendum að Grótta 7811 sé gestabátur og verði færð niður til samræmis við það gjald sem almennt er tekið fyrir legu báta í Stykkishólmshöfn. Þá er óskað eftir að Hafnarstjórn breyti skilgreiningu sinni á gestabátum til samræmis við það sem tíðkast almennt um hafnargjöld í nærliggjandi höfnum og þau kjör sem bátar sem hafa Stykkishólm sem heimahöfn búa við annars staðar á siglingum sínum.
Hafnarstjórn getur ekki betur séð en að hafnarvörður hafi lagt á gjald í samræmi við gjaldskrá. Hafnarstjórn felur hafnarverði, í samráði við formann hafnarstjórnar og hafnarstjóra, að ræða við lögmann sveitarfélagsins og fela honum að svara bréfritara í samráði við þá.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 01.12.2022
Lögð fram greinargerð f.h. eiganda Gróttu 7811, þar sem óskað er eftir rökstuðningi á gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar, ásamt því að óskað er eftir að gjöld sem greidd hafa verið á þeim forsendum að Grótta 7811 sé gestabátur og verði færð niður til samræmis við það gjald sem almennt er tekið fyrir legu báta í Stykkishólmshöfn. Þá er óskað eftir að Hafnarstjórn breyti skilgreiningu sinni á gestabátum til samræmis við það sem tíðkast almennt um hafnargjöld í nærliggjandi höfnum og þau kjör sem bátar sem hafa Stykkishólm sem heimahöfn búa við annars staðar á siglingum sínum.
Hafnarstjórn tók málið fyrir á 1. fundi sínum og gat ekki betur séð en að hafnarvörður hafi lagt á gjald í samræmi við gjaldskrá. Hafnarstjórn fól hafnarverði, í samráði við formann hafnarstjórnar og hafnarstjóra, að ræða við lögmann sveitarfélagsins og fela honum að svara bréfritara í samráði við þá.
Hafnarstjórn tók málið fyrir á 1. fundi sínum og gat ekki betur séð en að hafnarvörður hafi lagt á gjald í samræmi við gjaldskrá. Hafnarstjórn fól hafnarverði, í samráði við formann hafnarstjórnar og hafnarstjóra, að ræða við lögmann sveitarfélagsins og fela honum að svara bréfritara í samráði við þá.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu hafnarstjórnar og leggur til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarráð felur hafnarstjórn að skýra í gjaldskrá skilgreiningu á gestabát.
Bæjarráð felur hafnarstjórn að skýra í gjaldskrá skilgreiningu á gestabát.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 7. fundur - 08.12.2022
Lögð fram greinargerð f.h. eiganda Gróttu 7811, þar sem óskað er eftir rökstuðningi á gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar, ásamt því að óskað er eftir að gjöld sem greidd hafa verið á þeim forsendum að Grótta 7811 sé gestabátur og verði færð niður til samræmis við það gjald sem almennt er tekið fyrir legu báta í Stykkishólmshöfn. Þá er óskað eftir að Hafnarstjórn breyti skilgreiningu sinni á gestabátum til samræmis við það sem tíðkast almennt um hafnargjöld í nærliggjandi höfnum og þau kjör sem bátar sem hafa Stykkishólm sem heimahöfn búa við annars staðar á siglingum sínum.
Hafnarstjórn tók málið fyrir á 1. fundi sínum og gat ekki betur séð en að hafnarvörður hafi lagt á gjald í samræmi við gjaldskrá. Hafnarstjórn fól hafnarverði, í samráði við formann hafnarstjórnar og hafnarstjóra, að ræða við lögmann sveitarfélagsins og fela honum að svara bréfritara í samráði við þá.
Bæjarráð staðfesti, á 6. fundi sínum, afgreiðslu hafnarstjórnar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Hafnarstjórn tók málið fyrir á 1. fundi sínum og gat ekki betur séð en að hafnarvörður hafi lagt á gjald í samræmi við gjaldskrá. Hafnarstjórn fól hafnarverði, í samráði við formann hafnarstjórnar og hafnarstjóra, að ræða við lögmann sveitarfélagsins og fela honum að svara bréfritara í samráði við þá.
Bæjarráð staðfesti, á 6. fundi sínum, afgreiðslu hafnarstjórnar og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hana.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.