Fara í efni

Bátar í Maðkavík

Málsnúmer 2208021

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022

Kynntar hugmyndir um að fjölga bátum í Maðkavík og fegra svæðið sem er vaxandi ferðamannaparadís.
Formaður hafnarstjórnar gerir grein fyrir hugmyndum sínum um fjölgun á bátum í Maðkavík og fegrun svæðisins, m.a. hreinsun þess og að kerrur verði ekki geymdar á svæðinu.

Hafnarstjórn felur hafnarverði, í samráði við formann, að ræða við eigendur báta sem eru ónýtir eða lélegir og gætu hentar til þessa verkefnis.

Formaður gerir ráð fyrir því að hugmyndirnar verði í framhaldinu ræddar og útfærðar nánar á næsta eða næstu fundum hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn (SH) - 2. fundur - 09.02.2023

Formaður hafnarstjórnar gerði á fysta fundi hafnarstjórnar grein fyrir hugmyndum um að fjölga bátum í Maðkavík og fegra svæðið sem er vaxandi ferðamannaparadís. Formaður gerir grein fyrir stöðu málsins.
Lagt fram til kynningar.

Hafnarstjórn (SH) - 7. fundur - 02.12.2024

Formaður hafnarstjórnar gerði á fysta fundi hafnarstjórnar grein fyrir hugmyndum um að fjölga bátum í Maðkavík og fegra svæðið sem er vaxandi ferðamannaparadís. Formaður gerir grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi frá síðasta fundi hafnarstjórnar.
Formaður hafnarstjórnar gerir grein fyrir málinu.

Fram kom í máli formanns að tveir bátar hefðu verið færðir í Maðkavík frá síðasta fundi, annar smíðaður um 1900 og hinn um 1980.
Getum við bætt efni síðunnar?