Nesvegur 22A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2204018
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 22. fundur - 15.06.2022
Sótt er um byggingarleyfi til að byggja 958,9m2 atvinnuhúsnæði að Nesvegi 22A. Um er að ræða hús á einni hæð með milliloftum yfir hluta hússins.Lóðin er 3700m2 og stærð hússins er 34x24,2 að grunnfleti.
Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Nýhönnun dagsettir 11.05.2022.
Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Nýhönnun dagsettir 11.05.2022.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar. Einnig bendir slökkvilið á að skoða þarf vel afkastagetu vatnsveitu á svæðinu.
Skipulagsnefnd - 1. fundur - 22.06.2022
Asco Harvester sækir um byggingarleyfi til að byggja 958,9m2 atvinnuhúsnæði að Nesvegi 22A. Um er að ræða hús á þremur hæðum með milliloftum yfir hluta hússins. Lóðin er 3700 m2, grunnflötur hússins er 828,2 m2 og hæð þess 10 m. Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Nýhönnun dagsettir 11.05.2022.
Umsækjendur héldu opinn kynningarfund 28. apríl sl. og var auglýsingu dreift í öll hús í Stykkishólmi. Fundurinn var vel sóttur.
Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 er svæðið skilgreint sem hafnarsvæði. Um það er fjallað í gr. 3.3.8. um athafnasvæði / hafnarsvæði og gr. 3.3.11 um strandsvæði (Búðanesvog) í skýringaruppdrætti með aðalskipulaginu.
Umsækjendur héldu opinn kynningarfund 28. apríl sl. og var auglýsingu dreift í öll hús í Stykkishólmi. Fundurinn var vel sóttur.
Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 er svæðið skilgreint sem hafnarsvæði. Um það er fjallað í gr. 3.3.8. um athafnasvæði / hafnarsvæði og gr. 3.3.11 um strandsvæði (Búðanesvog) í skýringaruppdrætti með aðalskipulaginu.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráform Asco Harvester ehf. skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nesveg 20 (Skipavík) og Nesveg 24 (Kalkþörungafélagið) og á sama tíma verði boðið upp á opinn kynningarfund fyrir íbúa og verði sent út dreifibréf til íbúa í næsta nágrenni.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.
Bókun: Aron Bjarni Valgeirsson leggur til að hafnarsvæðið við Skipavík, eins og það er sýnt í aðalskipulagi, verði deiliskipulagt.
Tillaga felld með fjórum athkvæðum á móti einu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.
Bókun: Aron Bjarni Valgeirsson leggur til að hafnarsvæðið við Skipavík, eins og það er sýnt í aðalskipulagi, verði deiliskipulagt.
Tillaga felld með fjórum athkvæðum á móti einu.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022
Lögð fram umsókn, dags. 26. apríl 2022, þar sem sótt er um byggingarleyfi til að byggja 958,9m2 atvinnuhúsnæði að Nesvegi 22A. Um er að ræða hús á einni hæð með milliloftum yfir hluta hússins.Lóðin er 3700m2 og stærð hússins er 34x24,2 að grunnfleti. Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Nýhönnun dagsettir 11.05.2022.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar. Einnig bendir slökkvilið á að skoða þarf vel afkastagetu vatnsveitu á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform Asco Harvester ehf. skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nesveg 20, Nesvegur 20a (Skipavík) og Nesveg 24 (Kalkþörungafélagið) og á sama tíma verði boðið upp á opinn kynningarfund fyrir íbúa og verði sent út dreifibréf til íbúa í næsta nágrenni.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar. Einnig bendir slökkvilið á að skoða þarf vel afkastagetu vatnsveitu á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform Asco Harvester ehf. skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nesveg 20, Nesvegur 20a (Skipavík) og Nesveg 24 (Kalkþörungafélagið) og á sama tíma verði boðið upp á opinn kynningarfund fyrir íbúa og verði sent út dreifibréf til íbúa í næsta nágrenni.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn. Haukur sat hjá.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 30.06.2022
Lögð fram umsókn, dags. 26. apríl 2022, þar sem sótt er um byggingarleyfi til að byggja 958,9m2 atvinnuhúsnæði að Nesvegi 22A. Um er að ræða hús á einni hæð með milliloftum yfir hluta hússins.Lóðin er 3700m2 og stærð hússins er 34x24,2 að grunnfleti. Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Nýhönnun dagsettir 11.05.2022.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform Asco Harvester ehf. skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nesveg 20, Nesvegur 20a (Skipavík) og Nesveg 24 (Kalkþörungafélagið) og á sama tíma verði boðið upp á opinn kynningarfund fyrir íbúa og verði sent út dreifibréf til íbúa í næsta nágrenni.
Bæjarráð samþykkti á 1. fundi sínum afgreiðslur skipulagsnefndar og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Í ljósi þess að ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform Asco Harvester ehf. skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nesveg 20, Nesvegur 20a (Skipavík) og Nesveg 24 (Kalkþörungafélagið) og á sama tíma verði boðið upp á opinn kynningarfund fyrir íbúa og verði sent út dreifibréf til íbúa í næsta nágrenni.
Bæjarráð samþykkti á 1. fundi sínum afgreiðslur skipulagsnefndar og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Í-listinn leggur því til að hafnarsvæðið við Skipavíkurhöfn fari í deiliskipulagsferli í ljósi þessa skýra ákvæðis í gr. 3.3.8 í aðalskipulaginu, einnig skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Hafnað með 4 atkvæðum H-listans gegn 3 atkvæðum Í-listans.
Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna byggingaráform Asco Harvester ehf. skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nesveg 20, Nesvegur 20a (Skipavík) og Nesveg 24 (Kalkþörungafélagið) í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum H-listans gegn 3 atkvæðum Í-listans.
Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:
Á fundi skipulagsnefndar þann 22. Júní sl. var tekin fyrir beiðni Asco Harvester ehf um byggingarleyfi fyrir 958,9 m2 iðnaðarhúsnæði á lóðinni Nesvegur 22A. Beiðnin um byggingarleyfið hafði áður borist byggingarfulltrúa sem vísaði málinu til Skipulagsnefndar til nánari umfjöllunar þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. Það hefur legið fyrir, frá því að félagið sótti um lóðina, að þar eigi að reisa þörungaverksmiðju og því ekki hægt að fjalla um málið eins og um hefðbundið iðnaðarhúsnæði sé að ræða líkt og skipulagsnefnd gerði, án þess að horfa til þeirrar starfsemi sem þar á að vera. Í fundargerð skipulagsnefndar er vísað í greinagerð fyrir aðalskipulag Stykkishólmsbæjar 2002-2022 n.t.t gr 3.3.8 sem fjallar um Athafnsvæði/Hafnarsvæði. Í greininni segir: Markmiðið er að hafa tiltæk svæði fyrir sem fjölbreyttasta atvinnustarfsemi. Stefnt er að enn betri nýtingu núverandi hafnar- og athafnasvæða og er deiliskipulagning þeirra verkfæri til þess.
Ragnar Már Ragnarsson
Haukur Garðarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
Bæjarfulltrúar H-listans minna á að hér er um atvinnusvæði að ræða og verið að sækja um byggingarleyfi til þess að fá að byggja atvinnuhúsnæði undir hafsækna starfsemi á lóð þar sem áður stóð m.a. steypistöð í fullri starfsemi. Þá er fyrir á svæðinu og við höfnina umtalsverð atvinnustarfsemi og mun byggingin ekki hafa sjónræn áhrif svo einhverju nemur gagnvart íbúum í nágrenningu. Fyrir liggur að nær öll atvinnuhúsnæðin á svæðinu hafa verið byggð án þess að deiliskipulag liggi fyrir. Af þessum sökum treysta bæjarfulltrúar H-listans mati skipulagsfulltrúa og skipulagsnefndar á málsmeðferð og við mat á hverjum skuli grenndarkynna, enda var þessi niðurstaða fengin að undangenginni ítarlegri umfjöllun nefndarinnar. H-listinn telur að klára þurfið deiliskipulag fyrir bæði hafnarsvæðin á kjörtímabilinu en þar sem sú vinna er skammt á veg komin er ekki vert að stöðva þessa framkvæmd sökum óvissu um tímasetningu þess.
Hrafnhildur Hallvarsdóttir
Steinunn I. Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Hafnað með 4 atkvæðum H-listans gegn 3 atkvæðum Í-listans.
Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna byggingaráform Asco Harvester ehf. skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nesveg 20, Nesvegur 20a (Skipavík) og Nesveg 24 (Kalkþörungafélagið) í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum H-listans gegn 3 atkvæðum Í-listans.
Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:
Á fundi skipulagsnefndar þann 22. Júní sl. var tekin fyrir beiðni Asco Harvester ehf um byggingarleyfi fyrir 958,9 m2 iðnaðarhúsnæði á lóðinni Nesvegur 22A. Beiðnin um byggingarleyfið hafði áður borist byggingarfulltrúa sem vísaði málinu til Skipulagsnefndar til nánari umfjöllunar þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið. Það hefur legið fyrir, frá því að félagið sótti um lóðina, að þar eigi að reisa þörungaverksmiðju og því ekki hægt að fjalla um málið eins og um hefðbundið iðnaðarhúsnæði sé að ræða líkt og skipulagsnefnd gerði, án þess að horfa til þeirrar starfsemi sem þar á að vera. Í fundargerð skipulagsnefndar er vísað í greinagerð fyrir aðalskipulag Stykkishólmsbæjar 2002-2022 n.t.t gr 3.3.8 sem fjallar um Athafnsvæði/Hafnarsvæði. Í greininni segir: Markmiðið er að hafa tiltæk svæði fyrir sem fjölbreyttasta atvinnustarfsemi. Stefnt er að enn betri nýtingu núverandi hafnar- og athafnasvæða og er deiliskipulagning þeirra verkfæri til þess.
Ragnar Már Ragnarsson
Haukur Garðarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
Bæjarfulltrúar H-listans minna á að hér er um atvinnusvæði að ræða og verið að sækja um byggingarleyfi til þess að fá að byggja atvinnuhúsnæði undir hafsækna starfsemi á lóð þar sem áður stóð m.a. steypistöð í fullri starfsemi. Þá er fyrir á svæðinu og við höfnina umtalsverð atvinnustarfsemi og mun byggingin ekki hafa sjónræn áhrif svo einhverju nemur gagnvart íbúum í nágrenningu. Fyrir liggur að nær öll atvinnuhúsnæðin á svæðinu hafa verið byggð án þess að deiliskipulag liggi fyrir. Af þessum sökum treysta bæjarfulltrúar H-listans mati skipulagsfulltrúa og skipulagsnefndar á málsmeðferð og við mat á hverjum skuli grenndarkynna, enda var þessi niðurstaða fengin að undangenginni ítarlegri umfjöllun nefndarinnar. H-listinn telur að klára þurfið deiliskipulag fyrir bæði hafnarsvæðin á kjörtímabilinu en þar sem sú vinna er skammt á veg komin er ekki vert að stöðva þessa framkvæmd sökum óvissu um tímasetningu þess.
Hrafnhildur Hallvarsdóttir
Steinunn I. Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Skipulagsnefnd - 2. fundur - 15.08.2022
Tekin er fyrir að nýju byggingarleyfisumsókn vegna 958,9m2 atvinnuhúsnæðis að Nesvegi 22A. Um er að ræða hús á þremur hæðum með milliloftum yfir hluta hússins. Lóðin er 3700 m2, grunnflötur hússins er 828,2 m2 og hæð þess 10 m. Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Nýhönnun dagsettir 11.05.2022.
Á 1. fundi skipulagsnefndar var ákveðið að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Nesvegar 20, 20a og 24, ásamt því að halda kynningarfund fyrir íbúa í næsta nágrenni.
Grenndarkynningin fór fram dagana 24.06.2022 til 22.07.2022. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Nesvegar 20 og 20a og 24. Kynningarfundur fyrir íbúa í næsta nágrenni var haldinn í Amtbókasafninu þann 10.08.2022 og var hann vel sóttur.
Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust frá Skipavík ehf. og Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. eftir grenndarkynningu og tillaga skipuagsfulltrúa að svörum við þeim. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á athugasemdum sem bárust frá íbúum og athugasemdum og/eða spurningum sem komu fram á kynningarfundinum með íbúum.
Á 1. fundi skipulagsnefndar var ákveðið að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Nesvegar 20, 20a og 24, ásamt því að halda kynningarfund fyrir íbúa í næsta nágrenni.
Grenndarkynningin fór fram dagana 24.06.2022 til 22.07.2022. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Nesvegar 20 og 20a og 24. Kynningarfundur fyrir íbúa í næsta nágrenni var haldinn í Amtbókasafninu þann 10.08.2022 og var hann vel sóttur.
Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust frá Skipavík ehf. og Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. eftir grenndarkynningu og tillaga skipuagsfulltrúa að svörum við þeim. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á athugasemdum sem bárust frá íbúum og athugasemdum og/eða spurningum sem komu fram á kynningarfundinum með íbúum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum Skipavíkur og Íslenska kalkþörungafélagssins.
Tillaga ABV (Í):
ABV leggur til að byggingarleyfisumsókn verði hafnað og starfseminni fundinn annar staður.
Tillaga ABV felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Tillaga ABV (Í) til vara:
ABV ítrekar fyrri tillögu sína um að deiliskipuleggja eigi svæðið og fá með því umsagnaraðila að borðinu og aukið aðgengi íbúa að skipulagsferlinu.
Tillaga ABV felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Asco Harvester ehf. um byggingarleyfi með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Nefndin leggur áherslu á að aðgengi að útivistarsvæði á Búðanesi verði tryggt og felur skipulagsfulltrúa að fylgja því eftir. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum og spurningum sem bárust frá íbúum á heimasíðu bæjarins og senda tölvupóst til íbúa sem gert höfðu athugasemdir og/eða spurt spurninga á kynningarfundinum.
Tillaga til viðbótar AIH (Í):
AIH leggur til að skipulagsnefnd leiti umsagnar Skipulagsstofnunar um það hvort að byggingarleyfið falli innan ramma laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Telji Skipulagsstofnun að framkvæmdin falli ekki undir mat á umhverfisáhrifum, leggur AIH til að skipulagsnefnd vísi málinu fyrir sitt leyti til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
Skipulagsfulltrúi tekur undir tillögu AIH.
Tillaga AIH felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Tillaga ABV (Í):
ABV leggur til að byggingarleyfisumsókn verði hafnað og starfseminni fundinn annar staður.
Tillaga ABV felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Tillaga ABV (Í) til vara:
ABV ítrekar fyrri tillögu sína um að deiliskipuleggja eigi svæðið og fá með því umsagnaraðila að borðinu og aukið aðgengi íbúa að skipulagsferlinu.
Tillaga ABV felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umsókn Asco Harvester ehf. um byggingarleyfi með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Nefndin leggur áherslu á að aðgengi að útivistarsvæði á Búðanesi verði tryggt og felur skipulagsfulltrúa að fylgja því eftir. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum og spurningum sem bárust frá íbúum á heimasíðu bæjarins og senda tölvupóst til íbúa sem gert höfðu athugasemdir og/eða spurt spurninga á kynningarfundinum.
Tillaga til viðbótar AIH (Í):
AIH leggur til að skipulagsnefnd leiti umsagnar Skipulagsstofnunar um það hvort að byggingarleyfið falli innan ramma laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Telji Skipulagsstofnun að framkvæmdin falli ekki undir mat á umhverfisáhrifum, leggur AIH til að skipulagsnefnd vísi málinu fyrir sitt leyti til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa.
Skipulagsfulltrúi tekur undir tillögu AIH.
Tillaga AIH felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 18.08.2022
Tekin er fyrir að nýju byggingarleyfisumsókn vegna 958,9m2 atvinnuhúsnæðis að Nesvegi 22A. Um er að ræða hús á þremur hæðum með milliloftum yfir hluta hússins. Lóðin er 3700 m2, grunnflötur hússins er 828,2 m2 og hæð þess 10 m. Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Nýhönnun dagsettir 11.05.2022.
Á 1. fundi skipulagsnefndar var ákveðið að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Nesvegar 20, 20a og 24, ásamt því að halda kynningarfund fyrir íbúa í næsta nágrenni.
Grenndarkynningin fór fram dagana 24.06.2022 til 22.07.2022. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Nesvegar 20 og 20a og 24. Kynningarfundur fyrir íbúa í næsta nágrenni var haldinn í Amtbókasafninu þann 10.08.2022 og var hann vel sóttur.
Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á athugasemdum úr grenndarkynningunni ásamt tillögum að svörum annarsvegar og samantekt spurninga frá kynningarfundinum og athugasemda sem bárust eftir fundinn hinsvegar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 2. fundi sínum fyrir sitt leyti umsókn Asco Harvester ehf. um byggingarleyfi.
Nefndin lagði áherslu á að aðgengi að útivistarsvæði á Búðanesi verði tryggt og fól skipulagsfulltrúa að fylgja því eftir, og jafnframt fól nefndin skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum og spurningum sem bárust frá íbúum á heimasíðu bæjarins og senda tölvupóst til íbúa sem gert höfðu athugasemdir og/eða spurt spurninga á kynningarfundinum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er lögð fram til afgreiðslu í bæjarráði.
Á 1. fundi skipulagsnefndar var ákveðið að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Nesvegar 20, 20a og 24, ásamt því að halda kynningarfund fyrir íbúa í næsta nágrenni.
Grenndarkynningin fór fram dagana 24.06.2022 til 22.07.2022. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Nesvegar 20 og 20a og 24. Kynningarfundur fyrir íbúa í næsta nágrenni var haldinn í Amtbókasafninu þann 10.08.2022 og var hann vel sóttur.
Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á athugasemdum úr grenndarkynningunni ásamt tillögum að svörum annarsvegar og samantekt spurninga frá kynningarfundinum og athugasemda sem bárust eftir fundinn hinsvegar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 2. fundi sínum fyrir sitt leyti umsókn Asco Harvester ehf. um byggingarleyfi.
Nefndin lagði áherslu á að aðgengi að útivistarsvæði á Búðanesi verði tryggt og fól skipulagsfulltrúa að fylgja því eftir, og jafnframt fól nefndin skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum og spurningum sem bárust frá íbúum á heimasíðu bæjarins og senda tölvupóst til íbúa sem gert höfðu athugasemdir og/eða spurt spurninga á kynningarfundinum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er lögð fram til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tveimur atkvæðum gegn einu, svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum og vísar endanlegri afgreiðslu á byggingarleyfi til byggingafulltrúa.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 1. fundur - 19.08.2022
Halldór Árnason vék af fundi
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í febrúar 2022 að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Asco Harvester ehf. varðandi atvinnuuppbyggingu á lóðinni við Nesveg 22a til vinnslu, rannsókna og kynninga á framleiðslu þörunga. Fyrirtækið áformar að setja upp litla þörungavinnslu á lóðinni með afkastagetu um 5 þúsund tonn. Grenndarkynning hefur farið fram og bæði fyrirtækið og sveitarfélagið hafa efnt til íbúafunda þar sem áformin voru kynnt.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar áformum Asco Harvester um vinnslu þörunga og rannsóknir á framleiðslu þörunga í Stykkishólmi. Atvinnuuppbygging sem þessi er bæjarfélaginu mikilvæg.
Bókun Lárusar Ástmars Hannessonar og Guðmundar Kolbeins Björnssonar
Bókun vegna liðar 12 á dagskrá Atvinnu- og nýsdköpunarnefndar um áform Asco Harvester ehf. um uppbyggingu þörungavinnslu í Stykkishólmi.
Undirritaðir fagnar allri atvinnuuppbyggingu sem er í sátt við íbúa og umhverfi.
Vegna afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi sínum í febrúar 2022 þar sem samþykkt var að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið er rétt að benda á að ekki hefur verið staðið við þá afgreiðslu. Enginn samningur milli aðila hefur verið lagður fyrir bæjarstjórn sem er ekki í samræmi við afgreiðslu bæjarstjórnar.
Vinnuferlið hefur einkennst af algjörri vanvirðingu við íbúa Stykkishólms og ekki síst nágrennis við fyrirhugaða verksmiðju. Við teljum að ferlið standist ekki lög og reglugerðir um skipulagsmál.
Við teljum að bærinn sé mögulega að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart framkvæmdaraðilum, með þessari málsmeðferð, fái lóðarhafar byggingarleyfi og hefji framkvæmdir en muni svo jafnvel verða stoppaðir þegar kemur að umsókn þeirra um rekstrarleyfi, hvort sem það er vegna umsagna HEV, Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar eða annara lögbundinna umsagnaraðila.
Einnig ber að nefna að fyrirhuguð starfsemi getur haft neikvæð áhrif á starfsemi Skipavíkur og þar verði einnig kallað eftir ábyrgð Stykkishólmsbæjar.
Í atvinnuuppbyggingu sem þessari verður að bera virðingu fyrir skoðunum íbúa ef vel á að takast til. Vinnubrögðin munu ekki síst bitna á verkefninu sjálfu og almennri atvinnuuppbyggingu.
Það er mjög mikilvægt að bæjaryfirvöld leiti opinberlega eftir áliti SKipulagsstofnunar á ferlinu ekki síst þar sem vitað er hver starfsemin verður og er jafn umdeild.
Mikið er rætt um að byggja upp klasastarfsemi og gjarnan talað um uppbyggingu grænna iðngarða. Við teljum rétt að fyrirhugaðri byggingu Asco Harvester verði fundin staður fyrir utan íbúðabyggð og þá jafnvel í tengslum við uppbyggingu grænna iðngarðar. Að lágmarki fari byggingin og starfsemin í deiliskipulagsferli líkt og getið er í aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar um svæðið.
Bókun bæjarstjóra
Bæjarstjóri vekur athygli á því að bæjarráð sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar staðfesti á 2. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar, svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum og vísar endanlegri afgreiðslu á byggingarleyfi til byggingafulltrúa. Skipulagsferli málsins er því lokið.
Bókun Lárusar Ástmars Hannessonar og Guðmundar Kolbeins Björnssonar
Bókun vegna liðar 12 á dagskrá Atvinnu- og nýsdköpunarnefndar um áform Asco Harvester ehf. um uppbyggingu þörungavinnslu í Stykkishólmi.
Undirritaðir fagnar allri atvinnuuppbyggingu sem er í sátt við íbúa og umhverfi.
Vegna afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi sínum í febrúar 2022 þar sem samþykkt var að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið er rétt að benda á að ekki hefur verið staðið við þá afgreiðslu. Enginn samningur milli aðila hefur verið lagður fyrir bæjarstjórn sem er ekki í samræmi við afgreiðslu bæjarstjórnar.
Vinnuferlið hefur einkennst af algjörri vanvirðingu við íbúa Stykkishólms og ekki síst nágrennis við fyrirhugaða verksmiðju. Við teljum að ferlið standist ekki lög og reglugerðir um skipulagsmál.
Við teljum að bærinn sé mögulega að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart framkvæmdaraðilum, með þessari málsmeðferð, fái lóðarhafar byggingarleyfi og hefji framkvæmdir en muni svo jafnvel verða stoppaðir þegar kemur að umsókn þeirra um rekstrarleyfi, hvort sem það er vegna umsagna HEV, Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar eða annara lögbundinna umsagnaraðila.
Einnig ber að nefna að fyrirhuguð starfsemi getur haft neikvæð áhrif á starfsemi Skipavíkur og þar verði einnig kallað eftir ábyrgð Stykkishólmsbæjar.
Í atvinnuuppbyggingu sem þessari verður að bera virðingu fyrir skoðunum íbúa ef vel á að takast til. Vinnubrögðin munu ekki síst bitna á verkefninu sjálfu og almennri atvinnuuppbyggingu.
Það er mjög mikilvægt að bæjaryfirvöld leiti opinberlega eftir áliti SKipulagsstofnunar á ferlinu ekki síst þar sem vitað er hver starfsemin verður og er jafn umdeild.
Mikið er rætt um að byggja upp klasastarfsemi og gjarnan talað um uppbyggingu grænna iðngarða. Við teljum rétt að fyrirhugaðri byggingu Asco Harvester verði fundin staður fyrir utan íbúðabyggð og þá jafnvel í tengslum við uppbyggingu grænna iðngarðar. Að lágmarki fari byggingin og starfsemin í deiliskipulagsferli líkt og getið er í aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar um svæðið.
Bókun bæjarstjóra
Bæjarstjóri vekur athygli á því að bæjarráð sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar staðfesti á 2. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar, svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum og vísar endanlegri afgreiðslu á byggingarleyfi til byggingafulltrúa. Skipulagsferli málsins er því lokið.
Halldór Árnason kom aftur inn á fundinn.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 24. fundur - 05.09.2022
Á 22.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Asco Harves fyrir 958,9m2 atvinnuhúsnæði að Nesvegi 22A. Þar sem ekki lá fyrir deiliskipulag vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu hjá skipulagsnefnd.
Á 1.fundi skipulagsnefndar var ákveðið að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Nesvegar 20,20a og 24 ásamt því að halda kynningarfund fyrir íbúa í næsta nágrenni.
Grenndarkynningin fór fram dagana 24.06.2022 til 22.07.2022. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Nesvegar 20 og 20a og 24. Kynningarfundur fyrir íbúa í næsta nágrenni var haldinn í Amtbókasafninu þann 10.08.2022 og var hann vel sóttur.
Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á athugasemdum úr grenndarkynningunni ásamt tillögum að svörum annarsvegar og samantekt spurninga frá kynningarfundinum og athugasemda sem bárust eftir fundinn hinsvegar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 2. fundi sínum fyrir sitt leyti umsókn Asco Harvester ehf. um byggingarleyfi.
Nefndin lagði áherslu á að aðgengi að útivistarsvæði á Búðanesi verði tryggt og fól skipulagsfulltrúa að fylgja því eftir, og jafnframt fól nefndin skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum og spurningum sem bárust frá íbúum á heimasíðu bæjarins og senda tölvupóst til íbúa sem gert höfðu athugasemdir og/eða spurt spurninga á kynningarfundinum.
Bæjarráð staðfesti á 2. fundi sínum, í umboði bæjarstjórnar, afgreiðslu skipulagsnefndar svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum og vísar endanlegri afgreiðslu á byggingarleyfi til byggingafulltrúa.
Á 1.fundi skipulagsnefndar var ákveðið að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Nesvegar 20,20a og 24 ásamt því að halda kynningarfund fyrir íbúa í næsta nágrenni.
Grenndarkynningin fór fram dagana 24.06.2022 til 22.07.2022. Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum Nesvegar 20 og 20a og 24. Kynningarfundur fyrir íbúa í næsta nágrenni var haldinn í Amtbókasafninu þann 10.08.2022 og var hann vel sóttur.
Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á athugasemdum úr grenndarkynningunni ásamt tillögum að svörum annarsvegar og samantekt spurninga frá kynningarfundinum og athugasemda sem bárust eftir fundinn hinsvegar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 2. fundi sínum fyrir sitt leyti umsókn Asco Harvester ehf. um byggingarleyfi.
Nefndin lagði áherslu á að aðgengi að útivistarsvæði á Búðanesi verði tryggt og fól skipulagsfulltrúa að fylgja því eftir, og jafnframt fól nefndin skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum og spurningum sem bárust frá íbúum á heimasíðu bæjarins og senda tölvupóst til íbúa sem gert höfðu athugasemdir og/eða spurt spurninga á kynningarfundinum.
Bæjarráð staðfesti á 2. fundi sínum, í umboði bæjarstjórnar, afgreiðslu skipulagsnefndar svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum og vísar endanlegri afgreiðslu á byggingarleyfi til byggingafulltrúa.
Með vísan í afgreiðslu bæjarráðs samþykkir byggingarfulltrúi byggingaráform sbr við grein 2.4.2 í byggingarreglugerð, byggingarfulltrúi mun gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 grein í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 22.09.2022
Bæjarráð staðfesti á 2. fundi sínum, í umboði bæjarstjórnar, afgreiðslu skipulagsnefndar svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum og vísar endanlegri afgreiðslu á byggingarleyfi til byggingafulltrúa.
Með vísan í afgreiðslu bæjarráðs samþykkti byggingarfulltrúi á 24. fundi sínum, byggingaráform sbr við grein 2.4.2 í byggingarreglugerð, byggingarfulltrúi mun gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 grein í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
Vegna umræðu á meðal bæjarfulltrúa er málið lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn til að eyðu óvissu um fullnaðarákvörðun málsins.
Með vísan í afgreiðslu bæjarráðs samþykkti byggingarfulltrúi á 24. fundi sínum, byggingaráform sbr við grein 2.4.2 í byggingarreglugerð, byggingarfulltrúi mun gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 grein í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
Vegna umræðu á meðal bæjarfulltrúa er málið lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn til að eyðu óvissu um fullnaðarákvörðun málsins.
Liggur fyrir að samþykkt um stjórn sveitarfélagsins gæti verið skýrari varðandi fullnaðarafgreiðslur bæjarráðs. Til að taka af allan vafa um þetta formsatriði er með staðfestingu bæjarstjórnar verið að eyða óvissu um réttmæti afgreiðslu bæjarráðs sem byggir á tillögum skipulagsnefndar og svörum skipulagsfulltrúa. Með vísan til þessa staðfestir bæjarstjórn umrædda afgreiðslu með fjórum atkvæðum H-listans gegn þremur atkvæðum Í-listans.
Til máls tóku:HH,HG,JBJ,RIS,SIM og RMR
Bókun Hauks Garðarssonar, Í-lista:
Undirritaður óskaði eftir því að málið yrði tekið á dagskrá bæjarstjórnar. Það var tekið fyrir á 2. bæjarráðsfundi þann 18.08.2022 en fellur ekki undir heimild til fullnaðarafgreiðslu skv. 33 gr. Samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar um heimild bæjarráðs til fullnaðarákvörðunar.
“Bæjarráði er heimil fullnaðarafgreiðsla mála, þegar bæjarstjórn er í sumarleyfi, sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans, enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna eða við bæjarstjóra um slíka afgreiðslu.?
Málið hlaut ekki samhljóða afgreiðslu á fundi bæjarráðs og því þarf að taka það fyrir aftur í bæjarstjórn.
Haukur Garðarsson
Bókun Í-lista:
Í ljósi þess að Asco Harvester hafi ekki fengið úthlutað lóðinni og að kærur hafi borist ÚUA þá telja bæjarfulltrúar Í listans að það sé brot á úthlutunarreglum Stykkishólmsbæjar og brot á skipulags-og byggingarreglugerð að veita byggingarleyfi fyrir verksmiðju á Nesvegi 22A.
Í listinn
Ragnar Már Ragnarsson
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Fundarhlé í 25 mínútur.
Bókun bæjarstjóra:
Á fundi bæjarstjórnar í febrúar var tekin fyrir umsókn um lóð merkt 22a við Nesveg í Stykkishólmi. Var erindið samþykkt í bæjarstjórn. Engin ósk barst um sértæk skilyrði við lóðarúthlutun af hálfu félagsins þannig að bæjarstjóri leit á að reglur sveitarfélagsins um lóðarúthlun myndi að öðru leyti gilda um afgreiðslu þessa. Það liggur í hlutarins eðli, að bæjarstjórn hefði ekki samþykkt grenndarkynningu í júní hefði lóðinni ekki verið úthlutað til félagasins. Það að málið sé komið á þennan stað í málsmeðferð bæjarins er staðfesting á þessu.
Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
Að forminu til er verið að taka af allan vafa um réttmæti afgreiðslu bæjarráðs í ágúst sl. vegna óskýrleika í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Hvað efnisþætti varðar þá er um að ræða mál sem er búið að vera að vinna að frá því í maí þegar umsókn um byggingarleyfi var tekið fyrir og vísað til afgreiðslu skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna erindið í júní og var sú afgreiðsla staðfest í bæjarstjórn. Hagsmunaaðilar hafa gert skriflegar athugasemdir í grenndarkynningu. Skipulagsnefnd og bæjarráð hafa tekið afstöðu til athugasemda og gefið umsögn um athugasemdir. Afgreiðsla bæjarráðs, sem hér er til staðfestingar, snýst um að staðfesta afstöðu til athugasemda og umsagnar skipulagsnefndar við þær og svo senda öllum hagsmunaaðilum niðurstöðu sína. Hvað starfsemina varðar á þessum stað, þá var hún samþykkt samhljóða af bæjarstjórn í febrúar. Frá þeim tíma hefur verið unnið í samræmi við þá afgreiðslu.
Undir þetta rita bæjarfulltrúar H-listans,
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Viðbótartillaga H-lista:
Til að taka af allan vafa staðfestir bæjarstjórn að úthlutun lóðar hafi farið fram í febrúar 2022 og bæjarstjóra hafi verið falið að semja við félagið um sérstæka málsmeðferð, skilyrði eða annað í tengslum við lóðarúthlutunina og þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir gilda um lóðarúthlutunina almennar reglur sveitarfélagsis um lóðarúthlutnir.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum H-listans gegn þremur atkvæðum Í-listans.
Til máls tóku:HH,HG,JBJ,RIS,SIM og RMR
Bókun Hauks Garðarssonar, Í-lista:
Undirritaður óskaði eftir því að málið yrði tekið á dagskrá bæjarstjórnar. Það var tekið fyrir á 2. bæjarráðsfundi þann 18.08.2022 en fellur ekki undir heimild til fullnaðarafgreiðslu skv. 33 gr. Samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar um heimild bæjarráðs til fullnaðarákvörðunar.
“Bæjarráði er heimil fullnaðarafgreiðsla mála, þegar bæjarstjórn er í sumarleyfi, sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans, enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna eða við bæjarstjóra um slíka afgreiðslu.?
Málið hlaut ekki samhljóða afgreiðslu á fundi bæjarráðs og því þarf að taka það fyrir aftur í bæjarstjórn.
Haukur Garðarsson
Bókun Í-lista:
Í ljósi þess að Asco Harvester hafi ekki fengið úthlutað lóðinni og að kærur hafi borist ÚUA þá telja bæjarfulltrúar Í listans að það sé brot á úthlutunarreglum Stykkishólmsbæjar og brot á skipulags-og byggingarreglugerð að veita byggingarleyfi fyrir verksmiðju á Nesvegi 22A.
Í listinn
Ragnar Már Ragnarsson
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Fundarhlé í 25 mínútur.
Bókun bæjarstjóra:
Á fundi bæjarstjórnar í febrúar var tekin fyrir umsókn um lóð merkt 22a við Nesveg í Stykkishólmi. Var erindið samþykkt í bæjarstjórn. Engin ósk barst um sértæk skilyrði við lóðarúthlutun af hálfu félagsins þannig að bæjarstjóri leit á að reglur sveitarfélagsins um lóðarúthlun myndi að öðru leyti gilda um afgreiðslu þessa. Það liggur í hlutarins eðli, að bæjarstjórn hefði ekki samþykkt grenndarkynningu í júní hefði lóðinni ekki verið úthlutað til félagasins. Það að málið sé komið á þennan stað í málsmeðferð bæjarins er staðfesting á þessu.
Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
Að forminu til er verið að taka af allan vafa um réttmæti afgreiðslu bæjarráðs í ágúst sl. vegna óskýrleika í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Hvað efnisþætti varðar þá er um að ræða mál sem er búið að vera að vinna að frá því í maí þegar umsókn um byggingarleyfi var tekið fyrir og vísað til afgreiðslu skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna erindið í júní og var sú afgreiðsla staðfest í bæjarstjórn. Hagsmunaaðilar hafa gert skriflegar athugasemdir í grenndarkynningu. Skipulagsnefnd og bæjarráð hafa tekið afstöðu til athugasemda og gefið umsögn um athugasemdir. Afgreiðsla bæjarráðs, sem hér er til staðfestingar, snýst um að staðfesta afstöðu til athugasemda og umsagnar skipulagsnefndar við þær og svo senda öllum hagsmunaaðilum niðurstöðu sína. Hvað starfsemina varðar á þessum stað, þá var hún samþykkt samhljóða af bæjarstjórn í febrúar. Frá þeim tíma hefur verið unnið í samræmi við þá afgreiðslu.
Undir þetta rita bæjarfulltrúar H-listans,
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Viðbótartillaga H-lista:
Til að taka af allan vafa staðfestir bæjarstjórn að úthlutun lóðar hafi farið fram í febrúar 2022 og bæjarstjóra hafi verið falið að semja við félagið um sérstæka málsmeðferð, skilyrði eða annað í tengslum við lóðarúthlutunina og þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir gilda um lóðarúthlutunina almennar reglur sveitarfélagsis um lóðarúthlutnir.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum H-listans gegn þremur atkvæðum Í-listans.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 20.10.2022
Anna Kristjánsdóttir og Ómar Kristjánsson fulltrúar Asco harvest komu inn á fundinn.
Lagðar fram kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt fylgigögnum og öðrum gögnum tengdum framkvæmdum við Nesveg 22a. Fulltrúar Asco Harvester ehf. hafa óskað eftir að koma til fundar við bæjarráð vegna málsins.
Anna Kristjánsdóttir og Ómar Kristjánsson fulltrúar Asco harvester ehf. komu inn á fundinn og gerðu grein fyrir verkefninu og svöruðu spurningum.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Anna og Ómar véku af fundi.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 27.10.2022
Lagðar fram kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og greinargerð sveitarfélagsins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna málsins ásamt fylgigögnum og öðrum gögnum tengdum framkvæmdum við Nesveg 22a.
Fulltrúar Asco Harvester ehf., Anna Kristjánsdóttir og Ómar Kristjánsson, komu inn á 4. fund bæjarráðs og gerðu grein fyrir verkefninu og svöruðu spurningum, en kynning þeirra er jafnframt lögð fram.
Fulltrúar Asco Harvester ehf., Anna Kristjánsdóttir og Ómar Kristjánsson, komu inn á 4. fund bæjarráðs og gerðu grein fyrir verkefninu og svöruðu spurningum, en kynning þeirra er jafnframt lögð fram.
Framlagt til kynningar.
Til máls tóku:HH,RMR,SIM og JBJ
Til máls tóku:HH,RMR,SIM og JBJ
Skipulagsnefnd - 4. fundur - 09.11.2022
Lagður er fram til kynningar úrskurður ÚUA vegna byggingarleyfis fyrir Nesveg 22a, dags 28.10.2022.
Lóðarhafar Nestúns 4, ásamt 11 öðrum íbúum við götuna, kærðu þá ákvörðun bæjarráðs Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar frá 18. ágúst 2022 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Nesvegi 22A.
Kröfðust kærendur ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar og stöðvunar framkvæmda til bráðabirgða á meðan málið er væri meðferðar hjá úrskurðarnefndinni.
Úrskurðarnefndin telur að umrædd bygging sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og að deiliskipuleggja hefði þurft svæðið áður en byggingarleyfið var gefið út. Byggir niðurstaðan á því að í aðalskipulaginu sé gert ráð fyrir deiliskipulagningu núverandi hafnar- og athafnasvæða og á því að á engan hátt sé fjallað um hinu umdeildu byggingaráform í aðalskipulaginu.
Lóðarhafar Nestúns 4, ásamt 11 öðrum íbúum við götuna, kærðu þá ákvörðun bæjarráðs Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar frá 18. ágúst 2022 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Nesvegi 22A.
Kröfðust kærendur ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar og stöðvunar framkvæmda til bráðabirgða á meðan málið er væri meðferðar hjá úrskurðarnefndinni.
Úrskurðarnefndin telur að umrædd bygging sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og að deiliskipuleggja hefði þurft svæðið áður en byggingarleyfið var gefið út. Byggir niðurstaðan á því að í aðalskipulaginu sé gert ráð fyrir deiliskipulagningu núverandi hafnar- og athafnasvæða og á því að á engan hátt sé fjallað um hinu umdeildu byggingaráform í aðalskipulaginu.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 5. fundur - 17.11.2022
Lagður er fram til kynningar úrskurður ÚUA vegna byggingarleyfis fyrir Nesveg 22a, dags 28.10.2022.
Lóðarhafar Nestúns 4, ásamt 11 öðrum íbúum við götuna, kærðu þá ákvörðun bæjarráðs Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar frá 18. ágúst 2022 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Nesvegi 22A. Kröfðust kærendur ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar og stöðvunar framkvæmda til bráðabirgða á meðan málið er væri meðferðar hjá úrskurðarnefndinni.
Úrskurðarnefndin telur að umrædd bygging sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og að deiliskipuleggja hefði þurft svæðið áður en byggingarleyfið var gefið út. Byggir niðurstaðan á því að í aðalskipulaginu sé gert ráð fyrir deiliskipulagningu núverandi hafnar- og athafnasvæða og á því að á engan hátt sé fjallað um hinu umdeildu byggingaráform í aðalskipulaginu.
Lóðarhafar Nestúns 4, ásamt 11 öðrum íbúum við götuna, kærðu þá ákvörðun bæjarráðs Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar frá 18. ágúst 2022 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Nesvegi 22A. Kröfðust kærendur ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar og stöðvunar framkvæmda til bráðabirgða á meðan málið er væri meðferðar hjá úrskurðarnefndinni.
Úrskurðarnefndin telur að umrædd bygging sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og að deiliskipuleggja hefði þurft svæðið áður en byggingarleyfið var gefið út. Byggir niðurstaðan á því að í aðalskipulaginu sé gert ráð fyrir deiliskipulagningu núverandi hafnar- og athafnasvæða og á því að á engan hátt sé fjallað um hinu umdeildu byggingaráform í aðalskipulaginu.
Lagt fram til kynningar.
Hafnarstjórn (SH) - 1. fundur - 23.11.2022
Lögð fram niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna málsins. Einnig er lögð fram tilkynning sveitarfélagsins þar sem fram kemur að sé enn fyrir hendi vilji og áhugi til uppbyggingar á svæðinu af hálfu lóðarhafa, Asco Harvester ehf., í samræmi við kynnt áform, mun það samkvæmt þessu byggja á skilmálum sem settir verða fram í deiliskipulagi fyrir svæðið.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 6. fundur - 24.11.2022
Lagður er fram til kynningar úrskurður ÚUA vegna byggingarleyfis fyrir Nesveg 22a, dags 28.10.2022.
Fjórar kærur lágu fyrir frá lóðarhöfum við Nestún sem kærðu þá ákvörðun bæjarráðs Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar frá 18. ágúst 2022 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Nesvegi 22A. Kröfðust kærendur ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar og stöðvunar framkvæmda til bráðabirgða á meðan málið er væri meðferðar hjá úrskurðarnefndinni.
Úrskurðarnefndin telur að umrædd bygging sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og að deiliskipuleggja hefði þurft svæðið áður en byggingarleyfið var gefið út. Byggir niðurstaðan á því að í aðalskipulaginu sé gert ráð fyrir deiliskipulagningu núverandi hafnar- og athafnasvæða og á því að á engan hátt sé fjallað um hinu umdeildu byggingaráform í aðalskipulaginu.
Fjórar kærur lágu fyrir frá lóðarhöfum við Nestún sem kærðu þá ákvörðun bæjarráðs Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar frá 18. ágúst 2022 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóðinni Nesvegi 22A. Kröfðust kærendur ógildingar hinnar kærðu ákvörðunar og stöðvunar framkvæmda til bráðabirgða á meðan málið er væri meðferðar hjá úrskurðarnefndinni.
Úrskurðarnefndin telur að umrædd bygging sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og að deiliskipuleggja hefði þurft svæðið áður en byggingarleyfið var gefið út. Byggir niðurstaðan á því að í aðalskipulaginu sé gert ráð fyrir deiliskipulagningu núverandi hafnar- og athafnasvæða og á því að á engan hátt sé fjallað um hinu umdeildu byggingaráform í aðalskipulaginu.
Lagt fram til kynningar.
Til máls tóku:HH,JBJ,RIS og RMR
Bókun:
Undirrituð furða sig á því að ekki hafi verið boðað til sérstaks bæjarstjórnarfundar eftir að úrskurðurinn lá fyrir. Málið hefur verið kynnt í nefndum bæjarins en er fyrst að koma á dagskrá bæjarstjórnar núna.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Fundarhlé.
Bókun H-lista
Í fyrirliggjandi úrskurði taldi nefndin að aðalskipulag sveitarfélagsins gerði ráð fyrir deiliskipulagningu athafnasvæða og hafnarsvæða áður en byggingarleyfisumsókn sé samþykkt og því sé ekki heimilt að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn og aðaluppdrætti á þessum svæðum líkt og gert var í því tilviki. Fyrir liggur að sátt hefur verið um það að afgreiða mál með þessum hætti á öðrum svæðum í sveitarfélaginu þrátt fyrir fyrirliggjandi orðlag í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nú síðast í ágúst 2022, en einnig fyrr á þessu ári, þar sem samþykkt var að grenndarkynna lóðarumsóknir með sama hætti og í því máli sem úrskurðurinn fjallar um. Hér er því ekki um að ræða áfellisdóm yfir málsmeðferð sveitarfélagsins í þessu einstaka máli heldur málsmeðferð sveitarfélagsins í þessum málum frá því að aðalskipulagið var samþykkt árið 2002. Á þessum mistökum verða núverandi og fyrrum bæjarfulltrúar, sem tekið hafa þátt í að samþykkja þessa málsmeðferð, sem og starfsmenn sveitarfélagsins að læra af og taka með sér og miða við þegar það horft er til framtíðar og til nýrra áforma sem munu koma á borð sveitarfélagins og varða uppbyggingu í sveitarfélaginu á athafnar- og hafnarsvæðum.
Gríðarleg tækifæri eru í dag og til lengri framtíðar til atvinnuuppbyggingu á svæðinu byggða á þeim möguleikum sem felast í þörungavinnslu og sjálfbærri nýtingu sjávarafurða úr Breiðafirði. H-listinn vill að sveitarfélagið verði leiðandi í þeirri vegferð og vill koma til móts við framtíðina sem fyrst með því að koma á fót umhverfisvænni atvinnuuppbyggingu þörungavinnslu á svæðinu þannig að hægt sé að hefja framleiðslu á vörum með jákvæðum umhverfisáhrifum. Um það ríkir almenn sátt í samfélaginu.
H-listinn
Ragnar Ingi Sigurðsson
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Þórhildur Eyþórsdóttir
Steinunn Magnúsdóttir
Til máls tóku:HH,JBJ,RIS og RMR
Bókun:
Undirrituð furða sig á því að ekki hafi verið boðað til sérstaks bæjarstjórnarfundar eftir að úrskurðurinn lá fyrir. Málið hefur verið kynnt í nefndum bæjarins en er fyrst að koma á dagskrá bæjarstjórnar núna.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Fundarhlé.
Bókun H-lista
Í fyrirliggjandi úrskurði taldi nefndin að aðalskipulag sveitarfélagsins gerði ráð fyrir deiliskipulagningu athafnasvæða og hafnarsvæða áður en byggingarleyfisumsókn sé samþykkt og því sé ekki heimilt að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn og aðaluppdrætti á þessum svæðum líkt og gert var í því tilviki. Fyrir liggur að sátt hefur verið um það að afgreiða mál með þessum hætti á öðrum svæðum í sveitarfélaginu þrátt fyrir fyrirliggjandi orðlag í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nú síðast í ágúst 2022, en einnig fyrr á þessu ári, þar sem samþykkt var að grenndarkynna lóðarumsóknir með sama hætti og í því máli sem úrskurðurinn fjallar um. Hér er því ekki um að ræða áfellisdóm yfir málsmeðferð sveitarfélagsins í þessu einstaka máli heldur málsmeðferð sveitarfélagsins í þessum málum frá því að aðalskipulagið var samþykkt árið 2002. Á þessum mistökum verða núverandi og fyrrum bæjarfulltrúar, sem tekið hafa þátt í að samþykkja þessa málsmeðferð, sem og starfsmenn sveitarfélagsins að læra af og taka með sér og miða við þegar það horft er til framtíðar og til nýrra áforma sem munu koma á borð sveitarfélagins og varða uppbyggingu í sveitarfélaginu á athafnar- og hafnarsvæðum.
Gríðarleg tækifæri eru í dag og til lengri framtíðar til atvinnuuppbyggingu á svæðinu byggða á þeim möguleikum sem felast í þörungavinnslu og sjálfbærri nýtingu sjávarafurða úr Breiðafirði. H-listinn vill að sveitarfélagið verði leiðandi í þeirri vegferð og vill koma til móts við framtíðina sem fyrst með því að koma á fót umhverfisvænni atvinnuuppbyggingu þörungavinnslu á svæðinu þannig að hægt sé að hefja framleiðslu á vörum með jákvæðum umhverfisáhrifum. Um það ríkir almenn sátt í samfélaginu.
H-listinn
Ragnar Ingi Sigurðsson
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Þórhildur Eyþórsdóttir
Steinunn Magnúsdóttir
Umhverfis- og náttúruverndarnefnd - 2. fundur - 27.09.2023
Að beiðni nefndarmanns er frágangur á framkvæmdasvæðinu við Nesveg 22a tekinn til umræðu.
Lagt fram til kynningar og umræðu.