Fara í efni

Bæjarráð

31. fundur 24. mars 2025 kl. 14:15 - 17:14 í bæjarráðssal
Nefndarmenn
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir formaður
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðalmaður
  • Ragnar Már Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrefna Gissurardóttir
  • Gyða Steinsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Gyða Steinsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd - 28

Málsnúmer 2503001FVakta málsnúmer

Lögð fram 28. fundargerð skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Skóla- og fræðslunefnd - 19

Málsnúmer 2503002FVakta málsnúmer

Lögð fram 19. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Lagt fram til kynningar.
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir víkur af fundi.

3.Umsókn um lóð - Lóð N í Víkurhverfi

Málsnúmer 2502027Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Páls Vignis Þorbergssonar f.h. Þ.B. Borgar ehf. um lóð N í Víkurhverfi.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Þ.B. Borg ehf. lóð N í Víkurhverfi.
Steinunn mætir á fund.

4.Umsókn um lóð - Bauluvík 1

Málsnúmer 2503015Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Barkar Grímssonar f.h. Stólpi ehf. um Bauluvík 1.
Bæjarráð samþykkir að úthluta Stólpa ehf. lóðina að Bauluvík 1 í Víkurhverfi.

5.Fundargerðir - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 972. fundar stjórnar Sambandsins frá 11. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 229. fundar breiðafjarðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

7.Golfklúbburinn Mostri - Ársskýrsla 2024

Málsnúmer 2502025Vakta málsnúmer

Ársskýrsla Golfklúbbsins Mostra lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

8.Samúðarkveðja til Örebro

Málsnúmer 2503004Vakta málsnúmer

Lögð fram samúðarkveðja sem bæjarstjóri sendi fyrir hönd bæjarstjórnar til Örebro, sem er vinabær sveitarfélagsins, í kjölfar voðaverkanna sem áttu sér stað í byrjun febrúar, ásamt þakkarbréfi frá Örebro.
Lagt fram til kynningar.

9.Fyrirspurn um samstarf

Málsnúmer 2503005Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn um samstarf frá samtökunum Landsbyggðin lifi.
Lagt fram til kynningar.

10.Umsókn um námvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 2502024Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um námvist utan lögheimilissveitarfélags, ásamt umsögn Grunnskólans í Stykkishólmi og Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Bæjarráð veitir bæjarstjóra fullnaðarumboð til að afgreiða erindið í samræmi við umræður á fundinum.

11.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms auglýsti þann 14. febrúar, eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar. Umsóknarfrestur var til og með 9. mars. Lagðar eru fram styrkumsóknir sem bárust á auglýstum tíma.
Bæjarráð vísar málinu til næsta fundar ráðsins.

12.Umsagnarbeiðni - Rekstur gististaðar, Bygghamar

Málsnúmer 2503006Vakta málsnúmer

Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Bygghamars ehf. um nýtt rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, frístundahús sem reka á sem Bygghamar, að Lyngholti, Helgafellssveit, 341 Stykkishólmur.
Bæjarráð hefur ekki athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

13.Sjálfbærnistefna Snæfellsness

Málsnúmer 2402022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá verkefnastjóra Umhverfisvottunar Snæfellsness.
Bæjarráð vísar málinu frekari vinnslu og óskar eftir kynningu á verkefninu frá verkefnisstjóra.

14.Gjaldskrá - Salerni

Málsnúmer 2503010Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir salerni á hafnarsvæði.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir salerni á hafnarsvæði og vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn

15.Sala á húsnæði - Skúlagata 9

Málsnúmer 2409019Vakta málsnúmer

Lagt fram óformlegt tilboð í íbúð við Skúlagötu 9, ásamt tengdum gögnum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga með vísan til fyrirliggjandi gagna og leggja samning fyrir bæjarráð.

16.Skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2308015Vakta málsnúmer

Skipurit sveitarfélagsins tekið til umræðu á ný og lögð fram tillaga bæjarstjóra að breytingum á skipuriti.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

17.Samstarf sveitarfélagsins við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi

Málsnúmer 2405005Vakta málsnúmer

Á 29. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi frá Félagi atvinnulífs í Stykkishólmi þar sem óskað var eftir áframhaldandi samstarfi við sveitarfélagið. Bæjarráð samþykkti áframhaldandi samstarf við Félag atvinnulífs og fól bæjarstjóra að gera tillögu að samstarfssamningi til 3ja ára. Lögð eru fram drög að samningi.



Bæjarráð fól, á 30. fundi sínum, bæjarstjóra að funda með forsvarsmönnum Félags atvinnulífs í Stykkishólmi og ganga frá samningi við félagið og leggja til samþykktar hjá bæjarráði.
Bæjarráð vísar málinu til næsta fundar.

18.Samþykkt fyrir byggðasamlag um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Málsnúmer 2501015Vakta málsnúmer

Lögð fram ný samþykkt fyrir byggðasamlag um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.



Bæjarstjórn vísaði, á 32. fundi sínum, samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

19.Nýrækt - deiliskipulagsbreyting 2025

Málsnúmer 2409022Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Nýræktar. Skipulagsfulltrúi leggur fram óverulega breytingu þar sem byggingarreitur á skógræktarlóð er færður til og bílastæði til samræmis vegna byggingar á lóðinni.



Á 24. fundi skipulagsnefndar 17. sept. 2024 var veitt heimildi til að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Nýræktar 2015 m.s.br. vegna fyrirhugaðar byggingu allt að 120 m2 þjónustuhúss á skógræktarlóð.



Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á 25. fundi sínum 2. sept. 2024.



Skipulagsnefnd samþykkti, á 28. fundi sínum, óverulega breytingu á deiliskipulagi Nýræktar og í ljósi þess að framlögð tillaga að breytingu deiliskipulaginu er samvinnuverkefni sveitarfélagsins og Skógræktarfélags Stykkishólms telur nefndin ekki þörf á að grenndarkynna tillöguna enda taldi nefndin að henni fylgi ekki skerðing eða röskun á grenndarhagsmunum annarra. Með vísan til þessa samþykkti skipulagsnefnd framlagða deiliskipulagsbreytingu og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

20.Götuskilti

Málsnúmer 2503007Vakta málsnúmer

Formaður skipulagsnefndar gerði, á 28. fundi skipulagsnefndar, grein fyrir hugmyndum sínum að áherslum á umferðarmerkjum í sveitarfélaginu.



Skipulagsnefnd lagði til við bæjarráð að farið verði í vinnu við að yfirfara þörf á skiltum s.s. götuheiti og húsnúmer við botnlanga, ásamt öðrum umferðarmerkjum, t.d. biðskyldumerki frá hliðargötum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að leita tilboða í vinnu við umrædda úttekt.

21.Agustsonreitur - skipulagsbreyting

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram umsagnir og athugasemdir eftir kynningu vinnslutillögu fyrir Agustsonreit.



Vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og deiliskipulagstillögu í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga, var í kynningu frá 7. febrúar til og með 7. mars sl.



Tillögur bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum og frá íbúum í nágrenni skipulagssvæðisins.



Athugasemdir og umsagnir og drög að svörum voru kynntar fyrir nefndarmönnum skipulagsnefndar á 28. fundi nefndarinnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

22.Deiliskipulagsbreyting vegna Þinghúshöfða

Málsnúmer 2408034Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Þinghúshöfða.



Tillagan hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og var hún kynnt eigendum Skólastígs 8 og 10. Eigendur Skólastígs 10 gerðu ekki athugasemdir við breytinguna en eigendur Skólastígs 8 gerðu athugasemd varðandi breytinguna.



Skipulagsfulltrúi lagði, á 28. fundi skipulagsnefndar, fram tillögu að bókun/svari v/athugasemdarinnar.



Skipulagsnefnd taldi ekki þörf á að bregðast við framlagðri athugasemd/ábendingu við afgreiðslu málsins og samþykkti fyrirliggjandi tillögu að svari sveitarfélagsins. Með vísan til þessa samþykkti skipulagsnefnd framlagða deiliskipulagsbreytingu eins og hún liggur fyrir að lokinni grenndarkynningu og lagði til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar. Jafnframt er málinu vísað til bæjarstjórnar.

23.Úttekt á kennslumagni Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2501011Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skóla- og fræðslunefndar var lögð fram skýrsla Ásgarðs skólaráðgjafaþjónustu vegna úttektar á úthlutun á kennslumagni og sérkennslu/stuðningi við Grunnskólanum í Stykkishólmi í samræmi við tillögur og hugmyndir í stefnumörkun og áherslum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2025.



Farið var yfir skýrslu Ásgarðs skólaráðgjafarþjónustu og rætt var um viðmið kennslumagns, stoðþjónustu, aðstoð við kennara og aðstoð við nemendur inn í bekk. Einnig var rætt um innra mat skólansog aukina aðkomu Ásgarðs skólaráðgjafar að leikskólanum.



Skóla- og fræðslunefnd samþykkti tvær neðan greindar tillögur.



1. Skóla- og fræðslunefnd samþykti meðfylgjandi viðmið um úthlutun á kennslumagni og að úthlutun á grunnkennslumagni fari framvegis fram samkvæmt þeim. Úthlutun á kennslumagni til grunnskólans skal byggja á áætlun skólastjóra um nemendafjölda frá 1. mars ár hvert.



2. Skóla- og fræðslunefnd samþykkti að stofna starfshóp um fyrirkomulag úthlutunar á stoðþjónustu allra barna í sveitarfélaginu. Starfshópnum er ætlað að skila tillögu til skóla- og fræðslunefndar 1. nóvember 2025. Í hópnum verði deildarstjóri stoðþjónustu grunnskólans og sérkennslustjóri leikskólans auk verkefnastjóra frá skólaráðgjafarþjónustunni Ásgarði. Skólastjórnendur skólanna verði til samráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar og vísað henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð óskar eftir fundi með skólastjóra varðandi skýrslu Ásgarðs.

24.Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2010002Vakta málsnúmer

Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er áhersla lögð á að koma til móts við húsnæðisþörf Grunnskólans í Stykkishólmi. Bæjarstjóri gerði á 19. fundi skóla- og fræðslunefnar grein fyrir áætlunum sveitarfélagsins í þeim efnum. Skóla- og fræðslunefnd fagnaði áætlunum sveitarfélagsins og taldi tímabært er að skólinn fái aukið rými. Með auknum húsakosti skapast spennandi tækifæri m.a. til skólaþróunar.



Lagður er fram kaupsamningur og afsal um kaup á húseiningum til staðfestingar, en sveitarfélagið átti hæsta boð í lausar húseiningar sem Reykjavíkurborg var að selja við Dalskóla í Úlfarsárdal.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar. Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi kaupsamning og afsal um kaup á lausum húseiningum, fyrirliggjandi staðsetningar þeirra (við grunnskóla, við íþróttahús, í skógrækt, við flugstöð og á Stykkishólmshöfn) og felur starfsfólki sveitarfélagsins að halda áfram með þann undirbúning sem nauðsynlegur er til þess að tryggja eftir fremsta megni að hægt verði að að hefja starfsemi í mannvirkjunum sem tengjast skólastarfi við upphaf næsta skólaárs.

Samþykkt með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Ragnar Már Ragnarsson, bæjarfulltrúi Í-lista situr hjá.
Inná fundinn mæta:

Fyrir hönd Stólpa ehf. Börkur Grímsson og Rúnar Höskuldsson

Aðrir gestir úr skipulagsnefnd og úr bæjarstjórn mættu: Haukur Garðarsson, Hilmar Hallvarðsson, Arnar G. Ævarsson, Gretar D. Pálsson, Kári G. Jensson, og Aron B. Valgeirsson auk starfsmanna sveitarfélagsins.

25.Áform um uppbyggingu í Víkurhverfi

Málsnúmer 2503017Vakta málsnúmer

Lagðar fram hugmyndir Stólpa ehf., unnar af Betteríinu arkitektum, að uppbyggingu íbúða á Bauluvík 1 í Víkurhverfi.



Til fundar við bæjarráð mæta fulltrúar fyrirtækisins til að gera grein fyrir verkefninu ásamt því að fulltrúum í skipulagsnefnd er boðið að sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð fagnar fyrirliggjandi áformum og vísar áforumum um breytingar á skipulagi til vinnslu í skipulagsnefnd.


Gestir véku af fundi

Fundi slitið - kl. 17:14.

Getum við bætt efni síðunnar?