Fara í efni

Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi

Málsnúmer 2010002

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 111. fundur - 04.11.2020

Lögð fram afgreiðsla skóla- og fræðslunefndar vegna húsnæðismála Grunnskólans, greinargerð skólastjóra og áskorun frá kennurum skólans. Einnig er lagt fram minnisblað og tillaga bæjarstjóra ásamt minnisblöðum forstöðumanns Amtsbókasafns.

Bæjarráð samþykkti, á 619. fundi sínum, að vísa minnisblaði og tillögu bæjarstjóra til umsagnar í skóla- og fræðslunefnd og safna- og menningarmálanefnd
Safna- og menningarmálanefnd fagnar því hversu vel salurinn í Amtsbókasafninu hefur verið nýttur eins og fram kemur í minnisblaði forstöðumanns Amtsbókasafnsins.

Safna- og menningarmálanefnd hefur skilning á því að leysa þurfi húsnæðisvanda en lýsir jafnframt yfir áhyggjum af því að bráðabirgðarlausnir standi oft til lengri tíma. Nefndin gerir að öðru leyti ekki athugasemd við minnisblað og tillögur bæjarstjóra en ítrekar að hér sé um tímabundna bráðabirgðarlausn að ræða. Ennfremur hvetur nefndin til skipulagsbreytinga á efri hæð Grunnskólans svo nýta megi húsnæðið betur. Nefndin stefnir að því að taka málið aftur til umfjöllunar næsta vor.

Skóla- og fræðslunefnd - 187. fundur - 10.11.2021

Skólastjóri Gunnskólans í Stykkishólmi, Berglind Axelsdóttir, og Ragnar Ingi kynna fyrir skóla- og fræðslunefnd tillögur húsnæðisnefndar sem skólastjóri skipaði.
Húsnæðisnefndin telur að það myndi alltaf vanta eina stofu þó svo að allar framkomnar lausnir innanhúss væru teknar til greina, auk kennslurýmis í bókasafni (sem er núna nýtt til bráðabirgða). Slíkt myndi ekki leysa húsnæðisvanda skólans til framtíðar. Kennsluhættir eru orðnir fjölbreyttari en áður var og það kallar á meira rými en áður.

Spurt var um nýtingu á sérkennslustofum, t.d. textílmenntastofu o.fl. Svörin voru á þá leið að með innanhúss tilfæringum (sem voru til skoðunar í ýmsum útgáfum) yrði alltaf eitthvað eða einhverjir út undan.

Nokkrar umræður urðu um málið en afgreiðslu var frestað. Bent er á að sem fyrst þurfi að funda með kjörnum fulltrúum, starfsmönnum og skólanefnd, og að næsti fundur nefndarinnar er í desember og er helgaður málefnum grunnskóla.

Bæjarráð - 633. fundur - 11.11.2021

Skólastjóri Gunnskólans í Stykkishólmi, Berglind Axelsdóttir, og Ragnar Ingi kynntu fyrir skóla- og fræðslunefnd, á 187. fundi nefndarinnar, tillögur húsnæðisnefndar sem skólastjóri skipaði.

Var það mat húsnæðisnefndar að alltaf myndi vanta eina stofu þó svo að allar framkomnar lausnir innanhúss væru teknar til greina, auk kennslurýmis í bókasafni (sem er núna nýtt til bráðabirgða). Slíkt myndi ekki leysa húsnæðisvanda skólans til framtíðar. Kennsluhættir eru orðnir fjölbreyttari en áður var og það kallar á meira rými en áður.
Bæjarráð óskar eftir kynningu frá Grunnskólanum varðandi húsnæðismálin og að Fannar byggingafulltrúi komi á næsta bæjarráðsfund.

Skóla- og fræðslunefnd - 188. fundur - 07.12.2021

Skólastjóri Gunnskólans í Stykkishólmi, Berglind Axelsdóttir, og Ragnar Ingi kynntu fyrir skóla- og fræðslunefnd, á 187. fundi nefndarinnar, tillögur húsnæðisnefndar sem skólastjóri skipaði. Var það mat grunnskólans að alltaf myndi vanta eina stofu þó svo að allar framkomnar lausnir innanhúss væru teknar til greina, auk kennslurýmis í Amtsbókasafni (sem er núna nýtt til bráðabirgða). Myndu þær breytingar því ekki leysa húsnæðisvanda skólans til framtíðar, m.a. þar sem kennsluhættir eru orðnir fjölbreyttari en áður var og það kallar á meira rými.

Fannar Þór Þorfinnsson, byggingarfulltrúi Stykkishólmsbæjar, kemur til fundar og ræðir húsnæðismál Grunnskólans ástamt skólastjóra.
Fannar mætir á Teams og ræddi stöðuna vegna kennslurýmis í Amtsbókasafninu. Fyrir liggja kostnaðartölur um opnanleg fög og breytingar á lýsingu og hljóðvist í kennslustofunni í Amtsbókasafninu.

Bæjarráð - 638. fundur - 24.03.2022

Skólastjóri Gunnskólans í Stykkishólmi, Berglind Axelsdóttir, og Ragnar Ingi kynntu fyrir skóla- og fræðslunefnd, á 187. fundi nefndarinnar, tillögur húsnæðisnefndar sem skólastjóri skipaði. Var það mat húsnæðisnefndar að alltaf myndi vanta eina stofu þó svo að allar framkomnar lausnir innanhúss væru teknar til greina, auk kennslurýmis í bókasafni (sem er núna nýtt til bráðabirgða). Slíkt myndi ekki leysa húsnæðisvanda skólans til framtíðar. Kennsluhættir eru orðnir fjölbreyttari en áður var og það kallar á meira rými en áður. Bæjarráð óskaði, á 633. fundi sínum, eftir kynningu frá Grunnskólanum varðandi húsnæðismálin.

Að beiðni Lárusar Ástmars Hannessonar, bæjarfulltrúa, er málið tekið til umræðu í bæjarráði.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnu í bæjarráði.Bæjaráð óskar eftir fulltrúum frá Grunnskólanum og gera grein fyrir húsnæðisþörf Grunnskólans.

Skóla- og fræðslunefnd - 192. fundur - 05.04.2022

Húsnæðismál Grunnskólans í Stykkishólmi rædd m.t.t. sameiningar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Húsnæðismál grunnskóla voru mjög til umræðu á kjörtímabilinu í skóla- og fræðslunefnd. Í sameiningartillögunni stóð: "Stefnt verði að viðbyggingu norðaustan megin við grunnskólann sem myndi hýsa Tónlistarskóla Stykkishólms og Félagsmiðstöðina X-ið ásamt því að mæta aukinni rýmisþörf grunnskólans og Regnbogalands."

Þessi hugmynd var rædd og bæjarstjóri ræddi stöðu málsins. Miðað við núverandi húsnæðisþarfir þarf að endurskoða eldri hugmyndir um viðbygginguna til norðausturs.

Bæjarráð - 639. fundur - 07.04.2022

Berglind Axelsdóttir skólastjóri Grunnskólans kom inn á fundinn.
Skólastjóri Gunnskólans í Stykkishólmi, Berglind Axelsdóttir, og Ragnar Ingi kynntu fyrir skóla- og fræðslunefnd, á 187. fundi nefndarinnar, tillögur húsnæðisnefndar sem skólastjóri skipaði. Var það mat húsnæðisnefndar að alltaf myndi vanta eina stofu þó svo að allar framkomnar lausnir innanhúss væru teknar til greina, auk kennslurýmis í bókasafni (sem er núna nýtt til bráðabirgða). Slíkt myndi ekki leysa húsnæðisvanda skólans til framtíðar. Kennsluhættir eru orðnir fjölbreyttari en áður var og það kallar á meira rými en áður. Bæjarráð óskaði, á 633. fundi sínum, eftir kynningu frá Grunnskólanum varðandi húsnæðismálin.

Að beiðni Lárusar Ástmars Hannessonar, bæjarfulltrúa, var málið tekið til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð vísar þá málinu til frekari vinnu í bæjarráði og óskaði eftir fulltrúum frá Grunnskólanum og gera grein fyrir húsnæðisþörf Grunnskólans.
Bæjarráð þakkar Berglindi skólastjóra fyrir kynninguna. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við skólastjóra Grunnskólans.
Berglind vék af fundi.

Skóla- og fræðslunefnd - 19. fundur - 18.03.2025

Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er áhersla lögð á að koma til móts við húsnæðisþörf Grunnskólans í Stykkishólmi. Bæjarstjóri gerir grein fyrir áætlunum sveitarfélagsins í þeim efnum.
Jakob fór yfir áætlun sveitarfélagsins í húsnæðismálum grunnskólans.

Skóla- og fræðslunefnd fagnar áætlunum sveitarfélagsins. Löngu tímabært er að skólinn fái aukið rými. Með auknum húsakosti skapast spennandi tækifæri m.a. til skólaþróunar.

Bæjarráð - 31. fundur - 24.03.2025

Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er áhersla lögð á að koma til móts við húsnæðisþörf Grunnskólans í Stykkishólmi. Bæjarstjóri gerði á 19. fundi skóla- og fræðslunefnar grein fyrir áætlunum sveitarfélagsins í þeim efnum. Skóla- og fræðslunefnd fagnaði áætlunum sveitarfélagsins og taldi tímabært er að skólinn fái aukið rými. Með auknum húsakosti skapast spennandi tækifæri m.a. til skólaþróunar.



Lagður er fram kaupsamningur og afsal um kaup á húseiningum til staðfestingar, en sveitarfélagið átti hæsta boð í lausar húseiningar sem Reykjavíkurborg var að selja við Dalskóla í Úlfarsárdal.
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar. Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi kaupsamning og afsal um kaup á lausum húseiningum, fyrirliggjandi staðsetningar þeirra (við grunnskóla, við íþróttahús, í skógrækt, við flugstöð og á Stykkishólmshöfn) og felur starfsfólki sveitarfélagsins að halda áfram með þann undirbúning sem nauðsynlegur er til þess að tryggja eftir fremsta megni að hægt verði að að hefja starfsemi í mannvirkjunum sem tengjast skólastarfi við upphaf næsta skólaárs.

Samþykkt með tveimur atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa H-lista. Ragnar Már Ragnarsson, bæjarfulltrúi Í-lista situr hjá.

Bæjarstjórn - 34. fundur - 27.03.2025

Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er áhersla lögð á að koma til móts við húsnæðisþörf Grunnskólans í Stykkishólmi. Bæjarstjóri gerði á 19. fundi skóla- og fræðslunefnar grein fyrir áætlunum sveitarfélagsins í þeim efnum. Skóla- og fræðslunefnd fagnaði áætlunum sveitarfélagsins og taldi tímabært að skólinn fengi aukið rými. Með auknum húsakosti skapast spennandi tækifæri m.a. til skólaþróunar.



Lagður er fram kaupsamningur og afsal um kaup á húseiningum til staðfestingar, en sveitarfélagið átti hæsta boð í lausar húseiningar sem Reykjavíkurborg var að selja við Dalskóla í Úlfarsárdal.



Bæjarráð tók, á 31. fundi sínum, undir afgreiðslu skóla- og fræðslunefndar og staðfesti fyrirliggjandi kaupsamning og afsal um kaup á lausum húseiningum, fyrirliggjandi staðsetningar þeirra (við grunnskóla, við íþróttahús, í skógrækt, við flugstöð og á Stykkishólmshöfn) og fól starfsfólki sveitarfélagsins að halda áfram með þann undirbúning sem nauðsynlegur er til þess að tryggja eftir fremsta megni að hægt verði að að hefja starfsemi í mannvirkjunum sem tengjast skólastarfi við upphaf næsta skólaárs.



Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með fjórum atkvæðum Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, Þórhildar Eyþórsdóttur, Ragnars Inga Sigurðssonar og Þrastar Inga Auðunssonar, bæjarfulltrúa H-listans.

Ragnar Már Ragnarsson, Haukur Garðarsson og Heiðrún Höskuldsdóttir, bæjarfulltrúar Í-lista, sitja hjá við afgreiðslu málsins.


Til máls tóku: RMR, JBSJ, ÞE, SIM og HG.


Bókun bæjarfulltrúa Í-listans:
Undirrituð fagna því að til standi að bæta þann húsnæðisvanda sem Grunnskólinn hefur staðið frammi fyrir í fjölda mörg ár. Hins vegar gerum við alvarlegar athugasemdir við hvernig stað var að undirbúning verksins. Engin þarfagreining hefur verið gerð varðandi húsnæðisþörf skólans, engar teikningar af fyrirhuguðu húsnæði liggja fyrir né kostnaðaráætlun vegna þessarar útfærslu sem er ekki í samræmi við fjárhagsáætlun sem samþykkt var í desember. Undirrituð vita ekki til þess að sótt hafi verið um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni.

Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.

Haukur Garðarsson
Heiðrún Höskuldsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson


Bókun bæjarfulltrúa H-listans:

Bókun vegna húsnæðismála Grunnskólans í Stykkishólmi:
Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, sem aðeins bæjarfulltrúar H-listans samþykktu, var forgangsatriði að mæta brýnni húsnæðisþörf Grunnskólans í Stykkishólmi. Hafa bæjarfulltrúar Í-listans fylgt afstöðu sinni til fjárfestinga sveitarfélagsins á þessu ári með því að samþykkja ekki viðauka við fjárhagsáætlun og greiða atkvæði gegn lántöku sveitarfélagsins, sem er jú forsenda fjárfestinga af hálfu sveitarfélagsins.

Þrátt fyrir að bæjarfulltrúar Í-listans telji í orði að nauðsynlegt sé að koma til móts við húsnæðisþörf grunnskólans, líkt og flestar þær fjárfestingar sem eru á áætlun, þá sýna þeir það þó ekki á borði.

Bæjarfulltrúar H-listans lýsa vonbrigðum með afstöðu bæjarfulltrúa Í-lista gagnvart fjárfestingum og lántökum sveitarfélagsins, þ.m.t. framgöngu þeirra við að mæta húsnæðisþörf grunnskólans, m.a. kaupum sveitarfélagsins á umræddum húseiningum. Fulltrúar H-listans vilja að lokum þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góð störf við að tryggja framgang þessa verkefnis og harma gagnrýni bæjarfulltrúa Í-listans á störfum starfsmanna sveitarfélagsins.

Steinunn Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þröstur Auðunsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Getum við bætt efni síðunnar?