Bæjarráð
1.Safna- og menningarmálanefnd - 113
2.Ungmennaráð - 17
3.Skóla- og fræðslunefnd - 182
4.Skipulags- og bygginganefnd - 249
5.Umferðaröryggisáætlun Stykkishólmsbæjar 2020-2024
Málsnúmer 1907010Vakta málsnúmer
Til fundar við bæjarráð kemur Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur, M.Sc., frá VSÓ ráðgjöfum, og gerir grein fyrir áætluninni.
Þá eru lögð fram umsögn ungmennaráðs.
6.Öryggisieftirlit við stofnanir Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 2008019Vakta málsnúmer
7.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar
Málsnúmer 2103006Vakta málsnúmer
8.Lóðablöð - Hjallatangi 1,1a og 1b.
Málsnúmer 2008011Vakta málsnúmer
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
9.Aðalfundarboð 2021
Málsnúmer 2103003Vakta málsnúmer
Bæjarráð staðfestir umboð bæjarstjóra til að fara með atkvæðisrétt á fundum heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands.
10.Gönguleiðir og forgangsröðun göngustíga
Málsnúmer 1904037Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráð eru lögð vinnudrög að gönguleiðum og stígum í umhverfi Stykkishólms í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs, ásamt umsögnum fastanefnda.
11.Sæmundarreitur 5 - Lóðarleigusamningur
Málsnúmer 2103009Vakta málsnúmer
12.Verklagsreglur um öryggisbresti í persónuvernd
Málsnúmer 2103018Vakta málsnúmer
13.Mögulegar viðræður um sameiningu - Dalabyggð
Málsnúmer 2103021Vakta málsnúmer
Afgreiðslu bæjarráðs vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
14.Endurgerð lóðar við Gunnskóla Stykkishólms og Amtsbókasafn Stykkishólm
Málsnúmer 1902014Vakta málsnúmer
15.Áskorun um endurákvörðun álagningar stöðugjalda
Málsnúmer 2103022Vakta málsnúmer
16.Landey SH 59, skipanr. 2652 - forkaupsréttur
Málsnúmer 2103025Vakta málsnúmer
17.Selfell SH-36 - forkaupsréttur
Málsnúmer 2103039Vakta málsnúmer
Einnig er lagður fram kaupsamningur frá Þorsteini.
18.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi - Nesvegur 12
Málsnúmer 2010006Vakta málsnúmer
Á 624. fundi bæjarráðs var tekið jákvætt í fyrirhuguð áform og hvatti bæjarráð bréfritara til þess að senda inn breytingartillögu á fyrirliggjandi deiliskipuagi, ásamt þeim upplýsingum sem skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir, í samræmi við fyrirhuguð byggingaráform, en vísaði að öðru leyti til fyrri svara og bókana nefnda sveitarfélagsins, þ.m.t. bókun bæjarráðs þar sem mælst var til þess að heildarhæð skv. núverandi skipulagi haldist áfram óbreytt óháð staðsetningu innan byggingarreits.
Á 249. fundi sínum tók skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi fyrir eigendum húsa við Neskinn 1, 3a, 3b, 5, 7 og fyrir Nesvegi 14, 17a og 17b, þegar að fullnægjandi gögn hafa borist til skipulagsfulltrúa.
Bæjarráð bendir á að fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist Stykkishólmsbæ í síðasta lagi 22. mars nk. þannig að mögulegt sé að taka endanlega afstöðu til erindisins í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar 25. mars nk.
19.Beiðni og athugasemdir varðandi skipulagsmál og framkvæmdir á svæði við Ytri höfða í Stykkishólmi (Sæmundarreitur)
Málsnúmer 1907013Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í að skoða lóðarstækkun í tengslum við hugsanlega breytingu á húsnæðinu, sbr. tölvupóst. Bent er á að breyta þarf deiliskipulagi ef til þess kemur.
Á árinu 2020 var gerð breyting á deiliskipulaginu þar sem gerð var breyting að aðskomu að Sæmundarreit þannig að í stað aðkomu norðaustan við lóð Reitarvegs 12 er gert ráð fyrir nýrri aðkomu milli lóða 2 og 4 við Sæmundarreit. Einnig var gatan stytt og gerð að vistgötu. Hvað lóðarhafa við Sæmundarreit 5a varðar þá var jafnframt gerð breyting á aðkomu að lóðinni við skipulagsbreytinguna, en aðkoma að lóð Sæmundarreitar 5a var gerð að akfærum göngustíg.
Bæjarráð bendir jafnframt á að á árinu 2020 fóru fram gatnaframkvæmdir og lagnavinna, sem byggðar voru á fyrirliggjandi skipulagi og verkteikningum. Í þeirri vinnu var ekki gert ráð fyrir breyttri notkun á Sæmundarreit 5a. Ef fallist verður að umbeðnar hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi felur það í sér grundvallar breytingu á forsendum bæjarins og kostnað í samræmi við auknar kröfur til gatnagerðar, lagnavinnu og aðkomu.
Bæjarráð telur, m.a. á grundvelli framangreinds, að ekki séu fyrir hendi forsendur til þess að taka jákvætt í erindið.
20.Breiðafjarðarferjan Baldur
Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer
Stykkishólmsbær gerir þá kröfu til samgönguyfirvalda, sem ábyrgð bera á öruggi samgangna, að málið verði tekið föstum tökum strax og öryggi þessarar þjóðleiðar um Breiðafjörð verði tryggt.
Samþykkt samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.
21.Hundagerði í Stykkishólmi
Málsnúmer 1811057Vakta málsnúmer
Afgreiðslu bæjarráðs er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
22.Stefna um gististaði á íbúðarsvæðum - Breyting á aðalskipulagi
Málsnúmer 1909016Vakta málsnúmer
Drög að tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 skv. 36. gr. skipulagslaga er lögð fram í bæjarráði.
23.Hamraendi 12
Málsnúmer 2103017Vakta málsnúmer
24.Sæmundarreitur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2102029Vakta málsnúmer
Húsið er byggt árið 1900 og var áður staðsett á Laugavegi 27-b í Reykjavík og verður flutt á lóðina Sæmundarreit nr. 8 í Stykkishólmi, en lóðin hét áður Sæmundarreitur nr. 5 skv. eldra deiliskipulagi.
Með erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 03.06.2018 en búið er að uppfæra uppdrætti miðað við breytt númer lóðar og fleira.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar á breytingunni. Byggingarfulltrúi vísaði erindinu til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd.
Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið. Byggingin er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
25.Silfurgata 24A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2103013Vakta málsnúmer
Með erindinu eru aðaluppdrættir unnir af Rerum / Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 07.03.2021 þar sem m.a. eru gerðar reyndarteikningar af núverandi húsi og geymsluskúr á lóð.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar fyrir breytingunum.
Bygingarfulltrúi vísaði erindi til skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 249. fundi sínum að grenndarkynna erindi samkvæmt 2. mgr. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigenda Silfurgötu 22.
26.Yfirlit útrása og tillögur að sameining fráveituútrása í Stykkishólmi - Maðkavík
Málsnúmer 1904044Vakta málsnúmer
Bæjarstjórir gerir bæjarráði grein fyrir mögulegum leiðum hvað framgang fráveitumála í Maðkavík varðar og stöðu annarra fráveituframkvæmda í Stykkishólmi samkvæmt fyrirliggjandi fjárfestingaráætlun Stykkishólmsbæjar.
27.Stefnumörkun í öldrunarþjónustu í Stykkishólmi
Málsnúmer 2103027Vakta málsnúmer
28.Stefna í málefnum nýrra íbúa
Málsnúmer 2103029Vakta málsnúmer
29.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Málsnúmer 2103028Vakta málsnúmer
30.Umsögn um rekstrarleyfi - Gistiver ehf
Málsnúmer 2102043Vakta málsnúmer
31.Leigufélagið Bríet ehf.
Málsnúmer 2011018Vakta málsnúmer
32.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd
Málsnúmer 2103030Vakta málsnúmer
33.Umsögn um frumvarp til laga um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur)
Málsnúmer 2102045Vakta málsnúmer
34.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna með síðari breytingum
Málsnúmer 2103007Vakta málsnúmer
35.Kennslukvóti fyrir skólaárið 2021-2022
Málsnúmer 2103038Vakta málsnúmer
36.Ægisgata 1 - Bréf frá Lagavörðunni og svarbréf bæjarstjóra
Málsnúmer 2006015Vakta málsnúmer
37.Fundargerð 191. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga
Málsnúmer 2103005Vakta málsnúmer
38.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands
Málsnúmer 2008023Vakta málsnúmer
39.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
40.Aðgerðaáætlun fyrir Vesturland fyrir sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 2103004Vakta málsnúmer
41.Fundargerðir stjórnar FSS
Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer
42.Fundur almannavarnanefndar 2. mars
Málsnúmer 2103010Vakta málsnúmer
43.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
Málsnúmer 2103023Vakta málsnúmer
44.Bókun skólastjórnenda á Snæfellsnesi
Málsnúmer 2102011Vakta málsnúmer
45.Fundargerðir stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi (Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands)
Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer
46.Heildarskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey
Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer
Styrkurinn er veittur til deiliskipulagsgerðar fyrir Súgandisey sem mun tryggja heilstæða sýn á þróun eyjunnar. Samhliða skipulagsáætlun mun vera unnið að útsýnissvæði í samræmi við vinningstillögu úr samkeppni, sem haldin var í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), og ber heitið Fjöregg, en Fjöreggið er útsýnisskúlptúr, útsýnispallur, upplifunar- og áningastaður allt í senn.
Jafnframt er lagt fram minnisblað ráðgjafa vegna skipulags á Súgandisey.
47.Sögu og menningararfur í Stykkishólmsbæ - Búðarnes og Hjallatangi
Málsnúmer 1905057Vakta málsnúmer
Á fundinum var tilkynnt um að styrkur hafi verið veittur til heildarhönnunar svæðisins við Búðarnes og Hjallatanga í Stykkishólmi á árunum 2021-2023 með það að markmiði að útbúin verði söguleið um svæðið þar sem saga Stykkishólms hófst.
Verkefnið er samstarfsverkefni Stykkishólmsbæjar og Minjastofnunar Íslands, enda er svæðið er ríkt af menningarminjum auk þess sem þar er mikil náttúrufegurð. Í Búðarnesi hófst verslunarsaga Stykkishólms og eru þar minjar tengdar verslun á svæðinu, þar á meðal friðlýstar búðatóftir.
48.Samgöngur á Snæfellsnesi - samráðsfundur um stöðu samgöngumála
Málsnúmer 2103008Vakta málsnúmer
Í erindi bæjarstjóra kemur fram að forgangsverkefni Snæfellinga í vegamálum snýr aðallega að uppbyggingu og endurbótum á Snæfellnesvegi nr. 54, þ.m.t. Skógarstrandarvegi, og áframhaldandi uppbyggingu hafna á Snæfellsnesi. Þá er jafnframt lögð fram erindi Lilju Bjargar Ágústsdóttur, formanns SSV og forseta sveitarstjórnar í Borgarbyggð, og Sigríðar Huldar Skúladóttur, sveitarstjórnarfulltrúa í Dalabyggð.
Fundi slitið.