Beiðni og athugasemdir varðandi skipulagsmál og framkvæmdir á svæði við Ytri höfða í Stykkishólmi (Sæmundarreitur)
Málsnúmer 1907013
Vakta málsnúmerBæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021
Baldur H.Úlfarsson óskar eftir lóðarstækkun um 5,5m í norð-austur og til vara 5,0m stækkun að göngustíg til að stækka útiverusvæði fyrir bekk og heitan pott þá í tengslum við að breyta fiskihjallinum í dvalarstað fyrir listafólk og skáld, sbr. tölvupóst dags. 21.02.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í að skoða lóðarstækkun í tengslum við hugsanlega breytingu á húsnæðinu, sbr. tölvupóst. Bent er á að breyta þarf deiliskipulagi ef til þess kemur.
Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í að skoða lóðarstækkun í tengslum við hugsanlega breytingu á húsnæðinu, sbr. tölvupóst. Bent er á að breyta þarf deiliskipulagi ef til þess kemur.
Á árinu 2020 var gerð breyting á deiliskipulaginu þar sem gerð var breyting að aðskomu að Sæmundarreit þannig að í stað aðkomu norðaustan við lóð Reitarvegs 12 er gert ráð fyrir nýrri aðkomu milli lóða 2 og 4 við Sæmundarreit. Einnig var gatan stytt og gerð að vistgötu. Hvað lóðarhafa við Sæmundarreit 5a varðar þá var jafnframt gerð breyting á aðkomu að lóðinni við skipulagsbreytinguna, en aðkoma að lóð Sæmundarreitar 5a var gerð að akfærum göngustíg.
Bæjarráð bendir jafnframt á að á árinu 2020 fóru fram gatnaframkvæmdir og lagnavinna, sem byggðar voru á fyrirliggjandi skipulagi og verkteikningum. Í þeirri vinnu var ekki gert ráð fyrir breyttri notkun á Sæmundarreit 5a. Ef fallist verður að umbeðnar hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi felur það í sér grundvallar breytingu á forsendum bæjarins og kostnað í samræmi við auknar kröfur til gatnagerðar, lagnavinnu og aðkomu.
Bæjarráð telur, m.a. á grundvelli framangreinds, að ekki séu fyrir hendi forsendur til þess að taka jákvætt í erindið.