Stefnumörkun í öldrunarþjónustu í Stykkishólmi
Málsnúmer 2103027
Vakta málsnúmerBæjarráð - 625. fundur - 18.03.2021
Lagt er til að stofnaður verði starfshópur um stefnumótun Stykkishólmsbæjar í málefnum aldraðra og að bæjarstjóra verði falið að undirbúa erindisbréf starfshópsins og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.
Bæjarstjórn - 398. fundur - 29.04.2021
Á 626. fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um stefnumótun Stykkishólmsbæjar í málefnum einstaklinga 60 .
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að stofnaður verði starfshópur í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf og vísaði skipun starfshópsins til bæjarstjórnar.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að stofnaður verði starfshópur í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf og vísaði skipun starfshópsins til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir verði starfshópur um stefnumótun í öldrunarþjónustu í Stykkishólmi í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.
Eftirtaldir eru kjörnir í starfshópinn:
-Sumarliði Ásgeirsson, formaður
-Hanna Jónsdóttir
-Ingveldur Eyþórsdóttir
Eftirtaldir eru kjörnir í starfshópinn:
-Sumarliði Ásgeirsson, formaður
-Hanna Jónsdóttir
-Ingveldur Eyþórsdóttir
Öldungaráð - 1. fundur - 28.11.2022
Lögð fram skýrsla starfshóps um stefnumörkun í málefnum einstaklinga 60 ára og eldri, erindisbréf og tillaga. Bæjarstjóri kemur til fundar við ráðið og gerir grein fyrir næstu skrefum og framkvæmdum við Skólastíg 14.
Rætt um uppbyggingaráætlun varðandi framkvæmdir á skólastíg 14 og hvenar þær munu fara af stað. Farið yfir teikningar og skýrslu um þær framkvæmdir og breytingar sem áætlaðar eru á skólastíg 14.