Safna- og menningarmálanefnd
Dagskrá
1.Norska Húsið - Yfirlit yfir faglegan rekstur
Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer
Forstöðumaður safna, Hjördís Pálsdóttir, gerir grein fyrir starfsemi Norska hússins - BSH undan farin misseri.
Forstöðumaður gerir nefndinni munnlega grein fyrir starfseminni.
2.Viðburðir og menningardagskrá - Danskir dagar o.fl.
Málsnúmer 2301020Vakta málsnúmer
Hjördís Pálsdóttir, formaður félags atvinnulífs í Stykkishólmi, gerir grein fyrir fyrirhuguðum viðburðum í sveitarfélaginu.
Hjördís Pálsdóttir, formaður félags atvinnulífs í Stykkishólmi, gerir grein fyrir fyrirhuguðum viðburðum í sveitarfélaginu og samvinnu við sveitarfélagið um verkefni félagsins.
3.Svæðisgarðinn Snæfellsnes - rekstur og starfsemi
Málsnúmer 2204002Vakta málsnúmer
Ragnhildur Sigurðardóttir kemur til fundar við safna- og menningarmálanefnd og gerir grein fyrir starfsemi Svæðisgarðsins.
Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes, gerir munnlega grein fyrir svæðisgarðinum, áhersluverkefnum 2023 og svarar spurningum.
4.Ársskýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi 2022
Málsnúmer 2305027Vakta málsnúmer
Lögð fram ársskýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi fyrir árið 2022.
Forstöðumaður gerir nefndinni grein fyrir fyrirliggjandi ársskýrslu Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi fyrir árið 2022 og svarar spurningum.
Safna- og menningarmálanefnd hvetur til þess að fundnar verði viðeigandi lausnir á þeim úrbótum sem brýnast er að ráðast í á húsnæðinu og fram koma í skýrslu forstöðumanns.
Safna- og menningarmálanefnd hvetur til þess að fundnar verði viðeigandi lausnir á þeim úrbótum sem brýnast er að ráðast í á húsnæðinu og fram koma í skýrslu forstöðumanns.
5.Starfsemi Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi - skýrsla og yfirferð
Málsnúmer 1910042Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi, forstöðumaður fer yfir starfsemi safnsins.
Forstöðumaður gerir nefndinni grein fyrir fyrirliggjandi greinargerð sinni og svarar spurningum.
6.Fundargerð Lista- og menningarsjóðs
Málsnúmer 2003005Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð stjórnar lista- og menningarsjóðs sem fundaði 10. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.
7.Yfirlýsing Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna
Málsnúmer 2305026Vakta málsnúmer
Lögð fram yfirlýsing SFA, Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna, um stöðu almenningsbókasafna á tímum niðurskurðar hjá sveitarfélögum.
Safna- og menningarmálanefnd tekur undir samfélagslegt mikilvægi almenningsbókasafna.
8.Stofnun Safnaklasa Vesturlands
Málsnúmer 2211026Vakta málsnúmer
Lagt fram boðsbréf á stofnfund klasa, safna, sýninga og setra á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
9.Starfsemi Eyrbyggjasögufélagsins
Málsnúmer 2210021Vakta málsnúmer
Fulltrúar Eyrbyggjasögufélagsins koma til fundar við nefndina og kynna verkefni félagsins.
Anna Melsteð gerir grein fyrir verkefninu fyrir hönd Eyrbyggjasögufélagsins.
10.Rokkhátíð í Stykkishólmi
Málsnúmer 2305023Vakta málsnúmer
Lögð fram hugmynd að rokkhátíð í Stykkishólmi. Fulltrúi hugmyndarinnar kemur á fund safna- og menningarmálanefndar og gerir grein fyrir hugmyndinni.
Safna og menningarmálanefns tekur jákvætt í hugmyndina og hvetur sveitarfélagið til að vinna hugmyndina áfram í samvinnu við félag atvinnulífs.
11.Menningarstefna sveitarfélagsins
Málsnúmer 1610018Vakta málsnúmer
Lögð fram Menningarstefna Sveitarfélagsins Stykkishólms og tekin til umfjöllunar, en markmið menningarstefnunnar er að leggja rækt við og styðja menningarlega vitund íbúa og þar með innviði samfélagsins. Samkvæmt stefnunni skal hún vera tekin til umræðu ár hvert í safna- og menningarmálanefnd þar sem verkefni verði sett fram í aðgerðaráætlun.
Safna- og menningarmálanefnd vísar umræðunni til frekari vinnslu í nefndinni.
12.Kosning varaformanns og ritara
Málsnúmer 2211039Vakta málsnúmer
Samkvæmt erindisbréfi skal nefndin kjósa sér varaformann og ritara.
Safna- og menningarmálanefnd samþykkir að Jón Ragnar Daðason verði varaformaður og formaður ritari nefndarinnar.
Fundi slitið.