Fara í efni

Safna- og menningarmálanefnd

4. fundur 01. júlí 2024 kl. 10:15 - 12:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Arnór Óskarsson aðalmaður
  • Viktoría Líf Ingibergsdóttir formaður
  • Anna Melsteð aðalmaður
  • Jón Ragnar Daðason varamaður
  • Gísli Sveinn Gretarsson varamaður
  • Anna Sigríður Melsted
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Nanna Guðmundsdóttir forstöðumaður amtsbókasafns
  • Hjördís Pálsdóttir forstöðumaður Norska hússins BSH
  • Hjördís Pálsdóttir (HP)
Fundargerð ritaði: Viktoría Líf Ingibergsdóttir formaður
Dagskrá

1.Norska Húsið - Yfirlit yfir faglegan rekstur

Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer

Forstöðumaður safna, Hjördís Pálsdóttir, gerir grein fyrir starfsemi Norska hússins - BSH undan farin misseri og það sem er framundan.



Forstöðumaður leiðir nefndarmenn um nýja grunnskýningu Norska Hússins, Hjartastaður - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar forstöðumanni fyrir greinargóða yfirferð.

Safna- og menningarmálanefnd fagnar sérstaklega nýrri grunnsýningu í Norska húsinu sem opnaði í september 2023, en sýningin ber heitið „Hjartastaður - Sjóndeildarhringurinn með augum ungs fólks á Snæfellsnesi frá 1900.“

2.Ársskýrsla Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla fyrir árið 2023

Málsnúmer 2406028Vakta málsnúmer

Lögð fram ársskýrsla Norska hússins - Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla - fyrir árið 2023.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar forstöðumanni fyrir yfirferð yfir ársskýrslu Norska hússins.

Safna- og menningarmálanefnd fagnar því öfluga starfi sem unnið hefur verið á safninu á árinu 2023 líkt og ársskýrslan ber með sér.

3.Starfsemi Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi - skýrsla og yfirferð

Málsnúmer 1910042Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi, forstöðumaður fer yfir starfsemi safnsins.
Safna- og menningarmálanefnd fagnar því góða starfi sem fram fer í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi, sérstaklega sumarlestararátaki safnsins fyrir börn, og hvetur til þess að aðstaða í safninu sé notuð til viðburðarhalds og samfélagslegra málefna.

4.Styrkumsóknir

Málsnúmer 2303021Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar styrkúthlutanir sem bæjarráð úthlutaði fyrir hönd bæjarstjórnar á 21. fundi sínum.
Lagt fram til kynningar.

5.Búðanes og Hjallatangi - göngustígar og skilti

Málsnúmer 1904035Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð ásamt öðrum gögnum tengdri vinnu í tengslum við göngustíga og skilti við Búðarnes og Hjallatanga.
Lagt fram til kynningar.

6.Afmælishátíð Danskra daga 2024

Málsnúmer 2312003Vakta málsnúmer

Afmælishátíð danskra daga verður haldin í ágúst vegna 30 ára afmælis hátíðarinnar. Hjördís Pálsdóttir gerir grein fyrir stöðu undirbúnings.
Lagt fram til kynningar.

7.Gönguferðabók um Stykkishólm

Málsnúmer 2402003Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Guðjóni Friðrikssyni um gönguferðabók um Stykkishólm. Bæjarráð samþykkti, á 19. fundi sínum, að taka þátt í verkefninu.
Lagt fram til kynningar.

8.Samkomuhúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu 6

Málsnúmer 2006020Vakta málsnúmer

Umræður um samkomuhúsið í Stykkishólmi, framtíðarhorfur og hugmyndir um uppbyggingu.
Safna- og menningarmálanefnd felur Jóni Ragnari Daðasyni að útfæra hugmyndir um næstu skref að uppbyggingu húsnæðisins og leggja fyrir safna- og menningarmálanefnd.

9.Norðurljósahátíð

Málsnúmer 1910024Vakta málsnúmer

Formaður greinir frá þeim undirbúningi sem farið hefur fram vegna Norðurljósahátíðar sem haldin verður í október næstkomandi.
Lagt fram til kynningar.

10.Skýrsla starfshóps um framtíð Ljósmyndasafns Stykkishólms

Málsnúmer 2006029Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla starfshóps um framtíð ljósmyndasafns Stykkishólms. Skýrslan var til umfjöllunar á 111. fundi safna- og menningarmálanefndar, 4. nóvember 2020, og 113. fundi safna- og menningarmálanefndar, 10. mars 2021. Þá var málið tekið til umfjöllunar á 620. fundi bæjarráðs, 12. nóvember 2020, og 630. fundar bæjarráðs, 19. ágúst 2021. Á 630. fundi bæjarráðs var skýrslunni vísað til frekari vinnslu í bæjarráði.
Lagt fram til kynningar.

11.Ljósmyndasafn Stykkishólms - Staða safnsins og framtíðarsýn

Málsnúmer 1905011Vakta málsnúmer

Ingvar Víkingsson kemur til fundar og gerir grein fyrir framtíðarhugmyndum sínum fyrir ljósmyndasafn Stykkishólms.
Safna- og menningarmálanefnd þakkar fyrir áhugavert erindi og tekur undir mikilvægi þess að hugað sé að þeim menningarminjum sem felast í safninu. Þá er mikilvægt að safnið geti tekið við efni til viðbótar við það sem nú liggur fyrir, bæði ljósmyndum og myndböndum.

Safna- og menningarmálanefnd telur rétt að sá hluti fyrirliggjandi erindis sem snýr að framtíð ljósmyndasafnsins verði skoðaðar samhliða þeim hugmyndum og tillögum sem liggja fyrir í greinargóðri skýrslu sem unnin var árið 2020 um framtíð ljósmyndasafnsins Stykkishólms. Hvetur nefnin til umræðu um skýrsluna og framtíð safnsins.

12.Rokkhátíð í Stykkishólmi

Málsnúmer 2305023Vakta málsnúmer

Þungarokkhátíðin Sátan fór fram í Stykkishólmi dagana 6.-9. júní.
Safna- og menningarmálanefnd fangar því hve vel hatíðin fór fram. Nefndin skilar þakklæti og hrósi til forsvarsmanna hátíðar fyrir skipulag og gæslu fyrir gott utanumhald.

Safna- og menningarmálanefnd óskar eftir að fá forsvarsmenn hátíðarinnar á næsta fund og ræða samkomulag við sveitarfélagið um aðstöðuleigu fyrir næsta ár eða eftir atvikum næstu ár.

13.Framtíðaráform Vatnasafns

Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum samningi um Vatnasafn, en bæjarstjórn skipaði á 24. fundi sínum 24. apríl 2024 vinnuhóp um framtíðaáform Vatnasafns sem hefur það markmiði að vinna að því að ná samkomulagi um framtíð safnsins á grunni meðfylgjandi draga að nýjum samningi. Fyrir safna- og menningarmálanefnd er lögð fram fundargerð 1. fundar vinnuhópsins, ásamt minnisblaði Sigursteins Sigurðssonar, verkefnastjóra menningarmála Vesturlands hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 7. maí 2024, um fyrirliggjandi samningsdrög um framtíð Vatnasafnsins. Þá er lagt fram minnisblað bæjarstjóra, sem unnið er að beiðni formanns nefndarinnar, um fund bæjarstjóra og forsætisráðherra vegna málsins, ásamt öðrum minnisblöðum og gögnum tengdu málinu.
Safna- og menningarmálanefnd lýsir yfir vilja og áhuga til þess að ná samningi um framtíð Vatnasafns í Stykkishólmi. Safna og menningarmálanefnd leggur í því sambandi þunga áherslu á mikilvægi þess að sveitarfélagið fái stuðning til uppbyggingar menningarinnviða í samræmi við fyrirliggjandi gögn, enda mun slíkur stuðningur skipta sköpum þegar kemur að því að koma til móts við sveitarfélagið vegna þeirra löngu skuldbindinga sem felast í fyrirliggjandi samningi um Vatnasafn. Safna- og menningarmálanefnd tekur að öðru leyti undir minnisblað bæjarstjóra, minnisblað verkefnastjóra menningarmála Vesturlands og fundargerð vinnuhóps um framtíðarform Vatnasafns.

14.Menningarstefna sveitarfélagsins

Málsnúmer 1610018Vakta málsnúmer

Lögð fram Menningarstefna Sveitarfélagsins Stykkishólms og tekin til umfjöllunar, en markmið menningarstefnunnar er að leggja rækt við og styðja menningarlega vitund íbúa og þar með innviði samfélagsins. Samkvæmt stefnunni skal hún vera tekin til umræðu ár hvert í safna- og menningarmálanefnd þar sem verkefni verði sett fram í aðgerðaráætlun.
Safna- og menningarmálanefnd leggur til að safna- og menningarmálanefnd verði falið að uppfæra menningarstefnuna með tilliti til áhrifa sameiningar sveitarfélagsins og annarra breytinga sem hafa átt sér stað í sveitarfélaginu frá þeim tíma sem hún var samþykkt.

Safna- og menningarmálanefnd vísar aðgerðaráætlun til frekari vinnslu í nefndinni og hvetur nefndarmenn til þess að senda fyrir næsta fund tillögur að aðgerðum sem nefndarmenn sjá fyrir sér að komi til greina í aðgerðaráætlun.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni síðunnar?