Fara í efni

Jólin koma snemma í ár

11.11.2020
Fréttir

Ákvörðun var tekin um að jólaskraut Stykkishólmsbæjar færi snemma upp þetta árið til að lýsa upp skammdeigið og létta lund bæjarbúa í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar vinna nú baki brotnu að því að festa jólaskreytingarnar góðu á ljósastaura bæjarins, en skrautið er að margra mati ómissandi hluti af  jólahaldi Hólmara. Að þessu sinni er það Jan Benner sem festir skrautið upp eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Sem fyrr sér Jón Beck um verklega leiðsögn með dyggri aðstoð frá Stefáni Björgvins.

Stykkishólmsbær og Félag atvinnurekenda í Stykkishólmi hvetja Hólmara og fyrirtæki í Stykkishólmi til að skreyta snemma fyrir jólin í ár líkt og margir hafa nú þegar gert.

Getum við bætt efni síðunnar?