Stykkishólmur í ratleikjaappi
Ratleikja Appið er auðvelt og skemmtilegt leikjaapp fyrir alla fjölskylduna. Appið býður upp á ratleiki í mismunandi bæjarfélögum á Íslandi og er aðgengilegt öllum. Appið er auðvelt í notkun, en leikirnir eru bæði fyrir unga sem aldna. Appið, sem er ókeypis, má nálgast hér
Appið er gefið út af Sýslu sem er lítið sprotafyrirtæki sem vinnur með íslenskt hand- og hugverk. Sjö sveitarfélög, þar á meðal Stykkishólmsbær, eru komin nú með ratleik í appið.
Notendur er að leita að stjörnu í umhverfinu út frá vísbendingum. Markmið ratleiksins er að ferðast um bæjarfélög og kynnast skemmtilegum stöðum í bænum, ásamt því að safna stjörnum sem birtast í þrívídd á símaskjánum við hin ýmsu kennileiti víðsvegar um bæinn. Þegar leikur hefst opnast myndavél í síma notandans, á völdum stöðum má svo finna stóra stjörnu á skjánum, eins og sjá má á myndinni hér að ofan.
Í sumar var settur upp ratleikur í Stykkishólmi sem var hluti af átaksverkefnum fyrir námsmenn.Leikurinn var unninn af þeim Heiðrúnu Pálsdóttur, Halldóru Pálsdóttur, Salvör Mist Sigurðardóttur og Tinnu Alexandersdóttur og var nýttur sem grunnur að þessu verkefni. Vakin er athygli á því að þjónustuaðilar, eða aðrir framtaksamir aðilar, í Stykkishólmi geta nýtt þennan ratleikjagrunn og útbúið í samstarfi við Sýslu fleiri ratleiki sem e.t.v. gætu leitt notendur um verslanir og veitingastaði bæjarins.
Mynd úr appinu.