Fara í efni

Vegna umræðu um hundahald

04.10.2022
Fréttir

Í ljósi umræðu um hundahald í Stykkishólmi er vakin athygli á því að samkvæmt samþykkt um hundahald í Stykkishólmsbæ er hundahald í bænum óheimilt nema að fengnu leyfi og bundið þeim skilyrðum sem nánar eru tilgreind í samþykktinni.

Vakin er athygli á því að samkvæmt 14. gr. samþykktarinnar, skulu eigendur gæta þess vel að hundar þeirra valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði eða raski ró manna. Þá er jafnframt óheimilt er að vera með hunda nema í taumi og í fylgd ábyrgs aðila. Í 16. gr. samþykktarinnar eru tilgreindir staðir þar sem heimilt er að sleppa hundum lausum, en það er innan hundheldra girðinga og á auðum svæðum, fjarri íbúabyggð þó með þeim takmörkunum sem getið er um í 15. gr. samþykktar.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur eftirlit með samþykktinni. Þjónustumiðstöðin sinnir störfum dýraeftirlitsmanns fyrir hönd sveitarfélagsins. Verði íbúar varir við brot á samþykktinni geta þeir haft samband við Þjónustumiðstöð í síma 892-1189. Starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar er heimilt að handsama lausa hunda og eru í þeim tilfellum hundaeigendur rukkaðir fyrir handsömun samkvæmt gjaldskrá.

Í alverlegri atvikum leitar sveitarfélagið til heilbrigðiseftirlitsins og eftir atvikum lögreglu í úrvinnslu mála. Reynt er eftir bestu getu að vinna úr málum sem kunna að koma upp í sátt og samlyndi við hlutaðeigendur.

Hér að neðan má kynna sér samþykkt um hundahald og gjaldskrá.

Lausir hundar á Kerlingarfjalli, fjarri íbúabyggð.
Getum við bætt efni síðunnar?