Fara í efni

Opnir fundir stjórnmálaflokka í Stykkishólmi

15.02.2023
Fréttir

Í dag, miðvikudaginn 15. febrúar, halda tveir stjórnmálaflokkar opna fundi í Stykkishólmi þar sem Hólmurum og öðrum gefst kostur á að ræða málefni líðandi stundar.

Framsóknarflokkurinn býður til hádegisfundar kl. 12.00 á Fosshótel Stykkishólmi í dag. Á staðnum verða Ásmundur Einar, Halla Signý og Þórarinn Ingi.

Flokkur fólksins heldur opinn fund í Freyjulundi, aðalgötu 24, kl. 17:00 í dag. Eyjólfur Ármannson þingmaður Flokks Fólksins og Hermann Bragason varaþingmaður bjóða til samtals. Kaffi og kleinur í boði.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi héldu opinn fund í sal Hótel Fransiskus í Stykkishólmi síðastliðið mánudagskvöld. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust líflegar umræður þar sem m.a. standveiðar voru í brennidepli.

Stykkishólmur
Getum við bætt efni síðunnar?