Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Sorphirða dregst á langinn
Fréttir

Sorphirða dregst á langinn

Vegna veikinda ná starfsmenn Íslensku Gámaþjónustunnar ekki að klára sorphirðu í öllum götum í dag en samkvæmt sorphiðudagatali eru plast- og pappatunnur losaðar 24. og 25. janúar. Það sem ekki klárast í dag verður hirt í fyrramálið.
25.01.2024
21. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms
Fréttir Stjórnsýsla

21. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms

21. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram fimmtudaginn 25. janúar kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.
23.01.2024
Brunavarnir Stykkishólms og nágrennis
Fréttir

Brunavarnaráætlun Stykkishólms og nágrennis uppfærð

Þann 21. desember síðastliðinn var brunavarnaráætlun Brunavarna Stykkishólms undirrituð af slökkviliðsstjóra, sveitarstjóra sveitafélags Stykkishólms og nágrennis og forstjóra HMS. Markmið brunavarnaáætlunar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þær áhættur sem eru í sveitarfélaginu. Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur samþykki HMS og viðkomandi sveitarstjórnar. Slökkviliðsstjóri vinnur brunavarnaáætlun sem er öflugt verkfæri til að ná fram yfirsýn yfir starfsemi og ástand slökkviliðs og hversu vel í stakk búið það er að takast við áhættur á sínu svæði.
17.01.2024
Opin skrifstofa SSV í Stykkishólmi
Fréttir

Opin skrifstofa SSV í Stykkishólmi

Hrafnhildur Tryggvadóttir atvinnuráðgjafi og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi verða á Snæfellsnesi þriðjudaginn 16. janúar. Áhugasamir eru hvattir til að nýta sér þjónustu þeirra en þau verða með viðveru í Ráðhúsinu í Stykkishólmi kl. 13-15 og Sögumiðstöðinni í Grundarfirði 10-12 þriðjudaginn 16. janúar.
15.01.2024
Það vill enginn missa af þessu.
Fréttir Lífið í bænum

Þorrablót 3. febrúar 2024

Þorrablót verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi 3. febrúar næstkomandi. Formenn þorrablótsnefndar í ár eru þau Atli Rúnar Sigurþórsson og Theódóra Matthíasdóttir sem lofa góðri skemmtun. Miðsala á blótið fer fram í íþróttamiðstöðinni þriðjudaginn 23. janúar kl. 16:00 - 18:30 og miðvikudaginn 24. janúar kl. 17:00 - 19:00.
12.01.2024
Unnið er að viðgerð á götulýsingu við Borgarbraut
Fréttir

Unnið er að viðgerð á götulýsingu við Borgarbraut

Unnið er að viðgerð á götulýsingu við Borgarbraut. Minniháttar framkvæmdir stóðu yfir við gangbraut á Borgarbrautinni í gær þegar strengur fór í sundur sem olli því að rafmagn fór af hluta ljósastaura á svæðinu.
12.01.2024
Íbúakönnun landshlutanna - óskað eftir þátttöku íbúa
Fréttir

Íbúakönnun landshlutanna - óskað eftir þátttöku íbúa

Vakin er athygli á íbúakönnun landshlutanna og íbúar jafnframt hvattir til að taka þátt í könnuninni. Íbúakönnun landshlutanna er á vegum allra landshlutasamtaka á landsbyggðinni, atvinnuþróunarfélaga og Byggðastofnunar. Hún er ætluð öllum íbúum sem náð hafa 18 ára aldri. Markmiðið er að kanna hver staða íbúanna er á vinnumarkaði, mat þeirra á búsetuskilyrðum, framtíðarvæntingar og almennri líðan – allt til að geta gert gott samfélag enn betra.
11.01.2024
Lys op for stop
Fréttir

Lys op for stop

Nú þegar snjórinn hefur bráðnað niður er myrkrið í morgunsárið enn meira en áður. Erfitt getur verið að sjá gangandi og hjólandi vegfarendur þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Nú er því rétti tíminn til að draga upp endurskinsmerkin ef þau eru enn ofan í skúffu, jafnt börn sem fullorðnir. Með því að gera sig sýnilega með endurskinsmerkum auka vegfarendur eigið öryggi. Ökumenn sjá vegfarendur fyrr og eru því líklegri til að stoppa þegar þörf er á, eða eins og daninn segir gjarnan Lys op for stop! Raunar er það strætisvagnafyrirtækið Sydtrafik sem kastaði þessum frasa fram til að hvetja viðskiptavini sína til að láta meira á sér bera við stoppistöðvar. En dönsk skólabörn gripu frasan á lofti og nota óspart til að hvetja til notkunar endurskinsmerkja almennt.
08.01.2024
Helstu fréttir komnar út
Fréttir

Helstu fréttir komnar út

Fyrsta tölublað Helstu frétta er komið út. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur. Stór hluti markhópsins eru eldra fólk en blaðið liggur frammi á Höfðaborg og Systraskjóli.
05.01.2024
Opinn kynningarfundur um breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis
Fréttir Skipulagsmál

Opinn kynningarfundur um breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis

Haldinn verður opinn kynningarfundur um breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00. Áður var haldinn fundur um sama efni 19. desember síðastliðinn en svo óheppilega vildi til að fundurinn var á sama tíma og hátíðartónleikar Tónlistarskólans. Í ljósi þessa var ákveðið að halda annan fund og gefa þannig þeim sem ekki komust síðast kost á því að mæta nú og kynna sér breytinguna.
03.01.2024
Getum við bætt efni síðunnar?