Fara í efni

Sigríður Silja ráðin aðstoðarskólastjóri

31.07.2024
Fréttir

Sigríður Silja Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi. Silja er með meistarabréf í kennslufræðum frá Háskólanum á Akureyri, B.sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og diplómu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún hefur störf 1. ágúst en þá tekur einnig Þóra Margrét Birgisdóttir við stöðu skólastjóra. Áður hafði Þóra Margrét gengt stöðu aðstoðarskólastjóra.

Skólasetning verður samkvæmt skóladagatali 21. ágúst næstkomandi. Má gera ráð fyrir að námfús grunnskólabörn í Hólminum taki þá gleði sína á ný og fagni því að komast aftur í skólann eftir langt sumarfríið. Sveitarfélagið óskar Silju innilega til hamingju með nýju stöðuna og óskar henni velfarnaðar í starfi.

Sigríður Silja Sigurjónsdóttir
Getum við bætt efni síðunnar?