Fara í efni

Skotthúfan fer fram í Stykkishólmi

24.06.2024
Fréttir Lífið í bænum

Skotthúfan fer fram í Stykkishólmi laugardaginn 29. júní 2024. Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan hefur fest sig í sessi hér í Hólminum og setur hún fagran brag á annars fallegan bæ þegar áhugafólk af öllu landinu heimsækir Stykkishólm í sínu fínasta pússi. Byggðasafn Snæfellinga- og Hnappdæla hefur veg og vanda að hátíðinni og hefur fóstrað hana frá fyrstu tíð í Norska húsinu, elsta tvílyfta timburhúsi á Íslandi. Fyrsti þjóðbúningadagurinn í Norska húsinu var haldinn 2005 og nafnið Skotthúfan tekið upp árið 2014. Síðan hefur verið bryddað upp á fyrirlestrum, tónleikum, smiðjum og balli í dagskránni og hefur við það myndast skemmtileg stemning meðal gesta. 

Dagskrá hátíðarinnar í ár má sjá hér að neðan.

Smelltu á myndina til að stækka.

Getum við bætt efni síðunnar?