Fara í efni

Norðurljósin 2020

06.07.2020
Fréttir

Norðurljósahátíðin 2020 verður haldin í Stykkishólmi dagana 22.-25. október. Hátíðin býður upp á tónlist, sögur og sýningar í Hólminum.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar staðfesti á 389. fundi sínum þann 2. júlí sl. tillögu safna- og menningarmálanefndar að starfsnefnd fyrir Norðurljósahátíðina nú í ár.

Nefndina skipa:

Hjördís Pálsdóttir: Forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, Eldfjalla- og Vatnasafns

Sigurður Grétar Jónasson: Starfsmaður Eldfjalla- og Vatnasafns,

Guðrún A. Gunnarsdóttir: Formaður Safna- og menningarmálanefndar,

Nanna Guðmundsdóttir: Forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi,

Hólmgeir Þórsteinsson, kennari við Tónlistarskólann í Stykkishólmi,

starfsmaður: Þórunn Sigþórsdóttir

Norðurljósin, menningarhátíð í Stykkishólmi, var fyrst haldin í nóvember árið 2010 og hefur verið haldin annað hvert ár síðan, en hátíðin var sett á fót á vegum safna- og menningarmálanefndar Stykkishólmsbæjar eftir að bæjarstjórn tók ákvörðun um að fela nefndinni að stuðla að menningarhátíð í Stykkishólmi.

Getum við bætt efni síðunnar?