Raku Brennsla við Norska húsið
Á Skeljahátíð laugardaginn 25. júlí kl.13:00 - 16:00 verða Brennuvargar með brennslugjörning á torginu við Norska húsið.
Brennuvargar er félag leirlistamanna sem sérhæfa sig í brennslu keramiks með lifandi eldi. Á gjörningnum verður brennt í Rakúofni sem kynntur er með gasi og gefst gestum kostur á að sjá með eigin augum hvað gerist þegar glóandi listaverkin eru tekin úr ofninum. Í tilefni Skeljahátíðar verða brennd lítil verk í skeljaformi og verða þau til sölu til styrktar félaginu.
Undanfarna tvo mánuði hafa verk Brennuvarga verið til sýnis í Norska húsinu ásamt sýningu heimildarmyndarinnar ?Frá mótun ti munal? þar sem fylgst er með mismunandi aðferðum í brennslu keramiks með lifandi eldi. Sýningunni lýkur sunnudaginn 26. júlí.
Félagar Brennuvarga eru:
Þórdís Sigfúsdóttir
Steinunn Aldís Helgadóttir
Ólöf Sæmundsdóttir
Katrín V. Karlsdóttir
Ingibjörg Klemenz
Hrönn Waltersdóttir
Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir
Hafdís Brands
Guðbjörg Björnsdóttir
Brennuvargar er félag leirlistamanna sem sérhæfa sig í brennslu keramiks með lifandi eldi. Á gjörningnum verður brennt í Rakúofni sem kynntur er með gasi og gefst gestum kostur á að sjá með eigin augum hvað gerist þegar glóandi listaverkin eru tekin úr ofninum. Í tilefni Skeljahátíðar verða brennd lítil verk í skeljaformi og verða þau til sölu til styrktar félaginu.
Undanfarna tvo mánuði hafa verk Brennuvarga verið til sýnis í Norska húsinu ásamt sýningu heimildarmyndarinnar ?Frá mótun ti munal? þar sem fylgst er með mismunandi aðferðum í brennslu keramiks með lifandi eldi. Sýningunni lýkur sunnudaginn 26. júlí.
Félagar Brennuvarga eru:
Þórdís Sigfúsdóttir
Steinunn Aldís Helgadóttir
Ólöf Sæmundsdóttir
Katrín V. Karlsdóttir
Ingibjörg Klemenz
Hrönn Waltersdóttir
Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir
Hafdís Brands
Guðbjörg Björnsdóttir