Fara í efni

Umhverfisvottun EarthCheck endurnýjuð enn á ný

03.07.2020
Fréttir

Nú á dögunum hlaut Stykkishólmsbær, ásamt öðrum sveitarfélögum á Snæfellsnesi, umhverfisvottun EarthCheck á starfsemi sína. Vottunin hefur nú verið endurnýjuð árlega frá árinu 2008.

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi tóku sameiginlega ákvörðun umaldamótin að standa vörð um umhverfið og hófu að gera umbætur í starfsemi sinniog miðla fræðslu til íbúa. Árið 2003 hófu sveitarfélögin ásamt ÞjóðgarðinumSnæfellsjökli, umfangsmikla undirbúningsvinnu að umhverfisvottun EarthChecksamtakanna fyrir lausnamiðað starf og sjálfbærari frammistöðu í umhverfis- ogsamfélagsmálum.

Þann 8. Júní 2008 hlaut Snæfellsnes loksumhverfisvottun við hátíðlega athöfn að viðstöddum forseta Íslands, þingmönnum,sveitarstjórnarfólki og fjölda gesta. Áfanginn vakti verskuldaða athygli innanlands sem utan þar sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi eru þau fyrstu í Evróputil þess að hljóta slíka vottun og fjórða samfélagið í heiminum öllum.

Til þess að viðhalda vottuninni er stöðugraúrbóta í umhverfis- og samfélagsmálum krafist og árlega er svæðið tekið út afóháðum aðila vegna endurnýjunar á vottun.

Hægt er að kynna sér umhverfisvottunSnæfellsness betur hér.

Getum við bætt efni síðunnar?