Fara í efni

Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Stöðugt ástand í Stykkishólmi - fækkar í sóttkví
Fréttir

Stöðugt ástand í Stykkishólmi - fækkar í sóttkví

Í gær fóru 12 einstaklingar í sýnatöku í Stykkishólmi og reyndist enginn þeirra smitaður. Tvö sýni voru tekin í fyrr í dag en enginn skráður í sýnatöku á morgun enn sem komið er. Það gefur ákveðna vísbendingu um þróunina og umfangið og gefur til kynna að við séum á réttri leið.
30.09.2020
Engin ný smit í Stykkishólmi þriðja daginn í röð ? 12 sýnatökur í morgun
Fréttir

Engin ný smit í Stykkishólmi þriðja daginn í röð ? 12 sýnatökur í morgun

Ekkert nýtt COVID-19 smit greindist í Stykkishólmi síðasta sólahring. Staðan er því enn óbreytt frá því um helgina. Í dag fóru 12 einstaklingar sýnatöku og er niðurstöðu þeirra sýna að vænta á morgun. Enn sem komið er enginn skráður í sýnatöku á morgun. ?
29.09.2020
Íbúakönnun landshlutanna í fullum gangi
Fréttir

Íbúakönnun landshlutanna í fullum gangi

Íbúakönnun landshlutanna er í gangi þessar vikurnar og verður hægt að svara henni út október
29.09.2020
Auglýst eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð
Fréttir

Auglýst eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð

Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð. Skólaráð sinnir því hlutverki að vera samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Ráðið er skipað níu einstaklingum, til tveggja ára í senn, og saman stendur af tveimur kennurum, starfsmanni skóla, tveimur nemendum, tveimur foreldrum, skólastjóra og fulltrúa grenndarsamfélags.
29.09.2020
Enn er óbreytt staða smita í Stykkishólmi
Fréttir

Enn er óbreytt staða smita í Stykkishólmi

Engar skimanir fóru fram í gær og er staða smitaðra í Stykkishólmi því óbreytt enn sem komið er. Í dag fóru 11 einstaklingar sýnatöku og er niðurstöðu þeirra sýna að vænta á morgun. Þá eru jafnframt fyrirhugðar sýnatökur á morgun.
28.09.2020
Óbreytt staða í Stykkishólmi (sunnudag)
Fréttir

Óbreytt staða í Stykkishólmi (sunnudag)

Ekkert nýtt COVID-19 smit greindist í Stykkishólmi síðasta sólahring. Staðan er því óbreytt frá því í gær þar sem tvö ný smit greindust tengd Stykkishólmi, en hvorugur einstaklinganna sem greindust í gær voru í skráðri sóttkví. Á föstudag greindust tvö ný smit tengd Stykkishólmi sem og tveir á fimmtudag.
27.09.2020
Tvo ný smit greindist í dag (laugardag) - UPPFÆRÐ FRÉTT
Fréttir

Tvo ný smit greindist í dag (laugardag) - UPPFÆRÐ FRÉTT

Tvö ný smit greindist síðasta sólarhring í Stykkishólmi. Hvorugur einstaklinganna voru í sóttkví. Nú eru því 12 skráðir í einangrun í Stykkishólmi með greind COVID-19 smit, þar af eru tveir einstaklingar sem taka út einangrun í Reykjavík. Um 18 eru í sóttkví en smitrakningateymi almannavarna er að störfum og vinnur að því að hafa samband við þá einstaklinga sem þurfa að sæta sóttkví.
26.09.2020
Hvorki tilefni til að herða né slaka á aðgerðum
Fréttir

Hvorki tilefni til að herða né slaka á aðgerðum

Viðbragðsteymi Stykkishólmsbæjar fundaði með aðgerðarstjórn almannavarna á Vesturlandi í dag í ljósi vaxandi smita COVID-19 síðustu daga. Síðasta sólarhring hafa greinst tvö ný smit tengd Stykkishólmi, annar einstaklingurinn var í sóttkví í Stykkishólmi en hinn er með lögskráningu í Stykkishólmi en dvelur í Reykjavík. Í Stykkishólmi eru nú 11 skráðir með staðfest smit og í einangrun, þar af eru tveir sem taka úr einangrun í Reykjavík. Í dag fóru 11 einstaklingar í sýnatöku og er niðurstöðu þeirra sýna að vænta á morgun.
25.09.2020
Vikupóstur stjórnenda
Fréttir

Vikupóstur stjórnenda

Kæru vinir Þessi vika hefur verið heldur betur viðburðarík. Við þurftum eins og þið vitið að hólfaskipta skólanum með mjög stuttum fyrirvara. Í stuttu máli gekk það eins og í sögu.
25.09.2020
Tvö ný smit tengd Stykkishólmi - annar aðilinn er í Reykjavík
Fréttir

Tvö ný smit tengd Stykkishólmi - annar aðilinn er í Reykjavík

Síðasta sólahring hafa greinst tvö ný smit tengd Stykkishólmi, annar einstaklingurinn var í sóttkví í Stykkishólmi en hinn er með lögskráningu í Stykkishólmi en dvelur í Reykjavík. Nú eru því 11 skráðir í einangrun í Stykkishólmi með greind COVID-19 smit, þar af eru tveir einstaklingar sem taka út einangrun í Reykjavík.
25.09.2020
Getum við bætt efni síðunnar?