Fara í efni

Safna- og menningarmálanefnd - Önnur mál

Málsnúmer 1811009

Vakta málsnúmer

Safna- og menningarmálanefnd - 105. fundur - 30.10.2018

Fundargögn verði framvegis send nefndinni 2 dögum fyrir fund hennar.

Safna- og menningarmálanefnd - 106. fundur - 04.12.2018

Fyrir þennan fund voru eftirfarandi gögn send nefndinni til upplýsinga:
?
Skipting tekna af safnapassa: Byggðasafnið 40%, Eldfjallasafnið 40%, Vatnasafnið 20%
?
Upplýsingar sem fengust um bókfærðar tekjur byggðasafns vegna styrkveitinga leiða í ljós að það er undir óskum forstöðumanns byggðasafns komið hvernig styrkir eru bókfærðir. Þær tölur hafa skekkt niðurstöður að hluta þar sem afgreiðsla styrkja fylgir ekki alltaf árinu, sem styrkverkefnið, er unnið á.
?
Samningar v. Eldfjallasafns, Byggðasafns, Vatnasafns.
?
Drög að nýju erindisbréfi fyrir nefndina.
?
Menningarstefna Stykkishólmsbæjar.

Bókun 1: Norðurljósahátíð
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að festa með formlegum hætti tímasetningu næstu hátíðar svo hefja megi undirbúning hennar tímalega.

Bókun 2: Varðandi samninga um Eldfjalla-, Vatna- og Byggðasafn vill nefndin koma eftirfarandi á framfæri við bæjarráð og bæjarstjórn:
Samningamál safnanna í Stykkishólmi eru í miklum ólestri að mati nefndarinnar. Fyrir liggur að söfnin eru rekin með starfsmönnum Stykkishólmsbæjar undir einum hatti sveitarfélagsins. Samningar eru í engu sambærilegir og mjög mismunandi skyldur eru lagðar á bæjarfélagið í hverjum samningi - sem margar hverjar hafa ekki verið uppfylltar.
Nefndin skorar á bæjaryfirvöld að skilgreina safnastarf í Stykkishólmi með heildarstjórnskipulagi safnanna svo stjórnir þeirra, starfsfólk og nefndarmenn Safna- og menningarmálanefndar hafi skýra ramma að vinna eftir. Einnig er skorað á bæjaryfirvöld að samræma og endurskoða samninga um öll söfnin og aðlaga að menningarstefnu Stykkishólmsbæjar.

Bókun 3: Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla.
Óundirrituð drög um rekstur Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið dags. 1.1.2017 og tekið hafa gildi voru lögð fyrir nefndina á 107. fundi hennar. Drög að samningnum virðast ekki hafa farið til afgreiðslu í bæjarráði eða bæjarstjórn þegar hann var lagður fram. Í drögum segir: ?Yfirumsjón með rekstri Byggðasafnsins f.h Stykkishólmsbæjar verður á hendi Safna- og menningamálanefndar Stykkishólmsbæjar.? Enginn fundur hefur verið í stjórn byggðasafns (Safna- og menningarmálanefnd) frá 1.1.2017 þar sem ársreikningar og áætlanir hafa verið lagðar fyrir eða afgreiddar. Nefndin óskar eftir þessum gögnum.

Bókun 4: Erindisbréf Safna- og menningarmálanefndar
Í drögum að erindisbréfi Safna- og menningarmálanefndar ætti, að mati nefndarinnar, að vísa í hlutverk og verkefni nefndarinnar svo sem fram kemur í menningarstefnu Stykkishólms án frekari skilgreininga. Einnig ætti að vísa í lög þau sem gilda um starfsvið nefndarinnar: Safnalög nr. 141/2011 og Siðareglur Alþjóðaráðs safna, ICOM sem á við um Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla - Norska húsið, Lög um menningarminjar nr. 80/2012, Myndlistarlög nr. 64/2012 og öðrum tilheyrandi lögum og reglugerðum er varða starfsemi safna eða aðra þá þætti sem fram koma í Menningarstefnu Stykkishólmsbæjar.
Skv. þeim upplýsingum sem fyrir liggja um söfnin í Stykkishólmi þá á formaður nefndarinnar sæti í stjórn Eldfjallasafns og Vatnasafns. Bæta þyrfti þeim upplýsingum í erindisbréf nefndarinnar þ.m.t. upplýsingaskyldu formanns um til nefndar um stjórnarfundi téðra safna. Varðandi byggðasafnið þá er skv. drögum að samningi milli Stykkishólmsbæjar og Byggðasamlags Snæfellinga bs. frá 1.1.2017 Safna- og menningarmálanefnd Stykkishólmsbæjar stjórn þess með tilheyrandi skyldum og ábyrgð. Þennan lið þarf að setja inn í erindisbréf nefndarinnar. Í fjárhagsáætlunarvinnu hvers árs verði formanni nefndarinnar boðið að taka þátt í fundahaldi með forstöðumönnum stofnana sem tilheyra Safna- og menningarmálanefnd.

Safna- og menningarmálanefnd - 114. fundur - 19.05.2021

Vegna tillögu Atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 7. fundi nefndarinnar 10. maí 2021 og afgreiðslu hennar á bæjarstjórnarfundi nr. 399 þann 12. maí 2021 óskar Safna- og menningarmálanefnd eftir upplýsingum um verkefnið.

Nefndin minnir jafnframt á afgreiðslu bæjarráðs á fundi nr. 620 þann 12.11.2020 um Skýrslu starfshóps um framtíð Ljósmyndasafns Stykkishólms um að boða starfshópinn á fund bæjarráðs til þess að kynna niðurstöður sínar. Ítrekar nefndin einnig hvatningu frá 113. fundi nefndarinnar til bæjarráðs um sama mál.
Getum við bætt efni síðunnar?