Fara í efni

Skólastefna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1610019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 630. fundur - 19.08.2021

Á síðasta fundi skóla- og fræðslunefndar lagði skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi til að skólanefnd taki afstöðu til þess hvort vinna eigi nýja skólastefnu fyrir Stykkishólmsbæ eða hvort framlengja eigi núverandi stefnu.

Skóla- og fræðslunefnd leggur til að núverandi stefna verði framlengd til 2023.
Bæjarráð samþykkti á 624. fundi sínum að fresta ákvörðun um endurskoðun á skólastefnu til haustsins 2021.
Bæjarráð vísar málinu til næsta fundar.

Skóla- og fræðslunefnd - 189. fundur - 18.01.2022

Óskað er eftir tilnefningu á einum fulltrúa Skóla- og fræðslunefndar í starfshóp vegna vinnu við endurskoðun á Skólastefnu fyrir Stykkishólmsbæ.
Agnes Helga er tilnefnd sem fulltrúi skólanefndar í starfshóp um endurskoðun skólastefnu Stykkishólmsbæjar.

Bæjarráð - 635. fundur - 20.01.2022

Bæjarráð frestaði á 624. fundi sínum ákvörðun um hvort núverandi skólastefna Stykkishólmsbæjar yrði framlengd eða endurskoðuð og uppfærð.

Lagt er nú til að skipaður verði starfshópur sem fær það hlutverk að endurskoða skólastefnu Stykkishólmsbæjar. Starfshópurinn verði skipaður bæjarráði ásamt fulltrúum frá skóla- og fræðslunefnd, grunnskóla, leikskóla, foreldrafélagi grunnskóla, foreldrafélagi leikskólans, nemendafélagi grunnskólans og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að skipaður verði starfshópur með það hlutverk að endurskoða skólastefnu Stykkishólmsbæjar og samþykkir jafnaframt að starfshópurinn verði skipaður forseti bæjarstjórnar ásamt fulltrúum frá skóla- og fræðslunefnd, grunnskóla, leikskóla, foreldrafélagi grunnskóla, foreldrafélag tónlistarskólans, foreldrafélagi leikskólans, nemendafélagi grunnskólans, deildarstjóri tónlistarskóla og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta þessa tillögu.

Bæjarstjórn - 407. fundur - 25.01.2022

Bæjarráð frestaði á 624. fundi sínum ákvörðun um hvort núverandi skólastefna Stykkishólmsbæjar yrði framlengd eða endurskoðuð og uppfærð.

Lagt er nú til að skipaður verði starfshópur sem fær það hlutverk að endurskoða skólastefnu Stykkishólmsbæjar. Starfshópurinn verði skipaður bæjarráði ásamt fulltrúum frá skóla- og fræðslunefnd, grunnskóla, leikskóla, foreldrafélagi grunnskóla, foreldrafélagi leikskólans, nemendafélagi grunnskólans og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.

Bæjarráð samþykkti, á 635. fundi sínum, að skipaður verði starfshópur með það hlutverk að endurskoða skólastefnu Stykkishólmsbæjar og samþykkti jafnaframt að starfshópurinn verði skipaður forseta bæjarstjórnar ásamt fulltrúum frá skóla- og fræðslunefnd, grunnskóla, leikskóla, foreldrafélagi grunnskóla, foreldrafélag tónlistarskólans, foreldrafélagi leikskólans, nemendafélagi grunnskólans, deildarstjóra tónlistarskóla og tómstunda- og æskulýðsfulltrúa. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfesta þessa tillögu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs um skipun starfshóps um endurskoðun skólastefnu Stykkishólmsbæjar og felur bæjarstjóra umboð til að ganga frá skipan í hópinn.

Skóla- og fræðslunefnd - 191. fundur - 08.03.2022

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, forseti bæjarstjórnar og formaður starfshóps um skólastefnu Stykkishólmsbæjar, kemur til fundar við skóla- og fræðslunefnd og gerir grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi og sem framundan er vegna skólastefnunnar.
Vinnan er nýhafin en fer vel af stað. Áætlað er að fyrstu drög liggi fyrir í apríl.

Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022

Lilja M. Jónsdóttir og Ingvar Sigurgeirsson komu til fundar.
Lögð fram drög að endurskoðaðri skólastefnu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Ingvar Sigurgeirsson, sem unnið hefur að stefnunni í samráði við starfshóp, gerir grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi.
Bæjarráð þakkar starfshópnum við endurskoðun skólastefnu fyrir vel unnin störf. Bæjarráð og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
Lilja og Ingvar véku af fundi.

Skóla- og fræðslunefnd - 1. fundur - 23.06.2022

Lögð fram drög að nýrri skólastefnu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Ingvar Sigurgeirsson, sem unnið hefur að stefnunni í samráði við starfshóp, gerir grein fyrir þeirri vinnu sem innt hefur verið af hendi.
Ingvar telur upp þau verkefni í skólastefnunni sem hann telur æskilegt að lögð sé sérstök áhersla á, en þau eru: Að efla leikskólastigið með því að auka hlutfall fagmenntaðs starfsfólks í leikskólanaum. Bæta húsnæði grunnskólans, bæta viðhorf samfélagsins til skólanna, þá sérstaklega foreldra og bæta trú nemenda á eigin getur.

Í framhaldi ræddi nefndin um mismunandi starfsaðstæður í leikskóla og grunnskóla og hvernig hægt væri að efla leikskólastigið.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að skólastefnu Stykkishólmsbæjar.

Eftir erindið viku Ingvar og Lilja af fundi.
Eftir lok fundar fór skólastjóri með fundarmenn í skoðunarferð um neðstu hæð skólans þar sem fyrirhugaðar eru breytingar í sumar og útskýrði fyrir fundarmönnum hvað stendur til að gera.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 30.06.2022

Lögð fram drög að endurskoðaðri skólastefnu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.

Á 1. fundi skóla- og fræðslunefndar kom Ingvar Sigurgeirsson, sem unnið hefur að endurskoðun á skólastefnu sveitarfélagsins, á fund nefndarinnr og gerði grein fyrir vinnunni og svaraði spurningum. Samþykkti nefndin fyrirliggjandi endurskoðun á skólastefnu sveitarfélagsins.

Á 1. fundi bæjarráðs kom Ingvar Sigurgeirsson ásamt Lilju M. Jónsdóttur fyrir ráðið og gerðu þau grein fyrir vinnu við endurskoðun stefnunnar. Á fundinum þakkaði bæjarráð starfshóp um endurskoðun að skólastefnu fyrir vel unnin störf og vísaði stefnunni til samþykktar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn þakkar starfshóp um endurskoðun að skólastefnu sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf og samþykkir endurskoðaða skólastefnu fyrir Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit 2022-2027.

Skóla- og fræðslunefnd - 17. fundur - 12.11.2024

Skólastefna sveitarfélagsins lögð fram til umræðu.
Skólastefna Stykkishólms var skoðuð og jákvætt er hversu mikið hefur nú þegar komið til framkvæmda af þeim atriðum sem talin voru helstu áskoranir í skóla- og frístundamálum sveitarfélagsins.

Skóla- og fræðslunefnd mun fara yfir skólastefnuna í lok hvers skólaárs

Bæjarráð - 27. fundur - 21.11.2024

Skólastefna sveitarfélagsins lögð fram. Skólastefnan var tekin til umræðu á 17. fundi skóla- og fræðslunefndar. Nefndin taldi jákvætt hve mikið hefur nú þegar komið til framkvæmda af þeim atriðum sem talin voru helstu áskoranir í skóla- og frístundamálum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni síðunnar?