Samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar
Málsnúmer 2011049
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 5. fundur - 30.11.2020
Lögð fram samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur að heimamenn séu best til þess fallnir að taka ákvarðanir í tengslum við vernd og umgengni á svæðinu sem og íslenskum stofnunum sem hafa það hlutverk að veita stjórnvöldum og hagsmunaaðilum ráðgjöf varðandi sjálfbæra nýtingu á lifandi auðlindum Breiðafjarðar á grundvelli nýtingarstefnu stjórnvalda á hverjum tíma.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur því áherslu á að Hafrannsóknarstofnun verði gert kleift í samráði við hagsmunaaðila í heimabyggð, að efla rannsóknir á fjölbreyttu lífríki Breiðafjarðar og þeim möguleikum sem kunna að vera til staðar til að auka sjálfbæra nýtingu sjávarfangs til atvinnu- og verðmætasköpunar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum Halldórs Árnasonar, Kára Hilmarssonar, Kára Geirs Jenssonar og Mögdu Kulinsku á móti einu atkvæði Söru Hjörleifsdóttur.