Fara í efni

Samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar

Málsnúmer 2011049

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 5. fundur - 30.11.2020

Lögð fram samantekt og niðurstöður Breiðafjarðarnefndar um framtíð Breiðafjarðar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir megnri andstöðu við tillögur og hugmyndir Breiðafjarðarnefndar um að Breiðafjörður verði tilnefndur á lista Ramsarsvæða, að Breiðafjörður verði skilgreindur, að hluta til eða öllu leyti, sem þjóðgarður í sjó og að hafinn verði undirbúningur að tilnefningu Breiðafjarðar á Heimsminjaskrá UNESCO. Varhugavert er að færa íhlutunarvald til alþjóðlegra stofnana. Nefndin tekur undir röksemdir Ásgeirs Gunnars Jónssonar sem koma fram í athugasemdum hans til Breiðafjarðarnefndar, dags. 28. janúar 2020, en bréf hans birtist á bls. 56 í skýrslu Breiðafjarðarnefndar.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd telur að heimamenn séu best til þess fallnir að taka ákvarðanir í tengslum við vernd og umgengni á svæðinu sem og íslenskum stofnunum sem hafa það hlutverk að veita stjórnvöldum og hagsmunaaðilum ráðgjöf varðandi sjálfbæra nýtingu á lifandi auðlindum Breiðafjarðar á grundvelli nýtingarstefnu stjórnvalda á hverjum tíma.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur því áherslu á að Hafrannsóknarstofnun verði gert kleift í samráði við hagsmunaaðila í heimabyggð, að efla rannsóknir á fjölbreyttu lífríki Breiðafjarðar og þeim möguleikum sem kunna að vera til staðar til að auka sjálfbæra nýtingu sjávarfangs til atvinnu- og verðmætasköpunar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum Halldórs Árnasonar, Kára Hilmarssonar, Kára Geirs Jenssonar og Mögdu Kulinsku á móti einu atkvæði Söru Hjörleifsdóttur.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH) - 4. fundur - 19.11.2024

Lögð fram skýrsla um greiningu á verndargildi vernarsvæðis Breiðafjarða og áhrif þess, tækifæri og ógnanir, á samfélag, byggð og atvinnulíf, ásamt tengdum gögnum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar niðurstöðunni og bindur vonir við að með þessari niðurstöðu hafi skapast mikilvæg sátt um framtíð Breiðafjarðar. Lykilþáttur í allri umræðu og sátt um framtíð Breiðarfjarðar er að rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar verði stórauknar frá því sem nú er þannig að tryggja megi áfram sjálfbæra auðlindanýtingu fjarðarins. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd beinir því til matvælaráðherra, þingmanna Norðvesturkjördæmis og Hafrannsóknarstofnunar að stórauka rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar.
Getum við bætt efni síðunnar?