Möguleg þátttaka Snæfellsness í UNESCO
Málsnúmer 2108015
Vakta málsnúmerBæjarráð - 630. fundur - 19.08.2021
Lagt fram erindi frá Ragnhildi Sigurðardóttur, f.h. Svæðisgarðsins og verkefnahóps um mögulega þátttöku í UNESCO ?Man and Biosphere? (MAB), þar sem óskað er eftir afstöðu Stykkishólmsbæjar til erindisins.
Bæjarráð óskar eftir að verkefnið verði kynnt bæjarfulltrúum í Stykkishólmi.
Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022
Lagt fram erindi Ragnhildar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins Snæfellsness, þar sem óskað er eftir viðbrögðum bæjarstjórnar við því að Snæfellsnes verði tilnefnt sem UNESCO, man and biosphere svæði. Einnig er lagt fram minnisblað framkvæmdarstjóra Svæðisgarðsins um málið.
Bæjarráð samþykkir þátttöku Stykkishólmsbæjar í verkefninu og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn - 408. fundur - 24.02.2022
Lagt fram erindi Ragnhildar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins Snæfellsness, þar sem óskað er eftir viðbrögðum bæjarstjórnar við því að Snæfellsnes verði tilnefnt sem UNESCO, man and biosphere svæði. Einnig er lagt fram minnisblað framkvæmdarstjóra Svæðisgarðsins um málið.
Bæjarráð samþykkti, á 636. fundi sínum, þátttöku Stykkishólmsbæjar í verkefninu og vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti, á 636. fundi sínum, þátttöku Stykkishólmsbæjar í verkefninu og vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.