Ósk Asco Harvester ehf. um samstarf vegna atvinnuuppbyggingar
Málsnúmer 2202015
Vakta málsnúmerBæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022
Lagt fram erindi frá Asco Harvester sem felur í sér umsókn um lóðina Nesveg 22a til vinnslu, rannsókna og kynninga á framleiðslu þörunga, ásamt ósk um samstarf um atvinnuuppbyggingu.
Bæjarstjórn - 408. fundur - 24.02.2022
Lagt fram erindi frá Asco Harvester sem felur í sér umsókn um lóðina Nesveg 22a til vinnslu, rannsókna og kynninga á framleiðslu þörunga, ásamt ósk um samstarf um atvinnuuppbyggingu.
Bæjarráð samþykkri, á 636. fundi sínum, að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Asco Harvester ehf. í samræmi við erindi félagsins.
Bæjarráð lagði jafnframt áherslu á að fulltrúar Asco Harvester ehf. kynni áformin fyrir íbúum og að endanlegar útfærslur verði unnar í sem mestri sátt við umhverfi, íbúa og aðra hagsmunaaðila.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkri, á 636. fundi sínum, að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Asco Harvester ehf. í samræmi við erindi félagsins.
Bæjarráð lagði jafnframt áherslu á að fulltrúar Asco Harvester ehf. kynni áformin fyrir íbúum og að endanlegar útfærslur verði unnar í sem mestri sátt við umhverfi, íbúa og aðra hagsmunaaðila.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 11. fundur - 04.04.2022
Asco-Harvester ehf. í Stykkishólmi hefur lagt fram umsókn um lóðina Nesveg 22a til vinnslu, rannsókna og kynninga á framleiðslu þörunga, ásamt ósk um samstarf um atvinnuuppbyggingu. Formaður nefndarinnar kynnir áform fyrirtækisins um vinnslu þörunga og fyrirhugaðan íbúafund þar sem fyrirtækið kynnir nánar áform sín.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju með áhuga Asco Harvester ehf. á að efla og auka fjölbreytni atvinnulífs í Stykkishólmi.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022
Lagt fram erindi frá Asco Harvester ehf. þar sem óskað er eftir samstarfið við Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit, sem landeiganda á sunnanverðum Breiðafirði um sjálfbæra öflun á þangi og fullvinnslu á afurðum úr þörungum með það að markmiði að efla atvinnu og styrkja samfélagið í Stykkishólmi og Helgfellssveit.
Bæjarráð vísar málinu til frekari vinnslu í bæjarráði.
Bæjarráð leggur áherslu á að fulltrúar Asco Harvester ehf. kynni áformin fyrir íbúum og að endanlegar útfærslur verði í sem mestri sátt við umhverfi, íbúa og aðra hagsmunaaðila.