Fara í efni

Aðalgata 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2202001

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 19. fundur - 15.02.2022

SS-Veitingar sækja um að nýta núverandi óráðstafaðann kjallara að Aðalgötu 3, sem ekkert hefur verið nýttur undanfarin ár, ásamt að bæta aðkomu að kjallaranum með tröppum niður að útisvæði. Leitast er við að nota samskonar efni og er á Narfeyrarstofu í dag utanhúss. Svalir í norður verða fjarlægðar og tröppur að 1. hæð verða endurbyggðar. Bílastæði verða færð til á lóðinni. o.fl.
Allar breytingar á húsum sem eru 100 ára og eldri, eru háðar lögum um menningarminjar nr. 80/2012, en skráð byggingarár hússins að Aðalgötu 3 skv. Þjóðskrá Íslands er 1906.
Skv. 29. grein laga um minningarminjar nr. 80/2012 eru öll hús og mannvirki sem eru 100 ára eða eldri friðuð og óheimilt að breyta þeim nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Skv. 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 um útgáfu byggingarleyfis, segir að óheimilt sé að gefa út byggingarleyfi fyrir mannvirki sem fellur undir IV., VI. og VII. kafla laga um menningarminjar fyrr en álit Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Húsið Aðalgata 3 nýtur því friðunar vegna aldurs skv. 1. mgr. 29. greinar laga um menningarminjar nr. 80/2012 en í því felst að óheimilt er að raska, spilla, breyta, rífa eða flytja slík hús úr stað nema með leyfi Minjastofnunar sbr. 2. mgr. 29. greinar laganna.

Í ljósi ofangreinds vísar byggingarfulltrúi byggingarleyfisumsókn til umsagnar hjá Minjastofnun.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggingarfulltrúi framkvæmdum utanhúss til skipulags- og byggingarnefdnar sbr við grein 2.3.5 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

Skipulags- og bygginganefnd - 257. fundur - 17.02.2022

Páll víkur af fundi
SS-Veitingar sækja um að nýta núverandi "óráðstafað rými" í kjallara Aðalgötu 3 ásamt
því að bæta aðkomu að kjallaranum með tröppum niður að útisvæði. Leitast er við að nota
samskonar klæðningu og er á viðbyggingu aftan við húsið þ.e. svarta timburklæðningu.
Svalir sem snúa í norður verða fjarlægðar og tröppur að 1. hæð verða endurbyggðar.
Bílastæði verða færð til á lóðinni og þeim fjölgað úr fimm í sex, o.fl.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi framkvæmdum
utanhúss til skipulags- og byggingarnefndar.
Nefndin fagnar framkvæmdum við Aðalgötu 3.

Tillaga skipulagsfulltrúa um að grenndarkynna fyrir eigendum Aðalgötu 1, 2 og Austurgötu 2 er hafnað samhljóða með fjórum atkvæðum. Varatillaga skipulagsfulltrúa um að grenndarkynna fyrir eigendum Aðalgötu 2 og Austurgötu 2 er felld með tveimur atkvæðum Ragnheiðar (O-listi) og Ragnars (L-listi) gegn tveimur atkvæðum Dags (H-listi) og Guðlaugar (H-listi).

Skipulags- og bygginganefnd hafnar beiðni um fjölgun bílastæða á lóðinni með vísun í tillögu að deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu, sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn og er nú til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Jafnframt samþykkir nefndin samhljóða að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Austurgötu 2.
Páll mætir aftur til fundar

Bæjarráð - 636. fundur - 21.02.2022

SS-Veitingar sækja um að nýta núverandi "óráðstafað rými" í kjallara Aðalgötu 3 ásamt því að bæta aðkomu að kjallaranum með tröppum niður að útisvæði. Leitast er við að nota samskonar klæðningu og er á viðbyggingu aftan við húsið þ.e. svarta timburklæðningu. Svalir sem snúa í norður verða fjarlægðar og tröppur að 1. hæð verða endurbyggðar. Bílastæði verða færð til á lóðinni og þeim fjölgað úr fimm í sex, o.fl.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi framkvæmdum utanhúss til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og bygginganefnd hafnaði, á 257. fundi sínum, beiðni um fjölgun bílastæða á lóðinni með vísun í tillögu að deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu, sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn og er nú til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Jafnframt samþykkti nefndin samhljóða að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Austurgötu 2.
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 408. fundur - 24.02.2022

Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir víkur af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins og tekur Anna Margrét Pálsdóttir sæti á fundinum.
SS-Veitingar sækja um að nýta núverandi "óráðstafað rými" í kjallara Aðalgötu 3 ásamt því að bæta aðkomu að kjallaranum með tröppum niður að útisvæði. Leitast er við að nota samskonar klæðningu og er á viðbyggingu aftan við húsið, þ.e. svarta timburklæðningu. Svalir sem snúa í norður verða fjarlægðar og tröppur að 1. hæð verða endurbyggðar. Bílastæði verða færð til á lóðinni og þeim fjölgað úr fimm í sex, o.fl.

Þar sem ekki er fyrir hendi gilt deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi framkvæmdum utanhúss til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og bygginganefnd hafnaði, á 257. fundi sínum, beiðni um fjölgun bílastæða á lóðinni með vísun í tillögu að deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu, sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn og bíður nú til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun. Jafnframt samþykkti nefndin samhljóða að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Austurgötu 2.

Á 636. fundi sínum vísaði bæjarráð afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar til bæjarstjórnar.

Fyrir bæjarstjórn eru lagðar umsagnir byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar og Ívars Pálssonar, lögmanns hjá Landslögum, en fagleg afstaða skipulagsfulltrúa til málsins liggur þegar fyrir þar sem skipulagsfulltrúi sem lagði til við skipulags- og byggingarnefnd að grenndarkynna erindið, sbr. bókun skipulags- og byggingarnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Austurgötu 2, Aðalgötu 1 og Aðalgötu 2.
Steinunni Ingibjörg Magnúsdóttir tekur aftur sæti á fundinum og Anna Margrét Pálsdóttir víkur af fundi.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 20. fundur - 08.03.2022

Á 19. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var óskað eftir umsögn Minjastofnunnar varðandi framkvæmdir við Aðalgötu 3 en elsti hluti hússins var byggður árið 1906. Jafnframt var óskað eftir afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar á erindinu.

Minjastofnun hefur veitt jákvæða umsögn varðandi framkvæmdirnar en beðið er eftir staðfestingu á bókun skipulags- og byggingarnefndar er varðar framkvæmdir utanhúss.



Í ljósi jákvæðra umsagna Minjastofnunnar varðandi frágang innanhúss samþykkir byggingarfulltrúi byggingaráform innanhúss.
Byggingarleyfi fyrir framkvæmdum innanhúss verður gefið út að uppfylltum skilyrðum sbr 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

Á 408 fundi bæjarstjórnar voru framkvæmdir utanhúss teknar fyrir, þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag samþykkti bæjarstjórn að grenndarkynna erindið skv. 2.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010 fyrir lóðarhöfum Austurgötu 2, Aðalgötu 1 og Aðalgötu 2.

Getum við bætt efni síðunnar?