Fara í efni

Umsagnarbeiðni - Veitingarekstur um borð í Baldri

Málsnúmer 2312001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 17. fundur - 07.12.2023

Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn vegna umsóknar Sæferða ehf kt.521199-2459 um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, veitingastofa og greiðasala, sem rekinn verður um borð í nýju Breiðafjarðarferjunni Baldri SH (3039) sem er skráð með heimahöfn í Stykkishólmshöfn. Samkvæmt athugasemd umsækjanda í umsókninni er um að ræða veitingasölu um borð í ferjunni sem siglir frá Stykkishólmi yfir á Brjánslæk og svo til baka. Sala veitinga fer einungis fram á meðan á áætlunarferðum stendur.
Bæjarráð hefur ekki athugasemdir við veitingu rekstarleyfi til Sæferða vegna veitingasölu í Baldri.
Getum við bætt efni síðunnar?