Fara í efni

Samningur við Sæferðir vegna aðstöðu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í Stykkishólmi

Málsnúmer 1502002

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn (SH) - 5. fundur - 22.11.2023

Lagður fram samningur vegna aðstöðu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í Stykkishólmshöfn, en í samningnum er sérstaklega tiltekið að hann gildir fyrir ferju sem var tekin í notkun í nóvember 2014.
Hafnarstjórn óskar eftir viðræðum við Sæferðir ehf. um endurskoðun á samningi við Sæaferðir ehf. vegna aðstöðu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í Stykkishólmshöfn, dags. 31. desember 2014, m.a. vegna breyttra forsendna eftir að nýtt skip í eigu ríkisins hóf siglingar um Breiðafjörð.

Bæjarráð - 17. fundur - 07.12.2023

Lagður fram samningur vegna aðstöðu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í Stykkishólmshöfn, en í samningnum er sérstaklega tiltekið að hann gildir fyrir ferju sem var tekin í notkun í nóvember 2014.



Hafnarstjórn óskaði á 5. fundi sínum eftir viðræðum við Sæferðir ehf. um endurskoðun á samningi við Sæaferðir ehf. vegna aðstöðu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í Stykkishólmshöfn, dags. 31. desember 2014, m.a. vegna breyttra forsendna eftir að nýtt skip í eigu ríkisins hóf siglingar um Breiðafjörð.
Bæjarráð samþykkir tillögu hafnarstjórnar.
Getum við bætt efni síðunnar?