Höfðagata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2205004
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 22. fundur - 15.06.2022
Sótt er um að byggja tengibyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúsnæðis ásamt því að byggja kvist á suðurhlið rishæðar. Nýjir skjólveggir og pallur stækkaður til að koma fyrir heitum potti.
Með umsókn fylgja aðaluppdrættir frá Rerum ehf dagsettum 22.04.2022
Með umsókn fylgja aðaluppdrættir frá Rerum ehf dagsettum 22.04.2022
Þar sem aðaluppdrættir eru ekki í samræmi við deiliskipulag vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar
Skipulagsnefnd - 1. fundur - 22.06.2022
Lóðarhafi Höfðagötu 7 sækir um leyfi fyrir tengibyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúss ásamt því að byggja kvist á suðurhlið rishæðar. Jafnframt er fyrirhugað að reisa nýja skjólveggi og er pallur er einnig stækkaður til þess að koma fyrir heitum potti.
Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Rerum ehf. dags. 22.04.2022.
Skv. deiliskipulagi er heimilt að byggja 10 m2 tengibyggingu milli íbúðarhúss og bílgeymslu. Þar sem að tengibyggingin er að hluta til utan byggingarreits og ekki er fjallað um kvist í deiliskipulagi, vísaði byggingarfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Rerum ehf. dags. 22.04.2022.
Skv. deiliskipulagi er heimilt að byggja 10 m2 tengibyggingu milli íbúðarhúss og bílgeymslu. Þar sem að tengibyggingin er að hluta til utan byggingarreits og ekki er fjallað um kvist í deiliskipulagi, vísaði byggingarfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna fyrirhugaðar breytingar skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum Höfðagötu 2, 4 og 9.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022
Lögð fram umsókn þar sem sótt er um að byggja tengibyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúsnæðis ásamt því að byggja kvist á suðurhlið rishæðar. Nýjir skjólveggir og pallur stækkaður til að koma fyrir heitum potti.
Með umsókn fylgja aðaluppdrættir frá Rerum ehf dagsettum 22.04.2022
Þar sem aðaluppdrættir eru ekki í samræmi við deiliskipulag vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum að grenndarkynna fyrirhugaðar breytingar skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum Höfðagötu 2, 4 og 9.
Með umsókn fylgja aðaluppdrættir frá Rerum ehf dagsettum 22.04.2022
Þar sem aðaluppdrættir eru ekki í samræmi við deiliskipulag vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum að grenndarkynna fyrirhugaðar breytingar skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum Höfðagötu 2, 4 og 9.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 2. fundur - 30.06.2022
Lögð fram umsókn þar sem sótt er um að byggja tengibyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúsnæðis ásamt því að byggja kvist á suðurhlið rishæðar. Nýjir skjólveggir og pallur stækkaður til að koma fyrir heitum potti.
Með umsókn fylgja aðaluppdrættir frá Rerum ehf dagsettum 22.04.2022
Þar sem aðaluppdrættir eru ekki í samræmi við deiliskipulag vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum að grenndarkynna fyrirhugaðar breytingar skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum Höfðagötu 2, 4 og 9.
Bæjarráð samþykkti á 1. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Í samræmi við afgreiðslur skipulagsnefndar og bæjarráðs felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa umboð til þess að afla viðeigandi gagna og grenndarkynna framangreindum lóðarhöfum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.
Með umsókn fylgja aðaluppdrættir frá Rerum ehf dagsettum 22.04.2022
Þar sem aðaluppdrættir eru ekki í samræmi við deiliskipulag vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkti á 1. fundi sínum að grenndarkynna fyrirhugaðar breytingar skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum Höfðagötu 2, 4 og 9.
Bæjarráð samþykkti á 1. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Í samræmi við afgreiðslur skipulagsnefndar og bæjarráðs felur bæjarstjórn skipulagsfulltrúa umboð til þess að afla viðeigandi gagna og grenndarkynna framangreindum lóðarhöfum í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa umboð til þess að afla viðeigandi gagna og grenndarkynna lóðarhöfum Höfðagötu 2, 4 og 9 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23. fundur - 10.08.2022
Á 22. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa sótti Rerum um fyrir hönd húseiganda á Höfðagötu 7 að byggja tengibyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúsnæðis ásamt því að byggja kvist á suðurhlið rishæðar, þar sem umsóknin samræmdist ekki deiliskipulagi vísaði byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd ákvað að erindið skildi grenndarkynnt. Bæjarráð staðfesti bókun skipulagsnefndar og var erindið grenndarkynnt frá 24.06.2022 til 22.07.2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd ákvað að erindið skildi grenndarkynnt. Bæjarráð staðfesti bókun skipulagsnefndar og var erindið grenndarkynnt frá 24.06.2022 til 22.07.2022, engar athugasemdir bárust.
þar sem engar athugasemdir við grenndarkynningu bárust samþykkir byggingarfulltrúi byggingaráform sbr við grein 2.4.2 í byggingarreglugerð með áorðnum breytingum