Umsögn um rekstrarleyfi - Hólar 1, 341 Stykkishólmi (Stundarfriður)
Málsnúmer 2206042
Vakta málsnúmerBæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 1. fundur - 23.06.2022
Lagt fram erindi frá embætti Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins um umsókn Stundarfriðar ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, tegund h-frístundahús, sem rekinn verður sem Stundarfriður cottage, í 3 frístundahúsum að Hólum 1 (2321931), Helgafellssveit, 341 Stykkishólmur.
Jafnframt eru lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna málsins.
Jafnframt eru lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna málsins.
Bæjarráð veitir ekki jákvaða umsögn vegna við veitingu rekstarleyfis vegna Hóla 1, vegan umsagnar byggingafulltrúa.
Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4. fundur - 20.10.2022
Lögð fram að nýju umsagnarbeiðni sveitarfélagsins um umsókn Stundarfriðar ehf. um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II, tegund h-frístundahús, sem rekinn verður sem Stundarfriður cottage, í 3 frístundahúsum að Hólum 1 (2321931), Helgafellssveit, 341 Stykkishólmur. Einnig er lagður fram tölvupóstur byggingarfulltrúa þar sem hann dregur fyrri umsögn sína til baka.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstarleyfis til Hóla 1, 341 Stykkishólmi (Stundarfriður).