Frumkvöðla- og nýsköpunarsetur
Málsnúmer 2004022
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 2. fundur - 20.04.2020
Lagt var fram minnisblað um heimsókn formanns atvinnu- og nýsköpunarnefndar til nýsköpunarsetursins Coworks á Akranesi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir að kanna í samstarfi við bæjarstjóra möguleika á stofnun frumkvöðla- og nýsköpunarseturs í Stykkishólmi sem rekið yrði á svipuðum grundvelli og setrið á Akranesi. Kannað verði m.a. hentugt húsnæði fyrir slíka starfsemi, helstu rekstrarforsendur og eftirspurn einyrkja eftir aðstöðu. Einnig verði kannað hvort í setrinu geti fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu fengið aðstöðu fyrir störf án staðsetningar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 3. fundur - 22.05.2020
Haldið var áfram frá fyrri fundi umræðu um möguleika á stofnun frumkvöðla- og nýsköpunarseturs í Stykkishólmi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir að kanna áfram í samstarfi við bæjarstjóra möguleika á stofnun frumkvöðla- og nýsköpunarseturs í Stykkishólmi, sem rekið yrði á svipuðum grundvelli og setrið á Akranesi, þar sem skapandi greinar í Stykkishólmi fái aðstöðu til lengri tíma til vaxtar. Kannað verði m.a. hentugt húsnæði fyrir slíka starfsemi, t.d. flugstöðina, helstu rekstrarforsendur og eftirspurn einyrkja eftir aðstöðu.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 4. fundur - 10.09.2020
Með vísan til 5. og 6. tl. fundargerðar nefndarinnar frá 22. maí sl. er rætt um að atvinnu- og nýsköpunarnefnd í samstarfi við bæjarstjórn beitti sér fyrir opnum kynningarfundi um frumkvöðlastarfsemi og hvað þurfi til svo að slík starfsemi geti borið ávöxt.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd er reiðubúin í samráði við bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar að efna til opins kynningarfundar um frumkvöðlastarfsemi. Stefnt verði að því að fundurinn verði haldinn í október 2020.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 5. fundur - 30.11.2020
Bæjarstjórn fól á fundi sínum 1. október sl. atvinnu- og nýsköpunarnefnd að skipuleggja opinn kynningarfun um frumkvöðlastarfsemi þegar aðstæður leyfa í samráði við bæjarstjóra.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd væntir þess að unnt verði að halda kynningarfund um frumkvöðlastarfsemi á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.