Atvinnuleysi í Stykkishólmi
Málsnúmer 2009039
Vakta málsnúmerAtvinnu- og nýsköpunarnefnd - 5. fundur - 30.11.2020
Bæjarstjóri gerir grein fyrir þróun atvinnuleysis í Stykkishólmi á þessu ári.
Lagt fram til kynningar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 6. fundur - 09.02.2021
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru atvinnuleitendur í Stykkishólmi og nágrenni um 60 talsins, þar af 55 atvinnuleitendur í Stykkishólmi. Skipting milli karla og kvenna er nokkuð jöfn.
Lagt fram til kynningar. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir áhyggjum sínum af fjölda atvinnulausra af erlendu bergi í Stykkishólmi og hvetur bæjarstjórn til að ná utan um hópinn og styðja.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 7. fundur - 10.05.2021
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru atvinnuleitendur í Stykkishólmi 16 talsins, 9 konur og 7 karlar. Af þessum 16 atvinnuleitendum hafa 4 einstaklingar nýtt 12 mánuði eða meira af 30 mán. bótatímabili. Fyrirtæki hafa mikið verið að leita eftir starfsfólki sérstaklega í tengslum við úrræðið ,,Hefjum störf“. Stór hluti þeirra sem nú eru skráðir í atvinnuleit í Stykkishólmi hafa fengið boð um atvinnuviðtal, þannig að mögulega fá einhverjir þeirra vinnu á næstu dögum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagna minnkandi atvinnuleysi í Stykkishólmi og hvetur fyrirtæki í Stykkishólmi til að leita leiða til að auka framleiðslu og fjölga störfum.