Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Skipulagsnefnd - 26
Málsnúmer 2501002FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 26. fundar skipulagsnefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Ungmennaráð - 6
Málsnúmer 2411013FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 6. fundar ungmennaráðs.
Lagt fram til kynningar.
3.Bæjarráð - 29
Málsnúmer 2501003FVakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 29. fundar bæjarráðs.
Lagt fram til kynningar.
4.Samningur við Snæfell
Málsnúmer 1905032Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að uppfærðum samstarfssamning við ungmennafélagið Snæfell. Æskulýðs- og íþróttanefnd tók samningin til umfjöllunar á 4. fundi sínum. Nefndin tók vel í samninginn og hvatti til þess að hann yrði kláraður sem fyrst.
Bæjarráð samþykkti, á 29. fundi sínum, tilfærslu framlags milli ára vegna mötuneytis og samþykkti að vísa samningsdrögum með áorðnum breytingum til bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkti, á 29. fundi sínum, tilfærslu framlags milli ára vegna mötuneytis og samþykkti að vísa samningsdrögum með áorðnum breytingum til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir nýjan samstarfssamning milli Sveitarfélagsins Stykkishólms og aðalstjórnar Ungmennafélags Snæfells um eflingu íþróttastarfs í sveitarfélaginu og felur bæjarstjóra fullnaðarumboð til frágangs og undirritunar samningsins.
5.Undanþágulisti vegna verkfalla
Málsnúmer 2501002Vakta málsnúmer
Lagður fram undanþágulisti fyrir sveitarfélagið Stykkishólm vegna verkfalla.
Bæjarráð samþykkti, á 29. fundi sínum, undanþágulista fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm vegna verkfalla og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Bæjarráð samþykkti, á 29. fundi sínum, undanþágulista fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm vegna verkfalla og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hann.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan undanþágulista fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm vegna verkfalla.
6.Breyting á samþykkt um gatnagerðargjald, lóðagjald o.fl. í Sveitarfélaginu Stykkishólmi
Málsnúmer 2311015Vakta málsnúmer
Lögð fram breytingartillaga á samþykkt um gatnagerðargjald, lóðagjald o.fl. í Sveitarfélaginu Stykkishólmi.
Bæjarráð lagði, á 29. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald, lóðagjald o.fl. í Sveitarfélaginu Stykkishólmi.
Bæjarráð lagði, á 29. fundi sínum, til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald, lóðagjald o.fl. í Sveitarfélaginu Stykkishólmi.
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
7.Beiðni um staðfestingu - Reitarvegur 10
Málsnúmer 2501010Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni frá Skipavík þar sem óskað er eftir staðfestingu sveitarfélagsins á túlkun sveitarfélagsins á deiliskipulagsskilmálum við Reitarveg þannig að hægt sé að ryðja úr vegi fyrirvörum/kvöðum samkvæmt fyrirliggjandi kaupsamningi. Nánar tiltekið er óskað eftir staðfestingu sveitarfélagsins á því að lóð merkt ÞV á deiliskipulagi (Reitarvegur 10 samkvæmt deiliskipulagi) verði úthlutað eiganda núverandi Reitarvegar 10 (Kristjánsborg) gegn því skilyrði að húsið, Reitarvegur 10 (Kristjánsborg) sem er 152 fm. bárujárnsklætt timburhús og samkvæmt fasteignamati var byggt árið 1958, verði rifið og lóðin sem það stendur á renni til sveitarfélagsins.
Bæjarráð staðfesti, á 29. fundi sínum, að eigandi Kristjánsborgar samkvæmt kaupsamningi, fái lóð merkt ÞV á deiliskipulagi (Reitarvegur 10 samkvæmt deiliskipulagi), með því skilyrði að uppbygging á lóðinni hefjist innan 24 mánaða, að öðrum kosti fellur lóðin til sveitarfélagsins, nema um annað verði samið.
Bæjarráð vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð staðfesti, á 29. fundi sínum, að eigandi Kristjánsborgar samkvæmt kaupsamningi, fái lóð merkt ÞV á deiliskipulagi (Reitarvegur 10 samkvæmt deiliskipulagi), með því skilyrði að uppbygging á lóðinni hefjist innan 24 mánaða, að öðrum kosti fellur lóðin til sveitarfélagsins, nema um annað verði samið.
Bæjarráð vísaði afgreiðslu sinni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs gegn því að nýr eigandi Kristjánsborgar samkvæmt kaupsamningi fallist breytingu á skipulagi Reitarvegs, ef ekki verður byggt innan tímafrest, þar sem tenging lóðar ÞV við Kristjánsborg verði afmáð úr skipulaginu. Samþykkt með 4 atkvæðum H lista. Bæjarfulltrúar Í lista sitja hjá.
Til máls tóku HH, JBSJ, HG
Til máls tóku HH, JBSJ, HG
8.Imbuvík 4 - Auglýsing um afslátt af gatnagerðargjöldum
Málsnúmer 2402027Vakta málsnúmer
Lagt er til að lóðin Imbuvík 4 verði auglýst laus til úthlutunar með 50% afslætti af gatnagerðagjöldum.
Bæjarráð samþykkti, á 29. fundi sínum, að lóðin að Imbuvík 4 verði auglýst til úthlutunar með 50% afslætti af gatnagerðargjöldum og vísaði afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti, á 29. fundi sínum, að lóðin að Imbuvík 4 verði auglýst til úthlutunar með 50% afslætti af gatnagerðargjöldum og vísaði afgreiðslu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt með 4 atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, Ragnars Inga Sigurðssonar og Þóhildar Eyþórsdóttur, bæjarfulltrúa H - lista.
Haukur Garðarsson, Heiðrún Höskuldsdóttir og Kristján Hildibrandsson, bæjarfulltrúar Í-lista, greiða atkvæði á móti.
Til máls tóku HH, SM, HG
Samþykkt með 4 atkvæðum Hrafnhildar Hallvarðsdóttur, Steinunnar Ingibjargar Magnúsdóttur, Ragnars Inga Sigurðssonar og Þóhildar Eyþórsdóttur, bæjarfulltrúa H - lista.
Haukur Garðarsson, Heiðrún Höskuldsdóttir og Kristján Hildibrandsson, bæjarfulltrúar Í-lista, greiða atkvæði á móti.
Til máls tóku HH, SM, HG
9.Fundaáætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs
Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að fundaáætlun bæjarráðs og bæjarstjórnar fyrri huta árs 2025.
Fundaáætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs tekin fyrir.
Bæjarstjórn samþykkir fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir fundaráætlun bæjarstjórnar og bæjarráðs.
10.Fjármála- og skrifstofustjóri - Prókúra
Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn um breytingu á prókúruhafa reikninga sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkir að veita Gyðu Steinsdóttur, kt. 040570-5199 prókúru fyrir sveitarfélagið og öllum B-hluta stofnunum sveitarfélagsins sem og prókúru að öllum bankareikningum sveitarfélgsins og stofnunum þess. Jafnframt er Þór Erni Jónssyni kt. 080258-3139 veitt prókúra að öllum bankareikningum sveitarfélagsins þar til hann lýkur störfum.
11.Umsókn um lóð í Víkurhverfi
Málsnúmer 2412012Vakta málsnúmer
Lögð fram að nýju umsókn um Lóð O í Víkurhverfi í ljósi þess að ákvæðum sem reglur um úthlutun lóða var ekki mætt að fullu, sbr. gr. 3.1.3 í reglum um úthlutun lóða í Stykkishólmi.
Bæjarstjórn afturkallar lóðarúthlutun vegna formgalla.
12.Þorrablót 2025
Málsnúmer 2406026Vakta málsnúmer
Lagður fram samningur við þorrablótsnefnd vegna sameiginlegra búnaðarkaupa.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að rita undir hann.
13.Samþykkt fyrir byggðasamlag um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
Málsnúmer 2501015Vakta málsnúmer
Lögð fram ný samþykkt fyrir byggðasamlag um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Bæjarstjórn vísar samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.
14.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.
15.Málefni Höfðaborgar - Trúnaðarmál
Forseti bæjarstjórnar tók til máls og nefndi að í ljósi þess að Þór Örn Jónsson sé að hætta hjá sveitarfélaginu vilji hún þakka honum fyrir störf sín sem bæjarritari en hann hefur unnið hjá sveitarfélaginu frá árinu 2004. Þakkaði hún honum góð samskipti og velvild og óskaði honum velfarnaðar.
Fundi slitið - kl. 18:06.
Forseti bar upp tillögu um að eftirfarandi mál verði tekið inn á dagskrá fundarins með afbrigðum:
- 2406026 - Þorrablót 2025
- 2501015 - Samþykkt fyrir byggðasamlag um rekstur Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
- 2402027 - Lóðarumsókn í Víkurhverfi
Samþykkt samhljóða.
Er ofangreint mál sett inn sem mál nr. 11-13 á dagskrá fundarins.