Bæjarstjórn
1.Landbúnaðarnefnd - 3
Málsnúmer 2409002FVakta málsnúmer
2.Velferðar- og jafnréttismálanefnd - 4
Málsnúmer 2409003FVakta málsnúmer
3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37
Málsnúmer 2408004FVakta málsnúmer
4.Skipulagsnefnd - 24
Málsnúmer 2408003FVakta málsnúmer
Til máls tóku RMR og JBSJ,
5.Skóla- og fræðslunefnd - 15
Málsnúmer 2409001FVakta málsnúmer
6.Bæjarráð - 25
Málsnúmer 2409004FVakta málsnúmer
7.Umsókn um lóð - H- lóð í Víkurhverfi
Málsnúmer 2409026Vakta málsnúmer
Bæjarráð vísaði, á 25. fundi sínum, málinu til bæjarstjórnarfundar þar sem dregið verður úr umsóknum.
Bæjarstjórn samþykkir, í samræmi við framangreint, að úthluta H- lóð í Víkurhverfi til Róbert Óskar Sigurvaldason f.h R101 ehf
8.Fundargerðir hafnasambands Íslands
Málsnúmer 2305022Vakta málsnúmer
9.Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2024
Málsnúmer 2409028Vakta málsnúmer
10.Reglur sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um stoðþjónustu
Málsnúmer 2409009Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti, á 25. fundi sínum, reglur sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um stoðþjónustu og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja þær.
Samþykkt samhljóða
11.Reglur um val og útnefningu heiðursborgara Sveitarfélagsins Stykkishólms
Málsnúmer 2310020Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
12.Laufásvegur 7 og 9 - Lóðarleigusamningar
Málsnúmer 2409021Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti, á 25. fundi sínum, lóðasamninga og fól bæjarstjóra að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.
Til máls tóku RMR og JBSJ
Samþykkt samhljóða.
13.Ásklif 6, 8 og 10 - lóðarblöð
Málsnúmer 2409024Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti lóðasamninga á 25. fundi sínum, og fól bæjarstjóra að undirrita þá fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
14.Vigraholt (Saurar 9) - br á aðalskipulagi 2024
Málsnúmer 2306018Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti, á 25. fundi sínum, afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða
15.Vigraholt (Saurar 9) - Deiliskipulag 2024
Málsnúmer 2404030Vakta málsnúmer
Einnig eru lögð fram uppfærð skipulagsgögn þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum.
Þann 24. apríl 2024 samþykkti bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 og tillögu að deiliskipulagi fyrir Vigraholt í samræmi við 1. mgr. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd samþykkti þann 17.07.2024 (23. fundur) að framlögð gögn þ.m.t. skipulagsuppdrættir, greinargerðir, umhverfisskýrsla, sem inniheldur úttekt landeigenda á náttúrufari, og svör landeigenda við athugasemdum sem bárust á kynningartíma vinnslutillögunnar, séu fullnægjandi gögn fyrir auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og nýtt deiliskipulag fyrir Vigraholt í samræmi við 1. og 2. mgr. 41. gr. laganna. Tillögurnar voru auglýstar 24.07.2024 með athugasemdafresti til 06.09.2024.
Á 24. fundi skipulagsnefndar samþykkti skipulagsnefnd að sameiginlegar innkeyrslur að frístunda- og íbúðarhúsum verði þar sem því verður við komið. Skipulagsnefnd fól formanni nefndarinnar að uppfæra svör við athugasemdum og senda tillögurnar til yfirferðar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. og 3. mgr. 4.1. gr skipulagslaga nr 123/2010 með fyrirvara um samþykki í bæjarstjórn. Auk minniháttar uppfærslna í greinargerð og umhverfisskýrslu, fól nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir hnitaskrá og upplýsingum um hámarksbyggingarmagn á hverri lóð og að það verði sýnt á uppdrætti.
Bæjarráð samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á 25. fundi sínum.
Samþykkt samhljóða.
16.Stefna í málefnum nýrra íbúa
Málsnúmer 2103029Vakta málsnúmer
Bæjarráð fagnaði, á 25. fundi sínum, áhuga og vilja nefndarinnar og lagði til við bæjarstjórn að velferðar- og jafnréttismálanefnd verði falið að vinna áfram að stefnumörkun í málefnum nýrra íbúa í Stykkishólmi á grunni vinnu starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf.
Samþykkt samhljóða.
17.Forsendur fjárhagsáætlunar 2025-2028
Málsnúmer 2409018Vakta málsnúmer
Til máls tóku HG og JBSJ
Bókun Í-listans
Forsendur fjárhagsáætlunnar.
Undirrituð setja fyrirvara á forsendur vegna fjárhagsáætlunar 2025 ? 2028 þar sem núverandi staða er óljós. Tap hefur verið á rekstrinum síðastliðin ár og stefnir í tap í ár líka. Leita verður allra leiða til snúa rekstrinum við og standast viðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.
Undirrituð munu sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Íbúalistinn Haukur Garðarsson Ragnar Már Ragnarsson Heiðrún Höskuldsdóttir
18.Viðauki 3 við Fjárhagsáætlun 2024-2027
Málsnúmer 2409015Vakta málsnúmer
Til máls tóku HG og RMR.
Bókun Í-listans
Undirrituð eru ekki sammála þeirri fjárhagsáætlun sem fulltrúar H-lista samþykktu fyrir yfirstandandi ár og viðauki 3 byggir á.
Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.
Íbúalistinn Haukur Garðarsson Ragnar Már Ragnarsson Heiðrún Höskuldsdóttir
19.Sjávarútvegsstefna og skelbætur
Málsnúmer 2312008Vakta málsnúmer
Í fyrrnefndum ályktunum var tekið fram að talsmenn útgerða við Breiðafjörð, sem hafa nýtt skelbætur, hafi sent forsætisráðherra og matvælaráðherra erindi um að fyrirtækin fái fulla heimild til þess að nýta skelbæturnar áfram svo sem verið hefur. Jafnframt hafi talsmenn fyrirtækjanna sent inn lögfræðiálit sem sýnir með skýrum hætti að verði skelbætur felldar niður bótalaust er um eignaupptöku að ræða. Í því sambandi var ítrekuð afstaða sveitarfélagsins að verði skelbæturnar felldar niður muni það skaða mjög starfsemi fyrirtækja í Stykkishólmi sem fara með 82.85% skelbótanna og valda miklum samdrætti í atvinnulífinu í Stykkishólmi sem er með öllu óásættanlegt. Matvælaráðherra og þingmenn kjördæmisins voru að lokum hvattir til þess að leita allra leiða til þess að tryggja að skelbæturnar verði veittar áfram eða gerðar upp með því að fyrirtækin fái sinn hlut í skelbótunum og geti nýtt hann við veiðar á bolfiski svo sem verið hefur.
Þar sem ekki liggur fyrir farsæl og sanngjörn niðurstaða í málinu er málið tekið upp í bæjarstjórn að nýju.
20.Hólar 5a - br á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag
Málsnúmer 2310023Vakta málsnúmer
Þann 17.2.2024, samþykkti skipulagsnefnd (19) að heimila landeigendum að vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir Hóla 5a . Nefndin fór fram á að skipulagið verði í framtíðinni grunnur að allri uppbyggingu á upprunajörðinni í samræmi við byggingarheimildir í gildandi aðalskipulagi og taki mið af heildarsamhengi uppbyggingar þannig að það myndi heildstæða einingu í samræmi við 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest í bæjarráði (19) og bæjarstjórn (22).
Þann 15. 4. 2024 tók skipulagsnefnd (21) jákvætt í framlögð drög að vinnslutillögu deiliskipulags og samþykkti að auglýsa sameiginlega skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest í bæjarráði (21) og bæjarstjórn (24).
Skipulagslýsingin var auglýst 5.-28.6.2024. Þann 17.7.2024 samþykkti skipulagsnefnd (23) samantekt og svör við athugasemdum sem borist höfðu og samþykkti fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar og auglýsa tillöguna að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu. Nefndin mælti með því að vinnslutillögurnar verði kynntar samtímis. Afgreiðsla nefndarinnar var staðfest í bæjarráði (24).
Samþykkt með 6 atkvæðum.
21.Agustsonreitur - skipulagsbreyting
Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti á 24. fundi sínum 14. ágúst sl að kynna vinnslutillögur vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og nýs deiliskipulags fyrir Agustsonreit í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með minniháttar uppfærslum í samræmi við umræður á fundinum.
Jafnframt samþykkti bæjarráð, í umboði bæjarstjórnar vegna sumarleyfa, að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við 31. gr. og 1. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. laganna berist engar stórvægilegar athugasemdir við vinnslutillögurnar sem taka þurfi til umfjöllunar fyrir auglýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkti, á 24. fundi sínum, fyrir sitt leyti að kynna vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Agustsonreit með minniháttar breytingum sem ræddar voru á fundinum m.a. að skoða lækkun á húsi framan við Sjávarpakkhús og aðkomuleiðir að bílageymsluhúsi þar sem óljóst er hvort um er að ræða eitt eða tvö bílageymsluhús. Samhliða vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags þarf einnig að kynna breytingu á gildandi deiliskipulagi miðbæjar austan Aðalgötu. Þar sem um mikilvæga breytingu er að ræða, sem kemur til með að hafa mikil áhrif á gamla bæinn, lagði nefndin til að haldnir verði opnir kynningarfundir í Amtbókasafninu þegar tillögurnar eru kynntar á vinnslustigi og þegar þær verða auglýstar.
Samþykkt samhljóða.
22.Ráðning fjármála- og skrifstofustjóra Sveitarfélagsins Stykkishólms
Málsnúmer 2402019Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
23.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 17:58.