Atvinnu- og nýsköpunarnefnd (SH)
Dagskrá
1.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Málsnúmer 2304026Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar umsögn sveitarfélagsins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
2.Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038
Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá Vegagerðinni sem greinir frá grófri verk- og tímaáætlun vegna framkvæmda við Skógarstrandarveg.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skorar á umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að færa framkvæmdir á Skógarströnd framar á samgönguáætlun. Nefndin skorar einnig á Vegagerðina að setja upp teljara á svæðinu svo hægt sé að auka þjónustu í samræmi við umferðarþunga.
3.Beislun sjávarorku til raforkuframleiðslu
Málsnúmer 2208037Vakta málsnúmer
Lögð fram tölvupóstsamskipti varðandi styrki og sjóði Evrópusambandsins sem sveitarfélög á Íslandi geta sótt í og eru opnir fyrir samstarfi.
Á 14. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til umfjöllunar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Á 14. fundi sínum vísaði bæjarráð málinu til umfjöllunar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur jákvætt í erindið svo lengi sem sveitarfélagið er ekki skuldbundið til útgjalda.
4.Drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030
Málsnúmer 2311019Vakta málsnúmer
Lögð fram til umsagnar drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur áherslu á að staða sveitarfélaga í tekjustofni verði betur tryggð í ferðaþjónustu.
5.Gjaldskrár 2024
Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir ekki athugasemdir við gjaldskrár sveitarfélagsins.
6.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027
Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Bókun Í-lista:
Undirritaður telur að áætlanir undanfarinna ára séu ekki ásættanlegar og niðurstaðan verið of langt frá upphaflegri áætlun. Leggja þarf áherslu á að lækka skuldir sveitarfélagsins og lækka fjármagnskostnað.
Undirritaður situr því hjá við afgreiðslu áætlunarinnar.
Lárus Ástmar Hannesson
Bókun Í-lista:
Undirritaður telur að áætlanir undanfarinna ára séu ekki ásættanlegar og niðurstaðan verið of langt frá upphaflegri áætlun. Leggja þarf áherslu á að lækka skuldir sveitarfélagsins og lækka fjármagnskostnað.
Undirritaður situr því hjá við afgreiðslu áætlunarinnar.
Lárus Ástmar Hannesson
7.Vinnustaðaheimsókn
Málsnúmer 2312006Vakta málsnúmer
Fundarmenn sækja fyrirtækið Isea ehf. heim, skoða aðstæður og kynnast starfsemi félagsins.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Isea ehf. fyrir góða kynningu á starfsemi félagsins. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju með þann metnað og framtaksemi sem forsvarsmönnum félagsins hafa fyrir rekstrinum og aukinni verðmætasköpun í nærsamfélaginu, sérstaklega áherslum félagsins á að fullvinna sem mest afurðir sínar í heimabyggð. Á fundinum kom fram að forsvarsmenn félagsins séu ávallt reiðubúnir til þess að kynna áhugasömum íbúum starfsemi félagsins og hvetur atvinnu- og nýsköpunarnefnd íbúa til þess að taki boði félagsins og kynna sér starfsemi þess og þær góðu afurðir sem þar eru unnar.
Í heimsókn atvinnu- og nýsköpunarnefndar til félagsins kom hins vegar fram að sú alvarlega staða sé uppi að dreifikerfi Veitna afkasti ekki þeirri orku sem Veitur hefðu gefið félaginu upp og var forsenda allrar hönnunar og fjárfestinga í fyrirliggjandi vinnslulínu. Brýnt að tryggja félaginu þá orku sem búið var að gefa loforð um og var m.a. forsenda kostnaðarþátttöku félagins í innviðum Veitna. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skorar á Veitur og Orkuveitu Reykjavíkur að bregðast nú þegar við þessari alvarlegu stöðu í Stykkishólmi.
Í heimsókn atvinnu- og nýsköpunarnefndar til félagsins kom hins vegar fram að sú alvarlega staða sé uppi að dreifikerfi Veitna afkasti ekki þeirri orku sem Veitur hefðu gefið félaginu upp og var forsenda allrar hönnunar og fjárfestinga í fyrirliggjandi vinnslulínu. Brýnt að tryggja félaginu þá orku sem búið var að gefa loforð um og var m.a. forsenda kostnaðarþátttöku félagins í innviðum Veitna. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd skorar á Veitur og Orkuveitu Reykjavíkur að bregðast nú þegar við þessari alvarlegu stöðu í Stykkishólmi.
Fundi slitið - kl. 18:53.
Bókun Í-lista:
Undirritaður telur að það þjóni ekki hagsmunum sveitarfélagsins til langs tíma að kvótasetja grásleppuveiðar.
Lárus Ástmar Hannesson