Hafnarstjórn (SH)
Dagskrá
1.Fundargerðir hafnasambands Íslands
Málsnúmer 2305022Vakta málsnúmer
Lagðar fram fundargerðir síðustu funda hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.
2.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga
Málsnúmer 2305021Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð 72. stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Vakin er athygli á 3. tölulið fundargerðar er fjallar um skerðingu á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja og annarra fyrirtækja í sjávarútvegi
Lagt fram til kynningar.
3.Undanþága fyrir Breiðafjarðarferjuna Baldur
Málsnúmer 2305020Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar vegna umsóknar um undanþágu fyrir Breiðafjarðarferjuna Baldur.
Lagt fram til kynningar.
4.Hafnsaga og önnur þjónusta við skip
Málsnúmer 2208020Vakta málsnúmer
Á 1. fundi hafnarstjórnar var lögð fram hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn og farið yfir hugmyndir um breytt verklag vegna hafnsögu skipa. Á fundinum lagði hafnarstjórn áherslu á að reyna að tryggja áfram hafnsögu í Hafnarreglugerð fyrir Stykkishólmshöfn ef það er nokkur kostur og vísar málinu til frekari vinnslu í hafnarstjórn. Hafnarstjórn felur hafnarverði að kanna þá möguleika sem í boði og hugsanlega samninga við þá sem gætu komið til greina sem verktakar í þessu sambandi. Unnið hefur verið í samræmi við afgreiðslu hafnarstjórnar en nú þykir ljóst erfiðlega hefur gengið að manna hafsögu. Vegna þessa er lögð til breyting á núgildandi reglugerð og lagt til að hún verði samþykkt sem tillaga til innviðaráðherra um breytingu á hafnarreglugerð Stykkishólmshafnar.
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
5.Hafnarstígur í norðuhluta hafnar við Súgandisey (umferðaröryggi)
Málsnúmer 2111017Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn í tengslum við fyrirhugaðan hafnarstíg í norðuhluta hafnar við Súgandisey, en í kafla 3.6 í Umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins er fjallað um að víða sé hættuástand meðfram Súgandiseyjargötu og sérstaklega bent á hættur meðfram Baldursbryggju. Fyrir liggur hönnun að stíg meðfram Baldursbryggju sunnan Súgandiseyjar til að bæta umferðaröryggi sem hugsað er sem samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd tók vel í fyrirliggjandi hugmyndir að stíg meðfram Baldursbryggju/Súgandiseyjargötu. Bæjarráð tók undir með skipulags- og bygginganefnd og vísaði málinu til vinnslu í hafnarstjórn. Hafnarstjórn hefur ítrekað bent á að brýnt sé að farið verði sem fyrst í þessa framkvæmd til að auka öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu. Hefur bæjarráð og bæjarstjórn tekið undir ákall hafnarstjórnar þar um.
Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að Vegagerðin tryggi tafarlaust íbúum, atvinnurekendum og gestum öryggi í samgöngum í norðurhluta hafnar við Súgandisey meðfram Súgandiseyjargötu og að byggður verði hafnarstígur í samvinnu við sveitarfélagið í samræmi við samþykkta umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem bendir á nauðsyn þessara framkvæmda, m.a. til að stýra umferð gangandi vegfarenda og skapa nauðsynlegt umferðaröryggi.
Hafnarstjórn bendir í þessu sambandi á og tekur undir ályktun 43. hafnarsambandsþings um að hafnarstarfsemi hafi breyst umtalsvert á mörgum höfnum á undanförnum árum og vegna vaxandi ferðamannafjölda á landinu hafa ferðaþjónustufyrirtækjum fjölgað mikið sem eru með ýmiskonar starfsemi á höfnum landsins. Stykkishólmshöfn sé gott dæmi um slíka breytingu. Hafa þessar breytingar á hafnarstarfsemi leitt af sér mikla umferð bæði gangandi og akandi ferðamanna á hafnasvæðum. Þessi umferð er víða innan um starfsemi annarra aðila á höfnum sem fer ekki í öllum tilfellum vel saman og getur skapað hættu fyrir alla aðila. Því miður hafa orðið alvarleg slys vegna þessara aðstæðna. Hafnarstjórn telur að hafnarstígur sé nauðsynlegur hlekkur í bættu umferðaröryggi á svæðinu og að brýnt sé að ráðast í umræddar framkvæmdir í samræmi framangreint til að koma í veg fyrir alvarleg slys vegna fyrirliggjandi aðstæðna á svæðinu.
Hafnarstjórn bendir í þessu sambandi á og tekur undir ályktun 43. hafnarsambandsþings um að hafnarstarfsemi hafi breyst umtalsvert á mörgum höfnum á undanförnum árum og vegna vaxandi ferðamannafjölda á landinu hafa ferðaþjónustufyrirtækjum fjölgað mikið sem eru með ýmiskonar starfsemi á höfnum landsins. Stykkishólmshöfn sé gott dæmi um slíka breytingu. Hafa þessar breytingar á hafnarstarfsemi leitt af sér mikla umferð bæði gangandi og akandi ferðamanna á hafnasvæðum. Þessi umferð er víða innan um starfsemi annarra aðila á höfnum sem fer ekki í öllum tilfellum vel saman og getur skapað hættu fyrir alla aðila. Því miður hafa orðið alvarleg slys vegna þessara aðstæðna. Hafnarstjórn telur að hafnarstígur sé nauðsynlegur hlekkur í bættu umferðaröryggi á svæðinu og að brýnt sé að ráðast í umræddar framkvæmdir í samræmi framangreint til að koma í veg fyrir alvarleg slys vegna fyrirliggjandi aðstæðna á svæðinu.
6.Skipavík - deiliskipulag
Málsnúmer 1502036Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík eftir auglýsingu, en deiliskipulagsvæðið tekur til um 4,5 ha reits, sem í aðalskipulagi er að mestu skilgreindur sem hafnarsvæði. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að skilgreina skynsamlega nýtingu núverandi innviða og framtíðarmöguleika til uppbyggingar á svæðinu. Þá er lögð fram samantekt umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingartíma tillögu að deiliskipulagi hafnarsvæðis við Skipavík ásamt drögum að afstöðu hafnarstjórnar og skipulagsnefndar við athugasemdum í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, sbr. 5. gr. hafnarlaga nr. 61/2003.
Hafnarstjórn samþykkir samhljóða skipulagstillöguna fyrir sitt leyti og leggur til við skipulagsnefnd og bæjarstjórn að hún verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að senda viðeigandi gögn til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og birta í framhaldinu auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þá staðfestir hafnarstjórn fyrirliggjandi umsögn um athugasemdir. Hafnarstjórn felur skipulagsnefnd-, bæjarráði/bæjarstjórn ljúka við endanlega afgreiðslu málsins þ.m.t. við umsögn um athugasemdir og lagfæringar á skipulagsgögnum.
7.Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038
Málsnúmer 2306027Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024?2028 sem er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með mánudeginum 31. júlí 2023.
Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að hafnarframkvæmdum við hafskipsbryggju verði ekki seinkað um þrjú ár frá fyrirliggjandi samgönguáætlun, en samkvæmt henni áttu framkvæmdir að hefjast á árinu 2023. Sveitarfélagið hafði gert ráð fyrir að framkvæmdi myndu standa yfir á árunum 2023-2025 eins og samþykkt hefur verið í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem tóku mið af fyrirliggjandi samgönguáætlun. Ljóst er að lagfæra þurfi þetta atriði í fyrirliggjandi samgönguáætlun.
Hafnarstjórn bendur á mikilvægi þess að ráðst í viðeigandi hafnarbætur í tengslum við ferjusiglingar og að Alþingi tryggi að framtíðarlausn í ferjusiglingum með smíði nýrrar ferju og að þau áform endurspeglist í fjármálaáætlunum ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun. Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að samgönguáætlun verði breytt á þann veg að hún endurspegli þörf fyrir smíði nýrrar ferju sem sigla eigi um Breiðafjörð þannig að Vegagerðin geti hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.
Hafnarstjórn bendur á mikilvægi þess að ráðst í viðeigandi hafnarbætur í tengslum við ferjusiglingar og að Alþingi tryggi að framtíðarlausn í ferjusiglingum með smíði nýrrar ferju og að þau áform endurspeglist í fjármálaáætlunum ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun. Hafnarstjórn leggur þunga áherslu á að samgönguáætlun verði breytt á þann veg að hún endurspegli þörf fyrir smíði nýrrar ferju sem sigla eigi um Breiðafjörð þannig að Vegagerðin geti hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.
Fundi slitið - kl. 21:12.