Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
1.Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 3
Málsnúmer 2209002FVakta málsnúmer
2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23
Málsnúmer 2208002FVakta málsnúmer
3.Skipulagsnefnd - 3
Málsnúmer 2208007FVakta málsnúmer
4.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2112008Vakta málsnúmer
5.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vesturlands
Málsnúmer 2006017Vakta málsnúmer
6.Nýting vindorku
Málsnúmer 2208043Vakta málsnúmer
7.Árshlutauppgjör Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 2209010Vakta málsnúmer
8.Samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsbyggðinni
Málsnúmer 2209009Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti, á 3. fundi sínum, að sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar verði aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar á landsbyggðinni. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt var bæjarstjóra falið að kanna hvort gera þurfi breytingar á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins vegna hins sameiginlega umdæmisráðs.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
9.Norðurljósahátíð
Málsnúmer 1910024Vakta málsnúmer
Lagt er til að bæjarstjórn veiti aðalmönnum í bæjarráði umboð til að veita viðurkenninguna í ár.
10.Ungmennaráð
Málsnúmer 2209013Vakta málsnúmer
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki erindisbréfið, skipi formann í ungmennaráð og veiti ráðinu heimild til að hefja störf um leið og það er full mannað.
Til máls tóku:HH og RHS
Tillaga Í-lista.
Við teljum að ungmennaráð ætti að halda sér utan flokka og pólitík. Því leggjum við til að erindisbréfið fái að halda sér eins og það er og að ungmennaráðið sjálft fái að kjósa sér sinn formann þar sem þau þekkja besti hver er til þess fallinn til að sinna því.
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Haukur Garðarsson
Tillaga felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
11.Sameiningarviðræður Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar - Heiti sveitarfélagsins
Málsnúmer 2112004Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti á 3. fundi sínum að boða til íbúafundar vegna nafns á nýja sveitarfélaginu. Þar verður kynnt greinargerð Örnefnanefndar og boðið til samtals um niðurstöðu Örnefnanefndar og fyrirliggjandi tillögur.
Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
12.Efling Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) í Stykkishólmi
Málsnúmer 2208031Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að beita sér fyrir að settur verði á fót starfshópur fagaðila í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og HVE á Akranesi sem móti tillögur um hvernig best sé að efla Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi og á Snæfellsnesi í heild, þannig að stofnunin veiti íbúum Snæfellsness meiri og öruggari heilbrigðisþjónustu en nú er.
Á grunni þeirrar hvatningar er lögð fram tillaga um að settur verði á fót starfshópur fagaðila frá heilbrigðisráðuneyti, sveitarfélaginu og Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) sem móti tillögur um hvernig best sé til framtíðar að efla HVE í Stykkishólmi. Meðal þess sem verði kannað er styrking háls- og bakdeildar, efling rannsókna, fjarheilbrigðisþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu og betri nýting húsnæðis HVE í Stykkishólmi.
Bæjarráð samþykkti tillöguna á 3. fundi sínum. Bæjarráð samþykkti að senda tillöguna og greinargerð til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og Heilbrigðisráðuneytisins með ósk um tilnefndingu fulltrúa í starfshópinn. Þá verði tillagan jafnframt send þingmönnum Norðvesturkjördæmis til kynningar.
Bæjarráð vísaði afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
13.Aukið fjármagn til að rannsaka lífríki sjávar í innanverðum Breiðafirði.
Málsnúmer 2208035Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti, á 1. fundi sínum, bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar að þrýsta á stjórnvöld til að útvega HAFRÓ aukið fjármagn til þessara rannsókna. Í sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarfokks, Sjálfstæðisfokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs kemur fram að sett verði metnaðarfull markmið um að auka hlutfall hollra og næringarríkra innlendra matvæla til að treysta fæðuöryggi. Með öflugri, innlendri matvælaframleiðslu er stuðlað að heilnæmi matvara og auknu matvælaöryggi.
Bæjarráð tók á 3. fundi sínum undir mikilvægi þess að efla rannsóknir á svæðinu með vísan til bókunar atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Bæjarráð skoraði jafnframt á matvælaráðherra og Alþingi að veita Hafrannsóknarstofnun frekari fjárheimildir til rannsókna.
Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tóku:HH og RHS
Bókun Í-lista:
Undirrituð benda á að á svæðinu eru stofnanir sem stunda rannsóknir á lífríkinu þ.á.m. rannsóknir á vistkerfi sjávarlífríkis Breiðafjarðar og leggja til að hvatningu til stjórnvalda um aukið fjármagn í slíkra rannsóknir verði einnig beint til þeirra stofnana. Mikilvægt er að stofnanir á svæðinu fái svigrúm í slíkar rannsóknir. Það eflir starfsemi þeirra og umfang og eykur líkur á að þær starfi áfram á svæðinu. Við þurfum ekki að líta lengra en til nágrannasveitarfélags þar sem HAFRÓ hefur nýlega hætt starfsemi.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Haukur Garðarsson
Ragnar Ragnarsson
14.Strand- og landeldi innan sameinaðs sveitarfélags
Málsnúmer 2208034Vakta málsnúmer
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvatti bæjarstjórn sameiginlegs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til að láta kortleggja og greina fiskeldistækifæri á svæðinu. Slík starfsemi getur skapað tækifæri til atvinnu- og verðmætasköpunar í Stykkishólmi á grunni sjálfbærrar nýtingar auðlinda og hugmyndafræði grænna iðngarða.
Bæjarráð tók á 3. fundi sínum undir ályktun atvinnu-og nýsköpunarnefndar og fól bæjarstjóra að vinna hugmyndina áfram.
Til máls tóku:HH,JBJ og RMR
Bókun Í-lista:
Undirrituð hafna því að Stykkishólmsbær og Helgafellssveit leggi til vinnu og kostnað vegna greiningar á landeldi í sveitarfélaginu enda slík greiningarvinna ekki hlutverk sveitarfélagsins. Auk þess er ekki grundvöllur fyrir því að leggja í slíkan kostnað m.v. fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Þá benda undirrituð á að óskað hafi verið eftir svæði fyrir steinbítseldi og eðlilegt að þau sem ætla að stunda fiskeldi í sveitarfélaginu standi sjálf að gerð greiningarvinnu, þeirri vinnu og þeim kostnaði sem slíkri vinnu fylgir.
Íbúalistinn
Ragnar Ragnarsson
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
15.Skipulag athafna- og iðnaðarsvæða við Kallhamar og Hamraenda
Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer
Á 1. fundi skipulagsnefndar, 22. júní sl., fór skipulagsfulltrúi yfir þá vinnu sem í gangi er vegna breytingar á aðalskipulagi athafnasvæða við Kallahamar og Hamraenda og deilskipulagsáætlana fyrir svæðin sem unnar verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti tillögu að lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 skv. 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna athafnasvæða við Kallhamar og Hamraenda og tillögu að tveimur nýjum deiliskipulagsáætlunum skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir sömu svæði sem unnin verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Þar sem hugtakið "grænn iðngarður" er tiltölulega nýtt hér á landi mælti nefndin með því að hugtakið verði útskýrt frekar í skipulagslýsingunni sbr. texta í skipulagsforsögninni fyrir Kallhamarssvæðið. Einnig taldi nefndin að lýsa yrfti betur hvernig hugmyndafræði um grænan iðngarð við Kallhamar skili sér í ítarlegri skilmálum í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið.
Þá benti nefndin á að Svæðisskipulagsnefnd Snæfellsness ætti að vera einn af helstu umsagnaraðilum.
Bæjarráð samþykkti á 3. fundi sínum afgreiðslu skipulagsnefndar og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
16.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer
Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.
Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
- Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölgun íbúðareininga úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
- Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
- Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
- Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.
Skipulagsnefnd samþykkti fyrir sitt leyti, á 3. fundi sínum, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis með þeim minniháttar breytingum sem gerðar hafa verið til þess að koma til móts við athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Nefndin samþykkti einnig fyrir sitt leyti tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdunum sem bárust.
Jafnframt fól nefndin skipulagsfulltrúa að kalla eftir viðbótargögnum sem sýna ásýnd nýbygginga á reit E-1d frá húsum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9 en þau gögn hafi ekki áhrif á afgreiðslu nefndarinnar enda hafi breytingartillagan umtalsvert minni áhrif á útsýni frá þessum húsum heldur en deiliskipulag það sem nú er í gildi.
Á 3. fundi sínum samþykkti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tóku:HH,JBJ og RMR
17.Birkilundur - Breyting á DSK
Málsnúmer 2209002Vakta málsnúmer
Í gildi er deiliskipulag frá 1987 en umrædd skipulagstillaga frá 2006 var aldrei auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og hefur þar af leiðandi aldrei tekið gildi. einnig eru annmarkar á áritun tillögunnar og auglýsingaferli. Þrátt fyrir að deiliskipulagstillagan frá 2006 hafi ekki tekið gildi, eru vísbendingar um að unnið hafi verið eftir þessari skipulagstillögu í Birkilundi um árabil. Skipulagsfulltrúi leggur til að deiliskipulagið verði klárað í samræmi við 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 17. gr. laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008.
Á 3. fundi skipulagsnefndar samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að gerð deiliskipulagstillögunnar verði kláruð í samræmi við 8. kafla skipulagslaga. Nefndin mælti með því að bæjarstjórn fari fram á að lóðarhafar/eigendur á deilskipulagssvæðinu stofni með sér félag lóðarhafa/eigenda í Birkilundi í Sauraskógi sbr. 1. mgr. 17. gr laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008. Í kjölfar stofnunar félagsins vinni skipulagsfulltrúi áfram með félaginu að endurskoðun tillögunnar áður en hún verður kynnt fyrir félagsmönnum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að því búnu undirbúa tillöguna til samþykktar bæjarstjórnar til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. laganna.
Á 3. fundi sínum samþykkti bæjarráð afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar afgreiðslunni til staðfestingar í bæjarstjórn. Í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar fól bæjarráð skipulagsfulltrúa að fara fram á að lóðarhafar/eigendur á deilskipulagssvæðinu stofni með sér félag lóðarhafa/eigenda í Birkilundi í Sauraskógi sbr. 1. mgr. 17. gr laga um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús nr. 75/2008.
Afgreiðslunni er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
18.Lóðarúthlutun - Móholt 14-16
Málsnúmer 2010034Vakta málsnúmer
Á 3. fundi bæjarráðs var málinu vísað til afgreiðslu í bæjararstjórn þar sem umhverfis- og skipulagssvið var að vinna að viðbrögðum sviðsins við erindinu. Fyrir bæjarstjórn eru lögð fram viðbrögð umhverfis- og skipulagssviðs vegna málsins.
Að lokum er lagt fram minnisblað bæjarstjóra þar sem hann leggur til eftirfarandi afgreiðslu:
Bæjarstjórn samþykkir, í ljósi nýrra upplýsinga og gagna sem lögð hafa verið fram í málinu, að tilefni sé til þess að fallast á endurupptöku málsins í skilningi 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Að mati bæjarstjórnar má ætla, þegar málsatvik eru virt í heild sinni, að fyrrum lóðarhafi hafi getað dregið þá ályktun að lóðarúthlutun hafi ekki fallið niður eftir veittan frest. Vegur þar þyngst fyrirliggjandi gögn og upplýsingar um óskráð munnleg samskipti og fyrirliggjandi tölvupóstssamskipti eftir að formlegur byggingarfrestur rann út.
Af þeim sökum og með hliðsjón af sjónarmiðum um meðalhóf er fallist á að úthluta Ingveldi Eyþórsdóttur lóðinni að Móholti 14-16. Er henni veittur frestur til þess að fá útgefið byggingarleyfi og hefja framkvæmdir innan fjögurra mánaða frá því að tilkynning um þessa afgreiðslu berst henni, sem er í samræmi við beiðni hennar þar um. Hafi hún ekki fengið útgefið byggingarleyfi og hafið framkvæmdir áður en sá frestur rennur út fellur úthlutun lóðarinnar niður án frekari aðgerða af hálfu sveitarfélagsins.
Að öðru leyti er vísað til fyrirliggjandi minnisblaða bæjarstjóra og umhverfis- og skipulagssviðs.
Til máls tóku:HH,RHS og JBJ
Bókun Í-lista:
Undirrituð þakka lóðarhafa ítarlega og góða greinargerð um ferli málsins. Ljóst er að ferlið hefði mátt vera betra af hálfu Stykkishólmsbæjar og sanngjarnt að leysa málið á þennan hátt.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Haukur Garðarsson
Ragnar Ragnarsson
Viðbótartillaga Í-lista:
Undirrituð leggja til að þessi gögn verði nýtt til að læra af og að reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði verði endurskoðaðar og verklagsreglur gerðar um úthlutun lóða og veitingu byggingarleyfis.
Íbúalistinn
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Haukur Garðarsson
Ragnar Ragnarsson
Samþykkt samhljóða að vísa þessari tillögu til bæjarráðs.
19.Erindi frá Hesteigendafélagi Stykkishólms
Málsnúmer 2209011Vakta málsnúmer
Bæjarráð tók jákvætt í erindið á 3. fundi sínum. Vegna þröngs tímaramma fól bæjarráð bæjarstjóra að funda með stjórn HEFST vegna málsins, afla viðeigandi umsagna vegna þess og umboð til þess að afgreiða erindið í samráði við oddvita beggja lista í bæjarstjórn.
20.Viðauki 2 við Fjárhagsáætlun 2022-2025
Málsnúmer 2208016Vakta málsnúmer
Vegna umræðu á meðal bæjarfulltrúa er málið lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn til að eyðu óvissu um fullnaðarákvörðun málsins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum H-lista og þrír fulltrúar Í-lista sátu hjá.
Til máls tóku:HH,JBJ og HG
Bókun Hauks Garðarsonar, bæjarfulltrúa:
Undirritaður óskaði eftir því að málið yrði tekið á dagskrá bæjarstjórnar. Það var tekið fyrir á 2. bæjarráðsfundi þann 18.08.2022 en fellur ekki undir heimild til fullnaðarafgreiðslu skv. 33 gr. Samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar um heimild bæjarráðs til fullnaðarákvörðunar.
“Bæjarráði er heimil fullnaðarafgreiðsla mála, þegar bæjarstjórn er í sumarleyfi, sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans, enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna eða við bæjarstjóra um slíka afgreiðslu.?
Um er að ræða tæpar 192,5 milljónir kr. lakari rekstrarniðurstöðu Stykkishólmsbæjar og varðar afgreiðslan því verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans og því þarf að taka málið fyrir í bæjarstjórn.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Bókun bæjarfulltrúa Í-lista:
Á fyrstu bæjarstjórnarfundum sameinaðs sveitarfélag var lögð fram ný fjárhagsáætlun og svo fyrsti viðauki við hana til að nálgast rétta stöðu fyrir sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Sú vinna heldur nú áfram í 2. viðauka og mun væntanlega halda áfram á næstu fundum. Heildar áhrif 2. viðauka er 192.486.476 kr. lakari rekstrarniðurstaða en í 1. viðauka. Helstu breytingar nú eru annars vegar leiðrétting á áætlun um tæpar 46,5 milljónir án verðbólguáhrifa fyrir rekstur hjúkrunarrýma sem nú eru komin í rekstur hjá HVE og hins vegar verulega aukinn kostnaður vegna fjármagnsgjalda vegna hækkunar verðbólgu að upphæð ríflega 136,5 milljónir. Verðbólga í þessum viðauka er áætluð 9,3% en í upphaflegu áætlun var gert ráð fyrir 3,3%. Verðbólga stendur nú í 9,7%.
Í þessum viðauka er veltufé frá rekstri, sem er það fé sem reksturinn skilar í afborganir lána og framkvæmdir, um 59 milljónir, afborganir lána eru hins vegar 203 milljónir og því vantar 144 milljónir upp á að standa undir afborgunum. Búið er að taka 100 milljónir í lán á árinu en áætluð lántaka er 295 milljónir.
Enn á eftir að fara yfir margt í þessari áætlun og leggjum við áherslu á að endurskoða þarf framkvæmdaáætlunina og fjárfestingahreyfingar með tilliti til efnahagsaðstæðna enda er þar gert ráð fyrir ýmsum tekjum og fjárfestingum upp á hundruð milljóna sem ljóst er að ekki verður af á árinu.
Þar sem að framlagður viðauki er „verk í vinnslu“ og lýsir enn ekki nógu vel núverandi stöðu sameinaðs sveitarfélags, kjósum við að sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Bókun bæjarstjóra:
Varðandi fyrri bókun Hauks Garðarssonar, bæjarfulltrúa, þá bendir bæjarstjóri á að í samskiptum vegna þessa máls kemur orðrétt fram í tölvupósti frá bæjarfulltrúanum 13. september sl. að hann sé ekki að biðja um að málin verði tekin fyrir aftur. Bæjarstjóri setti því málið á dagskrá bæjarstjórnarfundar í samráði við forseta bæjarstjórnar þar sem formleg ósk um að málin yrðu tekin fyrir barst ekki til þess að eyða meintri óvissu.
Varðandi bókun Í-lista þá bendir bæjarstjóri á að í viðaukanum er um 136 millj. kr. viðbót vegna hærri verðbólgu en áætlun gerði ráð fyrir, sem verið var að uppfæra til samræmi við þann raunveruleika sem við blasir á árinu (leiðrétta fyrir verðbólgu ársins), og um 46 millj. kr. vegna Dvalarheimilisins/hjúkrunarheimilisins í samræmi við samning við Heilbrigðisráðuneytið sem búið var að samþykkja í bæjarstjórn. Bæði atriði þessi atriði, sem eru eru ekki stefnumarkandi ákvarðanir, í raun formsatriði sem verið er að færa inn í viðaukann og gefa gleggri mynd af fjárhagsstöðu sveitarfélagins. Eftir sitja 9,4 millj. kr. sem óhætt er að fullyrða að séu ekki verulegar fjárhæðir í þessu sambandi.
Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson,
bæjarstjóri
21.Nesvegur 22A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer
Með vísan í afgreiðslu bæjarráðs samþykkti byggingarfulltrúi á 24. fundi sínum, byggingaráform sbr við grein 2.4.2 í byggingarreglugerð, byggingarfulltrúi mun gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum 2.4.4 grein í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
Vegna umræðu á meðal bæjarfulltrúa er málið lagt fram til staðfestingar í bæjarstjórn til að eyðu óvissu um fullnaðarákvörðun málsins.
Til máls tóku:HH,HG,JBJ,RIS,SIM og RMR
Bókun Hauks Garðarssonar, Í-lista:
Undirritaður óskaði eftir því að málið yrði tekið á dagskrá bæjarstjórnar. Það var tekið fyrir á 2. bæjarráðsfundi þann 18.08.2022 en fellur ekki undir heimild til fullnaðarafgreiðslu skv. 33 gr. Samþykktar um stjórn Stykkishólmsbæjar um heimild bæjarráðs til fullnaðarákvörðunar.
“Bæjarráði er heimil fullnaðarafgreiðsla mála, þegar bæjarstjórn er í sumarleyfi, sem ekki varða verulega fjárhag bæjarsjóðs eða stofnana hans, enda sé ekki ágreiningur milli bæjarráðsmanna eða við bæjarstjóra um slíka afgreiðslu.?
Málið hlaut ekki samhljóða afgreiðslu á fundi bæjarráðs og því þarf að taka það fyrir aftur í bæjarstjórn.
Haukur Garðarsson
Bókun Í-lista:
Í ljósi þess að Asco Harvester hafi ekki fengið úthlutað lóðinni og að kærur hafi borist ÚUA þá telja bæjarfulltrúar Í listans að það sé brot á úthlutunarreglum Stykkishólmsbæjar og brot á skipulags-og byggingarreglugerð að veita byggingarleyfi fyrir verksmiðju á Nesvegi 22A.
Í listinn
Ragnar Már Ragnarsson
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Fundarhlé í 25 mínútur.
Bókun bæjarstjóra:
Á fundi bæjarstjórnar í febrúar var tekin fyrir umsókn um lóð merkt 22a við Nesveg í Stykkishólmi. Var erindið samþykkt í bæjarstjórn. Engin ósk barst um sértæk skilyrði við lóðarúthlutun af hálfu félagsins þannig að bæjarstjóri leit á að reglur sveitarfélagsins um lóðarúthlun myndi að öðru leyti gilda um afgreiðslu þessa. Það liggur í hlutarins eðli, að bæjarstjórn hefði ekki samþykkt grenndarkynningu í júní hefði lóðinni ekki verið úthlutað til félagasins. Það að málið sé komið á þennan stað í málsmeðferð bæjarins er staðfesting á þessu.
Bókun bæjarfulltrúa H-listans:
Að forminu til er verið að taka af allan vafa um réttmæti afgreiðslu bæjarráðs í ágúst sl. vegna óskýrleika í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Hvað efnisþætti varðar þá er um að ræða mál sem er búið að vera að vinna að frá því í maí þegar umsókn um byggingarleyfi var tekið fyrir og vísað til afgreiðslu skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna erindið í júní og var sú afgreiðsla staðfest í bæjarstjórn. Hagsmunaaðilar hafa gert skriflegar athugasemdir í grenndarkynningu. Skipulagsnefnd og bæjarráð hafa tekið afstöðu til athugasemda og gefið umsögn um athugasemdir. Afgreiðsla bæjarráðs, sem hér er til staðfestingar, snýst um að staðfesta afstöðu til athugasemda og umsagnar skipulagsnefndar við þær og svo senda öllum hagsmunaaðilum niðurstöðu sína. Hvað starfsemina varðar á þessum stað, þá var hún samþykkt samhljóða af bæjarstjórn í febrúar. Frá þeim tíma hefur verið unnið í samræmi við þá afgreiðslu.
Undir þetta rita bæjarfulltrúar H-listans,
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Viðbótartillaga H-lista:
Til að taka af allan vafa staðfestir bæjarstjórn að úthlutun lóðar hafi farið fram í febrúar 2022 og bæjarstjóra hafi verið falið að semja við félagið um sérstæka málsmeðferð, skilyrði eða annað í tengslum við lóðarúthlutunina og þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir gilda um lóðarúthlutunina almennar reglur sveitarfélagsis um lóðarúthlutnir.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir
Ragnar Ingi Sigurðsson
Þórhildur Eyþórsdóttir
Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum H-listans gegn þremur atkvæðum Í-listans.
22.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Til máls tóku:HH,JBJ og RHS
Fundi slitið.