Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar
Dagskrá
1.Skóla- og fræðslunefnd - 2
Málsnúmer 2210001FVakta málsnúmer
Lögð fram 2. fundargerð skóla- og fræðslunefndar sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
2.Bæjarráð Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar - 4
Málsnúmer 2210003FVakta málsnúmer
Lögð fram 4. fundargerð bæjarráðs sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 25
Málsnúmer 2210002FVakta málsnúmer
Lögð fram 25. fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
4.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
Lagðar fram fundargerðir Breiðafjarðanefndar frá fundum 204 og 205.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
5.Áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara
Málsnúmer 2209020Vakta málsnúmer
Lögð fram sameiginleg áskorun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara til stjórnvalda. Þar sem lagt er til að ríki og sveitarfélög að grípi til aðgerða til að hindra að gífurlegar verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda á eignir fólks og fyrirtækja.
Lagt fram til kynningar.
6.Sveitarfélög, skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar
Málsnúmer 2209021Vakta málsnúmer
Lögð fram ályktun Skógræktarfélgas Íslands frá aðalfundi félagsins sem haldinn var í Mosfellsbæ dagana 2.-4. september 2022. Félagið skorar á sveitarstjórnir landsins að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu.
Lagt fram til kynningar.
7.Samgöngumál
Málsnúmer 2210013Vakta málsnúmer
Byggðarráð Dalabyggðar fjallaði um, á 299. fundi sínum, samfélagsvegi og uppbyggingu vegakerfisins. Byggðarráð samþykkti jafnframt að bjóða byggðarráðum Húnaþings vestra og Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar til fundar um samgöngumál og þá brýnu þörf sem fyrir hendi er á vegabótum á þeim svæðum sem um ræðir. Bæjarráð boðaði mætingu sína á sameiginlegan fund, á 4. fundi sínum.
Lagt fram til kynningar.
8.Nesvegur 22A - Kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála, greinargerð sveitarfélagsins og önnur gögn
Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer
Lagðar fram kærur til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og greinargerð sveitarfélagsins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna málsins ásamt fylgigögnum og öðrum gögnum tengdum framkvæmdum við Nesveg 22a.
Fulltrúar Asco Harvester ehf., Anna Kristjánsdóttir og Ómar Kristjánsson, komu inn á 4. fund bæjarráðs og gerðu grein fyrir verkefninu og svöruðu spurningum, en kynning þeirra er jafnframt lögð fram.
Fulltrúar Asco Harvester ehf., Anna Kristjánsdóttir og Ómar Kristjánsson, komu inn á 4. fund bæjarráðs og gerðu grein fyrir verkefninu og svöruðu spurningum, en kynning þeirra er jafnframt lögð fram.
Framlagt til kynningar.
Til máls tóku:HH,RMR,SIM og JBJ
Til máls tóku:HH,RMR,SIM og JBJ
9.Skýrsla um stöðu slökkviliða á Íslandi
Málsnúmer 2210002Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla um stöðu slökkviliða á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.
Til málstóku:HH,JBJ og RMR
Til málstóku:HH,JBJ og RMR
Jakob bæjarstjóri vék af fundi vegna tengsla.
10.Nýrækt 12 - Lóðarleigusamningur
Málsnúmer 2002016Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að lóðarleigusamningi við eigendur Nýræktar 12, ásamt lóðarblaði í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkti, á 4. fundi sínum, lóðaleigusamning að Nýrækt 12 ásamt lóðablaði og fól bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð samþykkti, á 4. fundi sínum, lóðaleigusamning að Nýrækt 12 ásamt lóðablaði og fól bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Jakob kom aftur inn á fundinn.
11.Viljayfirlýsing um samstarf við Eyrbyggjufélagið
Málsnúmer 2210021Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um samstarf sameinaðssveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og Eyrbyggjufélagsins um þróun og uppbyggingu Eyrbyggjuseturs á Skildi í Helgafellssveit.
Bæjarstjórn samþykkir viljayfirlýsingu um samstarf sameinaðssveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og Eyrbyggjufélagsins um þróun og uppbyggingu Eyrbyggjuseturs á Skildi í Helgafellssveit, með þeim fyrirvörum sem endurspeglast í viljayfirlýsingunni.
12.Erindi frá Eyja- og Miklaholtshrepp
Málsnúmer 2210017Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps þar sem leitast er eftir samtali um sameiningarkosti. Bæjarráð tók, á 4. fundi sínum, jákvætt í samtöl um sameiningar.
Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
13.Breiðafjarðarferjan Baldur
Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer
Lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar við fyrirspurn 2. fundar bæjarráðs Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar varðandi framgang og stöðu mála vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs.
Bæjarstjórn fagnar því að Vegagerðin hefur formlega auglýst eftir nýrri ferju sem nota eigi til siglinga yfir Breiðafjörð á meðan að unnið er að hönnun og smíði nýrrar ferju. Vegna áskilnaðar í útboði Vegagerðarinnar um leigu á skipi með kauprétti áréttar bæjarstjórn mikilvægi þess að ríkið kaupi ferju á meðan unnið er að smíði nýrrar ferju þannig að tryggja megi fyrirsjáanleika í ferjusiglingum. Þá fangar bæjarstjórn að ákalli bæjarstjórnar um bættan viðbúnað til tryggja betur öryggi sjófarenda hafi verið mætt með því að staðsetja dráttarbátinn Gretti sterka í Stykkishólmi.
Bæjarstjórn leggur þunga áherslu á að gert verði ráð fyrir kaupum á nýrri ferju í fjárlögum fyrir árið 2023 og að fjármálaáætlanir ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun endurspegli þá framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar og nýst gæti sem varaskip fyrir Herjólf. Án samþykktra áforma og heimilda í áætlunum ríkisins, þ.m.t. viðeigandi fjárheimilda, er Vegagerðinni ekki tryggður sá rammi og sú stefnumörkun sem er nauðsynleg er til þess að stofnunin geti fest kaup á nýrri ferju á næsta ári og hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.
Bæjarstjórn skorar á innviðaráðherra og Alþingi að tryggja viðeigandi fjárheimildir í fjárlögum 2023 til leigu og kaups á nýju skipi og að innviðaráðherra og Alþingi tryggi að framtíðarlausn í ferjusiglingum með smíði nýrrar ferju endurspeglist í fjármálaáætlunum ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun.
Að öðru leyti er vísað til fyrir ályktana og bókana vegna málsins.
Bæjarstjórn leggur þunga áherslu á að gert verði ráð fyrir kaupum á nýrri ferju í fjárlögum fyrir árið 2023 og að fjármálaáætlanir ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun endurspegli þá framtíðarlausn í ferjusiglingum um Breiðafjörð að ríkið hanni og smíði nýja ferju sem hönnuð verður með tilliti til orkuskipta framtíðarinnar og nýst gæti sem varaskip fyrir Herjólf. Án samþykktra áforma og heimilda í áætlunum ríkisins, þ.m.t. viðeigandi fjárheimilda, er Vegagerðinni ekki tryggður sá rammi og sú stefnumörkun sem er nauðsynleg er til þess að stofnunin geti fest kaup á nýrri ferju á næsta ári og hafið undirbúning að hönnun og smíði nýrrar ferju ásamt nauðsynlegum breytingar á hafnarmannvirkjum.
Bæjarstjórn skorar á innviðaráðherra og Alþingi að tryggja viðeigandi fjárheimildir í fjárlögum 2023 til leigu og kaups á nýju skipi og að innviðaráðherra og Alþingi tryggi að framtíðarlausn í ferjusiglingum með smíði nýrrar ferju endurspeglist í fjármálaáætlunum ríkisstjórnarinnar og fimm ára samgönguáætlun.
Að öðru leyti er vísað til fyrir ályktana og bókana vegna málsins.
Gyða Steinsdóttir sérfræðingur hjá KPMG kom inn á fundinn í gegnum Teams.
14.Viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022-2025
Málsnúmer 2210016Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki 3 við fjárhagsáætlun 2022-2025. Bæjarráð samþykkti, á 4. fundi sínum, viðauka 3 við Fjárhagsáætlun 2022-2025 og lagði til við bæjarstjórn að staðfesta hann.
Gyða Steinsdóttir, frá KPMG, gerur grein fyrir Viðaauka 3 við fjárhagsáætlun 2022-2025 og svaraði spurningum.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 3 við Fjárhagsáætlun 2022-2025 með fjórum atkvæðum og þrír sátu hjá.
Til máls tóku:HH,GS,JBJ og HG
Bókun Í-lista
Við afgreiðslu Fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2022 ? 2025 á 405. Bæjarstjórnar 9. desember 2021 samþykkti minnihluti ekki áætlunar. Í bókun var viðrað meðal annars að þörf væri kominn á stækkun innviða í grunn- og tónlistarskóla sem ekki væri gert ráð fyrir í áætlun, að gert væri ráð fyrir miklum tekjum með sölu eigna en óljóst hvort og hvenær yrði af sölu, lántökur væru ríflegar og í raun meiri en var í sérstöku fjárfestingarátaki til að spyrna við COVID, sú staðreynd að veltufé frá rekstri dugði ekki fyrir afborgunum lána og þrátt fyrir að fjögurra ára áætlun sýndi alltaf bót á því á síðasta áætlunarári ? þá færðist sú lausn alltaf fram um eitt ár. Í kjölfarið lýsti meirihlutinn vonbrigðum með að um pólitíska leiki væri að ræða í aðdraganda kosninga, með því að varpa fram óábyrgum fullyrðingum um fjárfestingar og lántökur á sama tíma og við værum með varnarorð um þá hluti. Við í minnihlutanum stöndum enn við okkar málflutning í desember 2021.
Stærstu liðir í þessum viðauka er færsla á 132,4 milljónum skuldum Dvalarheimilisins yfir í A-hluta sveitarfélagsins, lækkun á tekjum um 140 milljónir þar sem ekki verður af sölu eigna, hækkun á tekjum um 130 milljónir vegna fyrstu greiðslu á sameiningarframlagi frá jöfnunarsjóði. Vert er að skoða mismun á upphaflegu fjárhagsáætlunar fyrir 2022 og viðauka 3;
-
Rekstrarniðurstaða var upphaflega áætluð 111,3 milljónir í hagnað en er núna -121,8 milljónir í tap, mismunur er um 233 milljónir.
-
Fjárfestingar voru áætlaðar 348,5 milljónir en eru núna 132,7 milljónir, mismunur er um 248 milljónir.
-
Tekjur af fjárfestingum, þ.e. sala eigna, styrkir og gatnagerðargjöld, voru upphaflega áætluð 239,7 milljónir en eru núna 58 milljónir, mismunur er um 182 milljónir.
-
Lántökur voru áætlaðar 250 milljónir en eru nú 100 milljónir, mismunur er 150 milljónir.
-
Veltufé frá rekstri var 148,3 milljónir en er núna 197,6 milljónir, mismunur er ríflega 49 milljónir í aukningu.
Ljóst er að verbólga hefur haft mikil áhrif á rekstur hjá okkur en gert var ráð fyrir 3,3% verðbólgu í upphaflegu fjárhagsáætlun en við erum í dag með 9,4% verðbólgu, hvert prósentustig eykur kostnað eitthvað nærri 23 milljónir og má því gera ráð fyrir að áhrif af verðbólgu sé einhverstaðar í kringum 130 milljónir eða svipuð upphæð og fyrsta framlag vegna sameiningar. Vert er að hafa í huga að áhrif verðbólgu eru engin á veltufé en framlag vegna sameiningar er bein tekjuaukning og er til hækkunar á veltufé frá rekstri.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 3 við Fjárhagsáætlun 2022-2025 með fjórum atkvæðum og þrír sátu hjá.
Til máls tóku:HH,GS,JBJ og HG
Bókun Í-lista
Við afgreiðslu Fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2022 ? 2025 á 405. Bæjarstjórnar 9. desember 2021 samþykkti minnihluti ekki áætlunar. Í bókun var viðrað meðal annars að þörf væri kominn á stækkun innviða í grunn- og tónlistarskóla sem ekki væri gert ráð fyrir í áætlun, að gert væri ráð fyrir miklum tekjum með sölu eigna en óljóst hvort og hvenær yrði af sölu, lántökur væru ríflegar og í raun meiri en var í sérstöku fjárfestingarátaki til að spyrna við COVID, sú staðreynd að veltufé frá rekstri dugði ekki fyrir afborgunum lána og þrátt fyrir að fjögurra ára áætlun sýndi alltaf bót á því á síðasta áætlunarári ? þá færðist sú lausn alltaf fram um eitt ár. Í kjölfarið lýsti meirihlutinn vonbrigðum með að um pólitíska leiki væri að ræða í aðdraganda kosninga, með því að varpa fram óábyrgum fullyrðingum um fjárfestingar og lántökur á sama tíma og við værum með varnarorð um þá hluti. Við í minnihlutanum stöndum enn við okkar málflutning í desember 2021.
Stærstu liðir í þessum viðauka er færsla á 132,4 milljónum skuldum Dvalarheimilisins yfir í A-hluta sveitarfélagsins, lækkun á tekjum um 140 milljónir þar sem ekki verður af sölu eigna, hækkun á tekjum um 130 milljónir vegna fyrstu greiðslu á sameiningarframlagi frá jöfnunarsjóði. Vert er að skoða mismun á upphaflegu fjárhagsáætlunar fyrir 2022 og viðauka 3;
-
Rekstrarniðurstaða var upphaflega áætluð 111,3 milljónir í hagnað en er núna -121,8 milljónir í tap, mismunur er um 233 milljónir.
-
Fjárfestingar voru áætlaðar 348,5 milljónir en eru núna 132,7 milljónir, mismunur er um 248 milljónir.
-
Tekjur af fjárfestingum, þ.e. sala eigna, styrkir og gatnagerðargjöld, voru upphaflega áætluð 239,7 milljónir en eru núna 58 milljónir, mismunur er um 182 milljónir.
-
Lántökur voru áætlaðar 250 milljónir en eru nú 100 milljónir, mismunur er 150 milljónir.
-
Veltufé frá rekstri var 148,3 milljónir en er núna 197,6 milljónir, mismunur er ríflega 49 milljónir í aukningu.
Ljóst er að verbólga hefur haft mikil áhrif á rekstur hjá okkur en gert var ráð fyrir 3,3% verðbólgu í upphaflegu fjárhagsáætlun en við erum í dag með 9,4% verðbólgu, hvert prósentustig eykur kostnað eitthvað nærri 23 milljónir og má því gera ráð fyrir að áhrif af verðbólgu sé einhverstaðar í kringum 130 milljónir eða svipuð upphæð og fyrsta framlag vegna sameiningar. Vert er að hafa í huga að áhrif verðbólgu eru engin á veltufé en framlag vegna sameiningar er bein tekjuaukning og er til hækkunar á veltufé frá rekstri.
Íbúalistinn
Haukur Garðarsson
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir
Ragnar Már Ragnarsson
Gyða vék af fundi.
15.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2024-2026
Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer
Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023-2026. Bæjarráð samþykkti, á 4. fundi sínum, að vísa fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 2023-2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrár sameinaðs sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir árið 2023 og vísar þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku:HH og JBJ
Bæjarstjórn samþykkir Fjárhagsáætlun sameinaðs sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar fyrir 2023-2026 og vísar henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði, umsagnar í fastanefndum og til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku:HH og JBJ
16.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.
Fundi slitið.