Fara í efni

Skipulagsnefnd

1. fundur 22. júní 2022 kl. 16:30 - 19:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Guðrún Svana Pétursdóttir aðalmaður
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson (SH) aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson formaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
  • Ásgeir Gunnar Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Grétar Jónasson (SGJ) starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 2006031Vakta málsnúmer

Lögð er fram fundargerð 22. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðun aðalskipulags

Málsnúmer 2206040Vakta málsnúmer

Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, metur bæjarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins.

Í ljósi sameiningar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar og gildissviðs beggja skipulagsáætlana, 2002-2022 í Stykkishólmsbæ og 2012-2024 í Helgafellssveit, leggur bæjarstjóri til við skipulagsnefnd að nefndin leggi til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Skipulagsnefnd tekur vel í tillögu bæjarstjóra og leggur til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun aðalskipulags hins sameinaða sveitarfélags og feli skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

3.Nesvegur 22A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2204018Vakta málsnúmer

Asco Harvester sækir um byggingarleyfi til að byggja 958,9m2 atvinnuhúsnæði að Nesvegi 22A. Um er að ræða hús á þremur hæðum með milliloftum yfir hluta hússins. Lóðin er 3700 m2, grunnflötur hússins er 828,2 m2 og hæð þess 10 m. Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Nýhönnun dagsettir 11.05.2022.

Umsækjendur héldu opinn kynningarfund 28. apríl sl. og var auglýsingu dreift í öll hús í Stykkishólmi. Fundurinn var vel sóttur.

Þar sem að ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

Í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 er svæðið skilgreint sem hafnarsvæði. Um það er fjallað í gr. 3.3.8. um athafnasvæði / hafnarsvæði og gr. 3.3.11 um strandsvæði (Búðanesvog) í skýringaruppdrætti með aðalskipulaginu.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráform Asco Harvester ehf. skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nesveg 20 (Skipavík) og Nesveg 24 (Kalkþörungafélagið) og á sama tíma verði boðið upp á opinn kynningarfund fyrir íbúa og verði sent út dreifibréf til íbúa í næsta nágrenni.

Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.

Bókun: Aron Bjarni Valgeirsson leggur til að hafnarsvæðið við Skipavík, eins og það er sýnt í aðalskipulagi, verði deiliskipulagt.

Tillaga felld með fjórum athkvæðum á móti einu.

4.Höfðagata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2205004Vakta málsnúmer

Lóðarhafi Höfðagötu 7 sækir um leyfi fyrir tengibyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúss ásamt því að byggja kvist á suðurhlið rishæðar. Jafnframt er fyrirhugað að reisa nýja skjólveggi og er pallur er einnig stækkaður til þess að koma fyrir heitum potti.

Með umsókninni fylgja aðaluppdrættir frá Rerum ehf. dags. 22.04.2022.

Skv. deiliskipulagi er heimilt að byggja 10 m2 tengibyggingu milli íbúðarhúss og bílgeymslu. Þar sem að tengibyggingin er að hluta til utan byggingarreits og ekki er fjallað um kvist í deiliskipulagi, vísaði byggingarfulltrúi málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna fyrirhugaðar breytingar skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir lóðarhöfum Höfðagötu 2, 4 og 9.

5.Umsókn um klæðningu og skyggni á Laufásveg 7

Málsnúmer 2206028Vakta málsnúmer

Sótt er um að fá að klæða hús að Laufásvegi 7 með standandi panel álklæðningu og bæta við skyggni.

Þar sem einungis er minnst á skyggni og steinsteyptar/múrhúðaðar, standandi timburklæðningar, standandi báraðar málmklæðningar og listaðar pappaklæðningar í deiliskipulagi fyrir svæðið, vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Laufásveg 5, 9, 10 og 12.
Steindór (SH) víkur af fundi

6.Víkurhverfi - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2111004Vakta málsnúmer

Lögð er fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis.

Gildandi deiliskipulag fyrir Víkurhverfi er frá 2007. Deiliskipulagssvæðið er um 2,3 ha að stærð og nær til miðhluta hverfisins n.t.t. norður af Borgarbraut að Hyrnuvík. Ákvörðun um breyta deiliskipulaginu er tilkomin vegna mælinga sem unnar voru á svæðinu s.l. sumar en þá kom í ljós að suðurendi svæðisins er að hluta til óbyggilegur vegna jarðvegsdýptar.

Meginmarkmiðin með deiliskipulagsbreytingunni eru að:
-Ná fram meiri hagkvæmni og betri nýtingu lands með fjölgun lóða úr 13 í 16, fjölga íbúðareiningum úr 28 í 37 og styðjast við nýja nálgun við íbúðarlausnir og hagkvæmari nýtingu lóða. Jafnframt er leitast við að vernda svæði sem mikilvæg eru fyrir leik og útivist.
-Stýra lausnum í byggingarheimildum í átt til meiri gæða í íbúðarlausnum með áherslu á sól og skjól og bjartari íbúðir.
-Ná fram fallegu heildaryfirbragði byggðarinnar með því að hanna aðlaðandi götumyndir, áhugaverð rými á milli húsa, gönguvænna umhverfi og blandaða stærð íbúðareininga með mismunandi húsum og þakformum.
-Leggja áherslu á lýðheilsu og mannrækt með gatnahönnun sem tekur mið að umferðaröryggi, gróðri, götugögnum og góðri lýsingu ásamt samfélagsmótandi þáttum og aðgengi að náttúru og útivistarmöguleikum.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 12. apríl sl. með athugasemdafresti til 25. maí 2022 og var samtímis send til umsagnaraðila. Opinn kynningarfundur var haldinn í Amtbókasafni Stykkishólms 5. maí sl.

Athugasemdir bárust frá lóðarhöfum við Víkurflöt 10 og Garðaflöt 9 og eru þær lagðar fyrir fundinn.
Skipulagsnefnd fór yfir athugasemdir sem bárust og fól skipulagsfulltrúa að leggja drög að svörum til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.
Steindór (SH) kemur á fund

7.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2204010Vakta málsnúmer

Sótt er um framlengingu á stöðuleyfi til 12 mánaða fyrir geymsluskúr sem staðið hefur tímabundið á hafnarsvæðinu undanfarin ár.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti umsókn um stöðuleyfi til 15. nóvember 2022 með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar.

8.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2205001Vakta málsnúmer

Sótt er um stöðuleyfi fyrir Ískofanum til 31. ágúst 2022 en matarvagninn hefur staðið tímabundið á hafnarsvæðinu undanfarin ár.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að veita stöðuleyfi til 31. ágúst 2022 með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar.

9.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2204009Vakta málsnúmer

Sótt er um stöðuleyfi fyrir fish&chips matarvagni til 15. nóvember 2022 en matarvagninn hefur staðið tímabundið á hafnarsvæðinu undanfarin ár.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að veita stöðuleyfi fyrir matarvagn til 15. nóvember 2022 með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar.

10.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2206034Vakta málsnúmer

Sótt er um stöðuleyfi til 1. október 2022 fyrir "Meistarann" matarvagn, sem staðið hefur tímabundið við Hólmgarð undanfarin ár.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að veita stöðuleyfi til 1. október 2022 fyrir matarvagn við Hólmgarð.

11.Nýtt erindisbréf skipulagsnefndar

Málsnúmer 2003019Vakta málsnúmer

Erindisbréf skipulagsnefndar lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

12.Viljayfirlýsing um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða

Málsnúmer 2204017Vakta málsnúmer

Lögð er fram viljayfirlýsing um landeldi og sjálfbæra framleiðslu matvæla á grunni grænna iðngarða sem bæjarstjórn staðfesti á 411. fundi sínum.
Lagt fram til kynningar

13.Skipulag athafna- og iðnaðarsvæða við Kallhamar og Hamraenda

Málsnúmer 2206035Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi fer yfir þá vinnu sem í gangi er vegna breytingar á aðalskipulagi athafa- og iðnaðarsvæða við Kallahamar og Hamraenda og deilskipulagsáætlana fyrir hvort svæði sem unnar verða samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

14.Kæra til Ú.U.A. vegna Víkugötu 5

Málsnúmer 2206032Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning um stjórnsýslukæru í tengslum við deiliskipulag miðbæjar Stykkishólms austan Aðalgötu, dags. 30. mars 2021. Í kærunni krefst Lárus Kazmi þess, f.h. lóðarhafa að Víkurgötu 5, að felld verði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar dags. 9. desember 2021 um samþykkt nýs deiliskipulags fyrir miðbæ Stykkishólms austan Aðalgötu en umrætt deiliskipulag tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 27. apríl 2022. Í öllu falli er þess krafist að fyrrnefnd ákvörðun bæjarstjórnar verði felld úr gildi að því er varðar þann þátt deiliskipulagsins sem lýtur að tilfærslu á lóðamörkum lóðanna Víkurgötu 3 og Víkurgötu 5.
Lagt fram til kynningar.

15.Yfirferð sviðsstjóra

Málsnúmer 2203017Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fer yfir stöðu mála í vinnslu á umhverfis- og skipulagssviði

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?