Bæjarstjórn
1.Skipulags- og bygginganefnd - 250
2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 11
Málsnúmer 2102002FVakta málsnúmer
Til máls tóku:HH og LÁH
3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 12
4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 13
5.Skóla- og fræðslunefnd - 183
6.Bæjarráð - 626
Málsnúmer 2104005FVakta málsnúmer
Til máls tóku:HH og LÁH
7.Fundargerðir stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi (Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands)
Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer
8.Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer
9.Fundargerð Framkvæmdastjórnar Byggðasamlag Snæfellinga
Málsnúmer 1909001Vakta málsnúmer
10.Áskorun til sveitarfélaga
Málsnúmer 2103037Vakta málsnúmer
Undirrituð taka undir hvatningu grænmetisbænda og benda á að umfjöllunarefnið á við hvort sem um er að ræða skólamáltíðir eða máltíðir fyrir aðra. Undirrituð hvetja mötuneyti Stykkishólmsbæjar til þess að leitast við að bjóða upp á sem mest af svæðisbundnu hráefni, hvort sem um ræðir grænmeti, fisk eða annað. Þar sem leita þarf lengra skyldi leggja áherslu á íslenskt í hvívetna.
Ferskt svæðisbundið hráefni gefur starfsmönnum einnig tækifæri á að vinna matvælin frá grunni og losna því við að kaupa inn unnin og forsteikt matvæli með tilheyrandi aukaefnum.
Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir
Til máls tóku:HH,LÁH og EF
11.Landvarsla við Breiðafjörð
Málsnúmer 2103036Vakta málsnúmer
12.Fundargerðir stjórnar Hafnarsambands Íslands
Málsnúmer 2003028Vakta málsnúmer
13.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 2102003Vakta málsnúmer
14.Fundargerð 192. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga
Málsnúmer 2104007Vakta málsnúmer
15.Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer
16.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar
Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer
17.Umsagnir um frumvarp til laga - apríl 2021
Málsnúmer 2104037Vakta málsnúmer
18.Ægisgata 1 - Kæra til ÚUA og greinargerð Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 2006015Vakta málsnúmer
19.Ársreikningur Stykkishólmsbæjar 2020
Málsnúmer 2104022Vakta málsnúmer
Helstu lykiltölur eru eftirfarandi:
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 74,6 millj. kr. og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 167,4 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A-hluta er óvenjuleg á árinu 2020 vegna einskiptis gjaldfærslu í kjölfar eftirgjafar á kröfu gagnvart Dvalarheimilinu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2020 námu 1.698,5 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- bæjarsjóð og B- hluta stofnanir og fyrirtæki, en þar af námu rekstrartekjur A-hluta, þ.e. bæjarsjóðs, 1.345,7 millj. kr.
Rekstrargjöld A og B hluta námu 1.577,9 millj. kr. Þar af námu rekstrargjöld A-hluta bæjarsjóðs 1.328,5 millj. kr.
Veltufé frá rekstri samstæðunnar lækkar frá því að vera 195,3 millj.kr. árið 2019 í 99,2 millj.kr. árið 2020. Handbært fé í árslok 2020 er kr. 96,9 milljónir.
Skuldaviðmið A og B- hluta er 112% árið 2019, en er árið 2020 122% af skatttekjum, var árið 2018 er 120% af skatttekjum. Rekstrarjafnvægi áranna 2018-2019-2020 er jákvætt um 11,4 miiljónir kr.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Stykkishólmsbæjar til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku:HH,JBJ,HÖR og GS
20.Akstursþjónusta í Stykkishólmi
Málsnúmer 1909014Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti gjaldskrá um akstursþjónustu eldri borgara í Stykkishólmi og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.
21.Kennslukvóti fyrir skólaárið 2021-2022
Málsnúmer 2103038Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum að kennslukvóti Grunnskólans í Stykkishólmi verði 450 kennslustundir skólaárið 2021-2022, vegna fyrirliggjandi sérverkefna, og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að kennslukvóta.
Lárus Ástmar Hannesson situr hjá.
22.Mögulegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga
Málsnúmer 2103021Vakta málsnúmer
Í bókun 626. fundi bæjarráðs tók bæjarráð fram að ráðið sé opið fyrir mögulegum sameiningum á svæðinu. Vísaði bæjarráð að öðru leyti umræðunni til bæjarstjórnar.
Til máls tóku:HH og LÁH
23.Stefnumörkun í málefnum einstaklinga 60
Málsnúmer 2103027Vakta málsnúmer
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að stofnaður verði starfshópur í samræmi við fyrirliggjandi erindisbréf og vísaði skipun starfshópsins til bæjarstjórnar.
Eftirtaldir eru kjörnir í starfshópinn:
-Sumarliði Ásgeirsson, formaður
-Hanna Jónsdóttir
-Ingveldur Eyþórsdóttir
24.Aðalgata 13 - lóðaleigusamningur
Málsnúmer 2104012Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti lóðaleigusamning fyrir Aðalgötu 13 og fól bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Stykkishólmsbæjar og vísaði honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
25.Heildarskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey
Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til að lýsing á deiliskipulagsverkefni fyrir Súgandisey verði auglýst til kynningar fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum, samkvæmt 1. og 2. mgr. 40. gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð samþykkti, á 626. fundi sínum, lýsingu á deiliskipulagsverkefni fyrir Súgandisey. Jafnframt lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja lýsinguna og að hún verði auglýst til kynningar fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum, samkvæmt 1. og 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
26.Silfurgata 24A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2103013Vakta málsnúmer
Erindið var grenndarkynnt fyrir eigendum Silfurgötu 22, samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartímabilið var til 19. apríl s.l. Þar sem fyrir liggur samþykki hagsmunaaðila fyrir tillögunni var heimilt að stytta grenndartímabilið samkvæmt gr. 5.9.2. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til á síðasta fundi sínum að erindið verði samþykkt að uppfylltum skilyrðum byggingarfulltrúa þar sem að fyrir liggur skriflegt samþykki hagsmunaaðila fyrir tillögunni.
Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu skipulags- og byggingarnefndar og lagði til að hún verði staðfest í bæjarstjórn.
27.Aðalgata 15a - Fyrirspurn
Málsnúmer 2104013Vakta málsnúmer
Skipulags - og byggingarnefnd tók jákvætt í tillöguna á síðasta fundi sínum, en samkvæmt bókun nefndarinnar er tillagan í samræmi við gildandi deiliskipulag miðbæjar, sbr. breytingu sem var samþykkt 31.03. 2017.
Bæjarráð tók undir afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar á fundi 626 og vísaði til staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tóku:HH,JBJ og LÁH
28.Gjaldskrá Tónlistarskóla Stykkishólms
Málsnúmer 2104011Vakta málsnúmer
Bæjarráð samþykkti 3% hækkun á gjaldskrá Tónlistarskóla Stykkishólms og vísaði gjaldskrá til samþykktar í bæjarstjórn.
29.Starfsmiðstöð - samkeppni um nafn
Málsnúmer 2104043Vakta málsnúmer
Erindi frá Suðureyjum ehf. til bæjarstjórnar Stykkishólms
Undirrituð fagna frábæru framtaki Suðureyja ehf. og mikilvægri viðbót fyrir þróun atvinnulífs í Stykkishólmi. Undirrituð leggja áherslu á að allir sem sjá sér tækifæri í að nýta sér þessi skrifstofurými fyrir sín störf eru velkomnir í Stykkishólm. Þannig eflum við mannlíf og auðgum.
Okkar Stykkishólmur
Haukur Garðarsson
Erla Friðriksdóttir
Til máls tóku:HH,LÁH og EF
30.Minnispunktar bæjarstjóra
Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:25.