Fara í efni

Bæjarstjórn

397. fundur 29. mars 2021 kl. 17:00 - 17:58 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Smárason aðalmaður
  • Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður
  • Haukur Garðarsson aðalmaður
  • Ásmundur Sigurjón Guðmundsson aðalmaður
  • Theódóra Matthíasdóttir varamaður
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
  • Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) forseti
  • Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð - 625

Málsnúmer 2103005FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
Framlagt til kynningar.

2.Safna- og menningarmálanefnd - 113

Málsnúmer 2103001FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
Framlagt til kynningar.

3.Ungmennaráð - 17

Málsnúmer 2103003FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
Framlagt til kynningar.

4.Skóla- og fræðslunefnd - 182

Málsnúmer 2103004FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
Framlagt til kynningar.

5.Skipulags- og bygginganefnd - 249

Málsnúmer 2103002FVakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram.
Framlagt til kynningar.

6.Samgöngur á Snæfellsnesi - samráðsfundur um stöðu samgöngumála

Málsnúmer 2103008Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar um samgöngur á Snæfellsnesi sem flutt var á samráðsfundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um stöðu samgöngumála á Vesturlandi sem haldinn var 3. mars 2021.

Í erindi bæjarstjóra kemur fram að forgangsverkefni Snæfellinga í vegamálum snýr aðallega að uppbyggingu og endurbótum á Snæfellnesvegi nr. 54, þ.m.t. Skógarstrandarvegi, og áframhaldandi uppbyggingu hafna á Snæfellsnesi. Þá er jafnframt lögð fram erindi Lilju Bjargar Ágústsdóttur, formanns SSV og forseta sveitarstjórnar í Borgarbyggð, og Sigríðar Huldar Skúladóttur, sveitarstjórnarfulltrúa í Dalabyggð.
Erindi lagt fram til kynningar.

7.Eigendafundur Sorpurðunar Vesturlands

Málsnúmer 2008023Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð eigendavettvangs Sorpurðunar Vesturlands frá 22. febrúar sl.
Framlagt til kynningar.

8.Aðgerðaáætlun fyrir Vesturland fyrir sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 2103004Vakta málsnúmer

Lögð fram lokaeintak skýrslu um aðgerðaáætlun fyrir Vesturland.
Framlagt til kynningar.

9.Fundargerðir stýrihóps um hönnun og framkvæmdir á HVE Stykkishólmi (Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands)

Málsnúmer 1909042Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 16. fundar stýrihóps um Hjúkrunarrými Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, HVE, í Stykkishólmi, sem fram fór 11. mars sl., vegna uppbyggingar og um leið breytingu á hluta húsnæðis sjúkrahússins í Stykkishólmi fyrir hjúkrunarheimili, ásamt drögum að tíma- og verkáætlun.
Framlagt til kynningar.

10.Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar

Málsnúmer 2005070Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 186. og 187. fundar Breiðafjarðarnefndar.
Framlagt til kynningar.

11.Fundargerðir stjórnar FSS

Málsnúmer 2101043Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir 113. og 114. fundar stjórnar FSS
Lagt fram til kynningar.

12.Ægisgata 1 - Framlagt erindi og svarbréf bæjarstjóra

Málsnúmer 2006015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Lagavörðunnar sem sent var f.h. lóðahafa Austurgötu 12 og Ægisgötu 3, dags. 17. febrúar 2021, sem er svarbréf við bréfi byggingarfulltrúa, dags. 5. febrúar 2020, vegna framkvæmda við lóð nr. 1 við Ægisgötu í Stykkishólmi. Þá er jafnframt lagt fram erindi sama aðila, dags. 26. febrúar 2021, þar sem gerðar eru athugasemdir við framkvæmdir á lóð nr. 1 við Ægisgötu í Stykkishólmi, ásamt svarbréfi bæjarstjóra.

Bæjarráð tók undir svarbréf bæjarstjóra á síðasta fundi sínum og áréttar að ráðið beri fullt traust til byggingafulltrúa og hans starfa.
Bæjarstjórn tekur undir afgreiðslu bæjarráðs.

13.Fundur almannavarnanefndar - Fundargerð

Málsnúmer 2103010Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar af fundi almannavarnarnefndar, dags. 2. mars 2021.
Framlagt til kynningar.

14.Bókun skólastjórnenda á Snæfellsnesi

Málsnúmer 2102011Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun skólastjórnenda á Snæfellsnesi varðandi þjónustu Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, en bæjarráð Stykkishólmsbæjar óskaði á 624. fundi sínum eftir upplýsingum og skýringum frá forstöðumanni félags- og skólaþjónustu Snæfellinga vegna bókunarinnar. Lagt fram minnisblaði frá forstöðumanni félags- og skólaþjónustu Snæfellinga vegna bókunarinnar, ásamt bókun 182. fundar skóla- og fræðslunefndar um málið.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerð 191. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga

Málsnúmer 2103005Vakta málsnúmer

Lögð fram opinber útgáfa 191. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga.
Framlagt til kynningar.

16.Sögu og menningararfur í Stykkishólmsbæ - Búðanes og Hjallatangi

Málsnúmer 1905057Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning ráðherra frá fundi þar sem tilkynnt var um nýja styrki úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða.

Á fundinum var tilkynnt um að styrkur hafi verið veittur til heildarhönnunar svæðisins við Búðanes og Hjallatanga í Stykkishólmi á árunum 2021-2023 með það að markmiði að útbúin verði söguleið um svæðið þar sem saga Stykkishólms hófst.

Verkefnið er samstarfsverkefni Stykkishólmsbæjar og Minjastofnunar Íslands, enda er svæðið er ríkt af menningarminjum auk þess sem þar er mikil náttúrufegurð. Í Búðanesi hófst verslunarsaga Stykkishólms og eru þar minjar tengdar verslun á svæðinu, þar á meðal friðlýstar búðatóftir.
Lagt fram til kynningar.

17.Umsögn um frumvarp til laga um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur)

Málsnúmer 2102045Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn ungmennaráðs um frumvarp til laga um stjórnskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

Bæjarráð samþykkti að umsögn ungmennaráðs verði send Alþingi sem umsögn Stykkishólmsbæjar.

Lagt er fyrir bæjarstjórn að staðfesta afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

18.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna með síðari breytingum

Málsnúmer 2103007Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn ungmennaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna með síðari breytingum (kosningaaldur), 272. mál.

Bæjarráð samþykkti að umsögn ungmennaráðs verði send Alþingi sem umsögn Stykkishólmsbæjar.

Lagt er fyrir bæjarstjórn að staðfesta afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

19.Breiðafjarðarferjan Baldur

Málsnúmer 2011013Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun Stykkishólmsbæjar vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, dags. 12. mars 2021.

Stykkishólmbær hefur ítrekað bent á að styrkja þurfi ferjusiglingar um Breiðafjörð með stærri og nýrri ferju til að anna aukinni þörf samfélagsins og jafnframt gert athugasemdir við að í ferjunni sé einungis ein aðalvélar með því óöryggi sem því fylgir. Bilun í Baldri nýverið er enn ein áminningin um óboðlega stöðu sem við sem samfélag viljum ekki búa við og íbúar svæðisins sætta sig ekki við. Við þessa stöðu verður ekki unað og krefst Stykkishólmsbær úrbóta strax.

Stykkishólmsbær gerir þá kröfu til samgönguyfirvalda, sem ábyrgð bera á öruggi samgangna, að málið verði tekið föstum tökum strax og öryggi þessarar þjóðleiðar um Breiðafjörð verði tryggt.

Bæjarráð samþykkti ályktun Stykkishólmsbæjar samhljóða og vísaði til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn fagnar afdráttarlausri yfirlýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að unnið sé að framtíðarsýn til lengri tíma um ferjusiglingar yfir Breiðafjörð. Með yfirlýsingunni er tekinn af allur vafi um framtíð ferjusiglinga. Mikilvægi ferjunnar hefur aukist verulega á undanförnum árum ekki síst vegna aukins laxeldis, sem samkvæmt áætlunum mun aukast enn frekar, og aukinnar umferðar ferðamanna, en ferjuleið yfir Breiðafjörð, með viðkomu í Flatey, er ein af undirstöðum ferðaþjónustunnar á svæðinu, þ.m.t. í Stykkishólmi. Með tilkomu nýrra Dýrafjarðargangna og endurgerðar á vegi yfir Dynjandisheiði mun þörfin fyrir öflugri og öruggri ferju aukast enn frekar og líklegt að aukning verði á umferð frá norðanverðum Vestfjörðum. Það liggur fyrir að með auknum þungaflutningum eykst álag á þjóðvegi landsins verulega og því hagkvæmt að þeir flutningar fari sem mest fram með sjóflutningum.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar leggur áherslu á að þörfin fyrir nýja og stærri Breiðafjarðarferju er mikil og brýn. Með núverandi skipi er á engan hátt gerlegt að mæta kröfum samfélagsins. Vandamálið er tvíþætt og ber að nálgast fyrirliggjandi verkefni í því ljósi. Annars vegar er þörf á lausn til skamms tíma, þ.e. bráðalausn, og hins vegar framtíðarlausn, þ.e. að endurskoða þarfir og forsendur ferjusiglinga til framtíðar.

Bráðalausnin felst í að hefja nú þegar undirbúning á breytingu á ferjubrúm með það markmið að gamli Herjólfur hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn á haustmánuðum, ásamt öðrum framkvæmdum sem ráðast þarf í svo sem dýpkun hafna. Að mati bæjarstjórnar uppfyllir núverandi ferja ekki viðeigandi öryggiskröfur. Ferjan hefur einungis eina vél en við Breiðafjörð hafa allar ferjurnar sem hafa þjónustað svæðir frá 1955 haft tvær vélar utan núverandi ferju. Þá hafa ítrekaðar bilanir á því sérstaka svæði sem Breiðafjörðurinn er með skerjum, boðum og eyjum sýnt svo ekki sé um villst að tvær vélar eru nauðsynlegar. Mesta mildi er að ekki hefur verr farið og nauðsynlegt er að rannsaka þau atvik sem átt hafa sér stað auk þess sem beðið er eftir staðfestingu samgönguyfirvalda hvort núverandi ferja uppfylli allar öryggiskröfur. Leggja verður áherslu á að endurreisa traust íbúa, áhafnar og aðilum atvinnulífsins á ferjusiglingu á Breiðafirði sem er lítið eftir áðurnefnd atvik. Ítrekuð er nauðsyn þess að strax verði unnin viðbragðsáætlun ef bilun eða slys verða, til að tryggja með öllum ráðum að atvik síðustu viku endurtaki sig ekki og öryggi farþega verði tryggt.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar ítrekar þá afstöðu sína að eina lausnin til lengri tíma er að ný og öflug ferja sem uppfyllir allar nútíma öryggiskröfur, taki mið af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og mæti þörfum atvinnulífs hefji siglingar eins fljótt og verða má. Nauðsynlegt er að stefnumótun til framtíðar þarf að hefjist nú þegar. Eðlilegt er að sveitarfélögin sem þjónusta ferjuna taki þátt í þeirri vinnu. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að skoða þurfi öryggisviðmið ferjunnar með tilliti til þess umhverfis sem ferjan siglir í en ekki hvernig hafsvæðið sé formlega flokkað. Niðurstaða þessarar vinnu liggi fyrir áður en gengið er til útboðs á rekstri ferjunnar en núverandi samningur gildir til vors 2022.

20.Heildarskipulag áningastaðar og útsýnissvæðis á Súgandisey

Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna styrkveitingar til Stykkishólmsbæjar að fjárhæð kr. 24.950.000 ásamt tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamanna að styrkþegum og rökstuðningi fyrir úthlutun. Einnig er lögð fram kynning ráðherra frá fundir þar sem styrkveitingar voru tilkynntar.

Styrkur Stykkisthólmsbæjar er veittur til deiliskipulagsgerðar fyrir Súgandisey sem mun tryggja heilstæða sýn á þróun eyjunnar. Samhliða skipulagsáætlun mun vera unnið að útsýnissvæði í samræmi við vinningstillögu úr samkeppni, sem haldin var í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), og ber heitið Fjöregg, en Fjöreggið er útsýnisskúlptúr, útsýnispallur, upplifunar- og áningastaður allt í senn. Jafnframt er lagt fram minnisblað ráðgjafa vegna skipulags á Súgandisey.

Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að setja af stað vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Súgandisey í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað frá fundi bæjarstjóra með ráðgjöfum og veittan styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, ásamt því að hefja undirbúning að útsýnissvæði í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra.


Bókun O-lista:
Undirrituð fagna veglegum styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamanna til tímabærrar deiliskipulagningar í Súgandisey.

Undirrituð taka jákvætt í að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir Súgandisey. Hvað varðar undirbúning að útsýnissvæði geta undirrituð ekki tekið afstöðu til einstakra framkvæmda í Súgandisey að svo stöddu þar sem ekki liggur fyrir kostnaðaráætlun.

Undirrituð benda jafnframt á mikilvægi þess að forgangsraða framkvæmdum í Súgandisey samkvæmt deiliskipulagi og setja nauðsynlega innviði, svo sem göngustíga og öryggisrið, í forgang.

21.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar

Málsnúmer 2103006Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 259. mál.

Bæjarráð fól bæjarstjóra, á 625. fundi sínum, að senda inn umsögn fyrir hönd bæjarsins.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

22.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi - Nesvegur 12

Málsnúmer 2010006Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis Stykkishólms, sem unnin er af Plan teiknistofu fyrir Hafþór Inga Þorgrímsson, en fyrirliggjandi tillaga tekur mið af athugasemdum skipulagsfulltrúa, sbr. bókun 249. fundar skipulags- og byggingarnefndar og 625. fundar bæjarráðs.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 249. fundi sínum að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi fyrir eigendum húsa við Neskinn 1, 3a, 3b, 5, 7 og fyrir Nesvegi 14, 17a og 17b, þegar að fullnægjandi gögn hafa borist til skipulagsfulltrúa.

Bæjarráð staðfesti ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar á 625. fundi sínum og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar.

23.Lóðablöð - Hjallatangi 1, 1a og 1b

Málsnúmer 2008011Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram að nýju tillögur að lóðablöðum fyrir Hjallatanga 1,1a og 1b. Skipulags- og byggingarnefnd tók á 248. fundi sínum jákvætt í fyrirliggjandi lóðarblöð.

Bæjarráð samþykkti vísa erindinu til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi.
Bæjarstjórn samþykkir lóðablöð fyrir Hjallatanga 1, 1a og 1 b.

24.Sæmundarreitur 8 - Lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2103009Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að nýjum lóðarleigusamningi við eigendur Sæmundarreits 8, ásamt lóðarblaði samkvæmt núgildandi deiliskipulagi.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykkja lóðaleigusamning við eigendur Sæmundarreits 8 og fól bæjarstjóra að undirrita hann.
Bæjarstjórn samþykkir lóðaleigusamnng við eigendur Sæmundarreits 8 og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

25.Mögulegar viðræður um sameiningu - Dalabyggð

Málsnúmer 2103021Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Dalabyggð vegna fundar til að ræða mögulegar viðræður um sameiningu.

Bæjarráð tók jákvætt í erindi Dalabyggðar, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar til þess að halda fund með sveitarstjórn Dalabyggðar og sveitarstjórn Helgafellssveitar, og fól bæjarstjóra að koma á fundi milli sveitarfélaganna.

Afgreiðslu bæjarráðs vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

26.Hundagerði í Stykkishólmi

Málsnúmer 1811057Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi lagði fram tillögu að staðsetningu á hundagerði í samráði við bæjarstjóra, sbr. bókun í fundargerð bæjarráðs nr. 624. Á 249. fundi sínum tók skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í að staðsetning á hundagerði verði í Stellulundi sem staðsettur er við aðkomuna að Arnarborgum.

Á 625. fundi sínum samþykkti bæjarráð að sett verði upp hundagerði í Stellulunds, sem er svæði sem staðsett er við aðkomuna að Arnarborgum, og fól forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar að undirbúa framkvæmdina.

Afgreiðslu bæjarráðs er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

27.Hamraendi 12

Málsnúmer 2103017Vakta málsnúmer

Skipavík er með lóðina Hamraendi 12 og hefur hug á að byggja þar iðnaðarbil/geymslur. Jarðvinnan er mjög mikil þarna samkvæmt prufuholum sem hafa verið gerðar. Í hönnunarferlinu hefur orðið til bygging á tveimur hæðum þar sem keyrt er að henni beggja vegna. Óskað er eftir áliti Stykkishólmsbæjar áður en haldið er áfram með hönnun og aðaluppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í fyrirspurnina á síðasta fundi sínum.

Bæjaráð gerði ekki athugasemdir við erindið á 625. fundi sínum. Bæjarráð fól bæjarstjóra að láta kostnaðarmeta gatnagerð á svæðinu og ræða við lóðarhafa um framkvæmdir á svæðinu.

Lagt er fyrir bæjarstjórn að staðfesta afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

28.Silfurgata 24A - Viðbyggingu til norðausturs - Grenndarkynning

Málsnúmer 2103013Vakta málsnúmer

Sótt er um leyfi fyrir stækkun íbúðarhúss á Silfurgötu 24A, sem byggt er árið 1921 skv. skráningu Þjóðskrár Íslands. Um er að ræða viðbyggingu til norðausturs, burðarvirki þaks og útveggja verður timbur. Stærð viðbygginar er 3,2 m x 3,5 m eða 11,2 m2 að grunnfleti.
Með erindinu eru aðaluppdrættir unnir af Rerum / Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 07.03.2021 þar sem m.a. eru gerðar reyndarteikningar af núverandi húsi og geymsluskúr á lóð.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar fyrir breytingunum.
Bygingarfulltrúi vísaði erindi til skipulags- og byggingarnefndar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 249. fundi sínum að grenndarkynna erindi samkvæmt 2. mgr. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigenda Silfurgötu 22.

Bæjarráð samþykkti að grenndarkynna erindið samkvæmt 2. mgr. 44. gr.skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigenda Silfurgötu 22.

Lagt er fyrir bæjarstjórn að staðfesta afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

29.Sæmundarreitur 8 - Stækkun viðbyggingar

Málsnúmer 2102029Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn um stækkun viðbyggingar á áður samþykku erindi frá því í júní 2018. Húsið er byggt árið 1900 og var áður staðsett á Laugavegi 27-b í Reykjavík og verður flutt á lóðina Sæmundarreit nr. 8 í Stykkishólmi, en lóðin hét áður Sæmundarreitur nr. 5 skv. eldra deiliskipulagi. Með erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Hjörleifi Sigurþórssyni dags. 03.06.2018 en búið er að uppfæra uppdrætti miðað við breytt númer lóðar og fleira.

Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar á breytingunni. Byggingarfulltrúi vísaði erindinu til umsagnar í skipulags- og byggingarnefnd.

Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið. Byggingin er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkti stækkun viðbyggingar þar sem hún er í samræmi við gildandi deiliskipulag og leggur fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

30.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 2103028Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Stykkishólmsbæjar um 195 milljón kr. lán fyrir Stykkishólmsbæ á árinu 2021, í samræmi við fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar, og samþykki Lánasjóðs sveitarfélaga á beiðninni.

Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti umrædda lántöku á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar þar sem lögð verða fram gögn vegna málsins.

Í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs eru lagður fyrir bæjarstjórn lánssamningur milli Lánasjóðs sveitarfélaga, sem lánveitanda, og Stykkishólmsbæjar, sem lántaka, að fjárhæð kr. 100.000.000 til 15 ára, ásamt tillögu að bókun.
Í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun 2021 er lagður fyrir bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar til samþykkar lánssamningur ásamt fylgigögnum milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Stykkishólmsbæjar sem lántaka um lán að fjárhæð kr. 100.000.000 hjá Lánastjóði sveitarfélaga ohf.

Bæjarstjórn Skykkishólmsbæjar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000, með lokagjalddaga þann 5. desember 2035, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem lá fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hafði kynnt sér.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr. Til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á gatnagerð, framkvæmdum við grunnskóla og endurfjármögnun afborgana eldri lána, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt var Jakob Björgvin Jakobssyni kt. 060982-5549 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

31.Kjör í þjóðhátíðarnefnd 2021

Málsnúmer 1904006Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að kjöri í þjóðhátíðarnefnd 2021.
Fyrir liggur tillaga um að eftirtaldir verði kjörnir í Þjóðhátíðarnefnd 2021:

1. Nadine Elisabeth Walter (formaður)
2. Guðrún Magnea Magnúsdóttir
3. Matthías Arnar Þorgrímsson
4. Almar Þór Jónsson
5. Berglind Ósk Kristmundsdóttir
6. Eva Rut Ellertsdóttir
7. Margeir Ingi Rúnarsson
8. Guðmundur Sævar Guðmundsson
9. Oliver Darri Þrastarson
10.Heiðrún Edda Pálsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um skipan Þjóðhátíðarnefndar 2021.

32.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808022Vakta málsnúmer

Framlagðir minnispunktar bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 17:58.

Getum við bætt efni síðunnar?