Safna- og menningarmálanefnd
Dagskrá
1.Sögu og menningararfur í Stykkishólmsbæ/Menningartengd ferðaþjónusta
Málsnúmer 1905057Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um eflingu átthagafræðslu (þ.m.t. sögu og menningararfs) og menningartengdrar ferðaþjónustu í Stykkishólmi, en nokkrir dagskrárliðir eru til umfjöllunar á fundinum sem tengjast minnisblaði bæjarstjóra.
Í minnisblaðinu kemur fram að efling átthagafræðslu er ein af aðgerðum í menningarstefnu Vesturlands, bæði hvað varðar eflingu átthagafræðslu í leik- og grunnskólum sem og þróun kennsluefnis í átthagafræðslu fyrir alla aldurshópa. Í þessum anda er vert að huga að því að efla átthagafræðslu fyrir íbúa Stykkishólmsbæjar þannig að hún verði aukin með aðgengilegu fræðsluefni og merkingum m.a. um minjar og sögu, byggingarlist, náttúrufar og kennileiti í bæjarlandinu, en þó einkum við göngustíga, gömul hús og á útivistarsvæðum. Gera má jafnframt ráð fyrir því að fræðslan verði á íslensku og ensku og því nýtist í tengslum við menningartengda ferðaþjónustu, en menningartengd ferðaþjónusta nær yfir ýmiss konar afþreyingu í ferðaþjónustu sem byggist á sögu og menningu. Hafa ber jafnframt í huga stýringu á ferðmönnum í þessu sambandi.
Á sama tíma er vert að virkja einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki í þessu sambandi í von um frumkvæði þeirra í þessu sambandi, sem mun án efa bæta og fegra bæjarumhverfið, eftir atvikum í samstarfi við Stykkishólmsbæ, og þannig hvetja til frumkvæðis þeirra við að gera hærra undir höfði með sýnilegum hætti þeirri söguarfleifð sem hér er í Stykkishólmi.
Lagður er fram hugmyndalisti að menningartengum viðburðum þar sem meðal annars eru hugmyndir sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu. Þá eru lagðar fram tillögur að verkefnum sem hægt er að leggja áherslu á, svo sem skilti við gömlu húsin og staði, átthagafræðslu ungmenna, örnefni og fornminjar í Stykkishólmi og söguskilti
Í þessu sambandi eru lagðir jafnframt fram gamlir upplýsingabæklingar m.a. um gömlu húsin í Stykkishólmi, en í því sambandi mun bæjarstjóri kynna hugmyndir um að koma þessum eða svipuðum upplýsingum fram með rafrænum hætti auk þess að setja upp skilti fyrir framan gömlu húsin í bænum með upplýsingum um þau.
Á 108. fundi nefndarinnar fór formaður yfir tilgang minnisblaðsins, en uppruna minnisblaðsins má rekja til ábendinga frá íbúa og minnispunkta bæjarstjóra í kjölfar umræðna og samtala við íbúa um hin ýmsu málefni síðasta vetur. Tilgangur minnisblaðsins er m.a. að vekja athygli nefndarmanna á þeim tækifærum sem standa til boða hér í Stykkishólmi, m.a. í menningarmálum, og þá að hvetja til umræðu og frumkvæðis í þessum efnum. Nú þegar liggja fyrir safna- og menningarmálanefnd nokkur mál sem byggja á umræddu minnisblaði, beint eða óbeint, t.d. lagningu göngustíga ásamt fræðsluskiltum við Búðanes og Hjallatanga þar sem unnið verður með þjóðminjaverndarsvæði á svæðinu, upplýsingaskilti um The Secret Life of Walter Mitty og upplýsinga- og fræðsluskilti um veðurathuganir í Stykkishólmi fyrir framan núverandi veðurathuganarstöð. Þá liggja jafnframt fyrir undir þessum lið hugmyndir að öðrum verkefnum sem hægt er að leggja áherslu á, svo sem skilti við sum gömlu húsanna og aðra staði, svo sem við örnefni og/eða fornminjar í Stykkishólmi sem og önnur söguskilti. Allt eru þetta verkefni sem hægt er jafnframt að leggja til grundvallar við styrkumsóknir bæjarins.
Safna- og menningarmálanefnd vísaði málinu til frekari vinnslu í nefndinna og var sammála um að vinna það áfram, skipuleggja og ákveða markmið þess og umfang.
Í minnisblaðinu kemur fram að efling átthagafræðslu er ein af aðgerðum í menningarstefnu Vesturlands, bæði hvað varðar eflingu átthagafræðslu í leik- og grunnskólum sem og þróun kennsluefnis í átthagafræðslu fyrir alla aldurshópa. Í þessum anda er vert að huga að því að efla átthagafræðslu fyrir íbúa Stykkishólmsbæjar þannig að hún verði aukin með aðgengilegu fræðsluefni og merkingum m.a. um minjar og sögu, byggingarlist, náttúrufar og kennileiti í bæjarlandinu, en þó einkum við göngustíga, gömul hús og á útivistarsvæðum. Gera má jafnframt ráð fyrir því að fræðslan verði á íslensku og ensku og því nýtist í tengslum við menningartengda ferðaþjónustu, en menningartengd ferðaþjónusta nær yfir ýmiss konar afþreyingu í ferðaþjónustu sem byggist á sögu og menningu. Hafa ber jafnframt í huga stýringu á ferðmönnum í þessu sambandi.
Á sama tíma er vert að virkja einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki í þessu sambandi í von um frumkvæði þeirra í þessu sambandi, sem mun án efa bæta og fegra bæjarumhverfið, eftir atvikum í samstarfi við Stykkishólmsbæ, og þannig hvetja til frumkvæðis þeirra við að gera hærra undir höfði með sýnilegum hætti þeirri söguarfleifð sem hér er í Stykkishólmi.
Lagður er fram hugmyndalisti að menningartengum viðburðum þar sem meðal annars eru hugmyndir sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu. Þá eru lagðar fram tillögur að verkefnum sem hægt er að leggja áherslu á, svo sem skilti við gömlu húsin og staði, átthagafræðslu ungmenna, örnefni og fornminjar í Stykkishólmi og söguskilti
Í þessu sambandi eru lagðir jafnframt fram gamlir upplýsingabæklingar m.a. um gömlu húsin í Stykkishólmi, en í því sambandi mun bæjarstjóri kynna hugmyndir um að koma þessum eða svipuðum upplýsingum fram með rafrænum hætti auk þess að setja upp skilti fyrir framan gömlu húsin í bænum með upplýsingum um þau.
Á 108. fundi nefndarinnar fór formaður yfir tilgang minnisblaðsins, en uppruna minnisblaðsins má rekja til ábendinga frá íbúa og minnispunkta bæjarstjóra í kjölfar umræðna og samtala við íbúa um hin ýmsu málefni síðasta vetur. Tilgangur minnisblaðsins er m.a. að vekja athygli nefndarmanna á þeim tækifærum sem standa til boða hér í Stykkishólmi, m.a. í menningarmálum, og þá að hvetja til umræðu og frumkvæðis í þessum efnum. Nú þegar liggja fyrir safna- og menningarmálanefnd nokkur mál sem byggja á umræddu minnisblaði, beint eða óbeint, t.d. lagningu göngustíga ásamt fræðsluskiltum við Búðanes og Hjallatanga þar sem unnið verður með þjóðminjaverndarsvæði á svæðinu, upplýsingaskilti um The Secret Life of Walter Mitty og upplýsinga- og fræðsluskilti um veðurathuganir í Stykkishólmi fyrir framan núverandi veðurathuganarstöð. Þá liggja jafnframt fyrir undir þessum lið hugmyndir að öðrum verkefnum sem hægt er að leggja áherslu á, svo sem skilti við sum gömlu húsanna og aðra staði, svo sem við örnefni og/eða fornminjar í Stykkishólmi sem og önnur söguskilti. Allt eru þetta verkefni sem hægt er jafnframt að leggja til grundvallar við styrkumsóknir bæjarins.
Safna- og menningarmálanefnd vísaði málinu til frekari vinnslu í nefndinna og var sammála um að vinna það áfram, skipuleggja og ákveða markmið þess og umfang.
Safna- og menningarmálanefnd hvetur til þess að sótt verði um styrk í Uppbyggingarsjóð Vesturlands í verkefnið "Saga og menning Stykkishólms". Í fyrsta áfanga verður sótt um styrk að skilgreina verkefnið og hvernig menningu og sögu Stykkishólms verði miðlað til heimamanna, ungmenna og gesta (áttahagafræðslu. Í næstu áföngum verður unnið með hönnun og miðlun efnisins.
2.Stýrihópur um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi
Málsnúmer 1901038Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla stýrihóps um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi, en á 603. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð skýrslunni til umsagnar í safna- og menningarmálanefnd. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn skipaði í janúar 2019 stýrihóp til að móta stefnu um bæjarhátíðir í Stykkishólmi og aðkomu bæjarins að þeim. Helsta hlutverk hópsins var að kanna viðhorf bæjarbúa til slíkra hátíða, meta samfélagsleg áhrif þeirra, efnahagslegan ávinning og þá arfleifð sem þær skila samfélaginu. Auk þess að gera tillögu að framtíðarfyrirkomulagi/framtíðarstefnu slíkra hátíða, greina og móta markmið þeirra og útfæra aðkomu bæjarins að þeim.
Safna- og menningarmálanefnd telur skýrslu Stýrihóps um myndun framtíðarsýnar fyrir bæjarhátíðir í Stykkishólmi gefa gagnlega mynd af stöðunni og skapa góðan umræðugrundvöll um framtíð þessara mála, sér í lagi Danskra daga. Samkvæmt skýrslunni virðist það vera einna helst Danskir dagar sem þarfnist endurskoðunar og er safna- og menningarmálanefnd sammála því.
Safna- og menningarmálanefnd telur því þörf á að endurskilgreina aðkomu Stykkishólmsbæjar að Dönskum dögum, enda hafi þunginn af hátíðinni hvílt í meginatriðum á herðum bæjarins og hafi aðkoma bæjarins verið að aukist frá ári til árs.
Safna- og menningarmálanefnd telur að breyta mætti núverandi aðkomu Stykkishólmsbæjar að hátíðinni, t.d. þannig að aðkoma bæjarins með beinum fjárstyrkjum ætti að vera annað hvert ár, þá á móti Norðurljósahátíðinni, og þá mætti taka tímasetningu Danskra daga til endurskoðunar, t.d. í þriðju helgina í júní (sumarsólstöðuhátíð og danska Sankt Hans aften hátíðin).
Safna- og menningarmálanefnd telur því þörf á að endurskilgreina aðkomu Stykkishólmsbæjar að Dönskum dögum, enda hafi þunginn af hátíðinni hvílt í meginatriðum á herðum bæjarins og hafi aðkoma bæjarins verið að aukist frá ári til árs.
Safna- og menningarmálanefnd telur að breyta mætti núverandi aðkomu Stykkishólmsbæjar að hátíðinni, t.d. þannig að aðkoma bæjarins með beinum fjárstyrkjum ætti að vera annað hvert ár, þá á móti Norðurljósahátíðinni, og þá mætti taka tímasetningu Danskra daga til endurskoðunar, t.d. í þriðju helgina í júní (sumarsólstöðuhátíð og danska Sankt Hans aften hátíðin).
3.Ljósmyndasafn Stykkishólms - Staða safnsins og framtíðarsýn
Málsnúmer 1905011Vakta málsnúmer
Á 108. fundi Safna- og menningarmálanefndar kom forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi kom til fundar við nefndina og gerði grein fyrir greinagerð sinni um ljósmyndasafn Stykkishólms, framtíð og möguleika.
Safna- og menningarmálanefnd taldi rétt að óska eftir tilboðum frá Jóhanni Ísberg í samræmi við greinargerð forstöðumanns og jafnframt að kanna kostnað hjá hýsingaraðila bæjarins við hýsingu á Ljósmyndasafninu. Þá kom fram sú tillaga á fundinum, sem tekin verður til frekari umræðu nú, að leggja til við bæjarstjórn að skipa þriggja manna starfshóp um framtíð safnsins og hlutverk þess. Forstöðumaður Amtsbókasafns, forstöðumaður safna og Anna Melsteð lýstu á fundinum m.a. yfir áhuga á því að starfa í hópnum.
Safna- og menningarmálanefnd taldi rétt að óska eftir tilboðum frá Jóhanni Ísberg í samræmi við greinargerð forstöðumanns og jafnframt að kanna kostnað hjá hýsingaraðila bæjarins við hýsingu á Ljósmyndasafninu. Þá kom fram sú tillaga á fundinum, sem tekin verður til frekari umræðu nú, að leggja til við bæjarstjórn að skipa þriggja manna starfshóp um framtíð safnsins og hlutverk þess. Forstöðumaður Amtsbókasafns, forstöðumaður safna og Anna Melsteð lýstu á fundinum m.a. yfir áhuga á því að starfa í hópnum.
Safna- og menningarmálanefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að skipa þriggja manna starfshóp um framtíð Ljósmyndasafn Stykkishólms og hlutverk þess.
4.Norska Húsið - Söfnunar og sýningarstefna fyrir árið 2020
Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður Norska Hússins, kom til fundar við Safna- og menningarmálanefnd á síðasta fundi nefndarinnar og gerði grein fyrir drögum að söfnunar- og sýningarstefnu fyrir árin 2020-2025. Nefndin þakkaði Hjördísi fyrir framlögð drög að söfnunar- og sýningarstefnu og yfirferð hennar á þeim. Þá samþykkti nefndin að fara betur yfir stefnuna á næsta fundi.
Safna- og menningarmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að söfnunar- og sýningarstefnu fyrir árin 2020-2025 með áorðnum breytingum.
5.Menningarstefna Stykkishólmsbæjar
Málsnúmer 1610018Vakta málsnúmer
Menningarstefna Stykkishólmsbæjar frá árinu 2016 er lögð fram, en samkvæmt Menningarstefnu Stykkishólmsbæjar skal safna- og menningarmálanefnd ár hvert endurskoða stefnuna.
Menningarstefna Stykkishólmsbæjar 2016 tekin til umfjöllunar. Markmið menningarstefnu er að leggja rækt við og styðja menningarlega vitund íbúa og þar með innviði samfélagsins.
Í Stykkishólmi er fyrir hendi öflugt menningar- og listalíf, en sköpun og þátttaka íbúa og gesta er forsenda öflugrar starfsemi á sviði safna og menningarmála. Til þess þarf gott aðgengi að aðstöðu og samstarf einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja, skóla og stofnana auk samstarfs við önnur sveitarfélög og samvinnu hlutaðeigandi aðila.
Safna- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að núgildandi Menningarstefna Stykkishólmsbæjar verði samþykkt með þeirri breytingu að Menningarstefnan verði frá 2019-2022, með endurskoðunarheimild, og að stefnan verði tekin til umræðu ár hvert í safna- og menningarmálanefnd þar sem verkefni verði sett fram í aðgerðaráætlun.
Í Stykkishólmi er fyrir hendi öflugt menningar- og listalíf, en sköpun og þátttaka íbúa og gesta er forsenda öflugrar starfsemi á sviði safna og menningarmála. Til þess þarf gott aðgengi að aðstöðu og samstarf einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja, skóla og stofnana auk samstarfs við önnur sveitarfélög og samvinnu hlutaðeigandi aðila.
Safna- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að núgildandi Menningarstefna Stykkishólmsbæjar verði samþykkt með þeirri breytingu að Menningarstefnan verði frá 2019-2022, með endurskoðunarheimild, og að stefnan verði tekin til umræðu ár hvert í safna- og menningarmálanefnd þar sem verkefni verði sett fram í aðgerðaráætlun.
6.Gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2020
Málsnúmer 1909028Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrá Stykkishólmsbæjar 2020, sem vísað var til seinni umræðu í bæjarstjórn á síðasta bæjarstjórnarfundi, en gjaldskráin tekur mið af fyrirliggjandi forsendum og markmiðum við gerð fjárhagsáætlunar Stykkishólmsbæjar 2020-2023. Þá tekur gjaldskráin mið af yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022 þar sem mælst var til þess að sveitarfélögin hækki gjaldskrár sínar á árinu 2020 um 2,5% að hámarki.
Safna- og menningarmálanefnd gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrá, en rúna mætti þær fjárhæðir sem ekki eru á heilum tug.
7.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023
Málsnúmer 1910028Vakta málsnúmer
Fyrir safna- og menningarmálanefnd er lögð fram fjárhagsáætlanir safna í Stykkishólmsbæ og fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2020 ásamt þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023 sem samþykkt var eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Safna- og menningarmálanefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Fundi slitið.
- 1909028 - Gjaldskrá Stykkishólmsbæjar
- 1910028 - Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2021-2023
Er tillagan samþykkt samhljóða. Eru ofangreind mál sett inn sem mál nr. 6 og 7 á dagskránni.