Safna- og menningarmálanefnd
Dagskrá
1.Framtíðaráform Vatnasafns
Málsnúmer 2010035Vakta málsnúmer
Á síðasta fundi safna- og menningarmálanefndar lýsti nefndin yfir vilja sínum til þess að fá James Lingwood, forsvarsmann Artangels, á fund nefndarinnar í gegnum fjarfundabúnað. Á fund nefndarinnar kemur James Lingwood.
Þá er lagður fram samningur um stofnun Vatnasafns í Stykkishólmi ásamt punktum frá fjarfundi við James Lingwood, þar sem framtíðaráform safnsins voru til umræðu.
Þá er lagður fram samningur um stofnun Vatnasafns í Stykkishólmi ásamt punktum frá fjarfundi við James Lingwood, þar sem framtíðaráform safnsins voru til umræðu.
Á fund nefndarinnar mættu James Lingwood og Fríða Björk Ingvarsdóttir, fulltrúar Artangels, til að ræða um samning Artangels og Stykkishólmsbæjar. Lýstu þau yfir vilja félagsins til þess að ræða framlengingu á samningnum í einhverju formi. Umræðan snérist um breytingar á fyrirkomulagi samkomulagsins og mikilvægi þess að næstu skref verði tekin í samráði við íbúa. Nefndin tekur jákvætt í að taka samtalið við Artangel áfram og stefnir á að ræða málið betur á fundi nefndarinnar.
2.Norska Húsið - Yfirlit yfir faglegan rekstur
Málsnúmer 1905061Vakta málsnúmer
Hjördís Pálsdóttir, forstöðumaður byggðasafns, gerir grein fyrir starfsemi safnsins og stöðu verkefna.
Forstöðumaður gerði grein fyrir starfsemi safnsins og helstu verkefnum.
Safna- og menningarmálanefnd leggur áherslu við byggðasamlag Snæfellinga og sveitarfélögin á Snæfellsnesi að huga þarf að eða endurnýjun á safngeymslu í samræmi við athugasemdir safnaráðs.
Safna- og menningarmálanefnd leggur áherslu við byggðasamlag Snæfellinga og sveitarfélögin á Snæfellsnesi að huga þarf að eða endurnýjun á safngeymslu í samræmi við athugasemdir safnaráðs.
3.Starfsemi Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi - skýrsla og yfirferð
Málsnúmer 1910042Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla forstöðumanns Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi.
Safna- og menningarmálanefnd hvetur Amtsbókasafnið til þess að hefja undirbúning að viðburðum og halda við fyrsta tækfæri opna viðburði.
4.Málefni Eldfjallasafns
Málsnúmer 2005036Vakta málsnúmer
Í bókun safna- og menningarmálanefndar undir málefnum Eldfjallasafnsins á síðasta fundi nefndarinnar hvatti safna- og menningarmálanefnd bæjarstjórn og forsvarsmenn Vulkan ehf. til þess að leita allra leiða til þess halda safninu í Stykkishólmi, eins og ávallt var stefnt að yrði framtíðarstaðsetning safnsins, með það að leiðarljósi að finna þessu merkilega safni annan hentugri stað í Stykkishólmi.
Forstöðumaður safna gerir grein fyrir málinu.
Forstöðumaður safna gerir grein fyrir málinu.
Farið var yfir stöðuna og eins og staðan er í dag er ekki gert ráð fyrir starfseminni í fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar.
5.Fundargerð Lista- og menningarsjóðs
Málsnúmer 2003005Vakta málsnúmer
Lögð fram fundargerð stjórnar list- og menningarsjóðs Stykkishólmsbæjar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
6.Samningur við FAS um samfélagslega viðspyrnu og eflingu samfélagsins
Málsnúmer 2011039Vakta málsnúmer
Bæjarstjóri kynnir drög að samningi við Félag atvinnulífs í Stykkishólmi, en á 623. fundi bæjarráðs tók ráðið jákvætt í samningsdrögin og fól bæjarstjóra að ræða við FAS á grundvelli fyrirliggjandi draga.
Lagt fram til kynningar.
7.Endurgerð lóðar við Gunnskóla Stykkishólms og Amtsbókasafn Stykkishólm
Málsnúmer 1902014Vakta málsnúmer
Lögð fram uppfærð drög af teikningum lóðar við Gunnskóla Stykkishólms og Amtsbókasafn Stykkishólm.
Lagt fram til kynningar.
8.Sögu og menningararfur í Stykkishólmsbæ/Menningartengd ferðaþjónusta
Málsnúmer 1905057Vakta málsnúmer
Lögð fram til viljayfirlýsing Stykkishólmsbæjar um samstarf og aðstoð við Minjastofnun í tengslum við uppbyggingu innviða á Búðarnesi og Hjallatanga, ásamt greinargerð, en bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti viljayfirlýsinguna á 394. fundi sínum.
Lagt fram kynningar.
9.Reglur Stykkishólmsbæjar um styrkveitingar
Málsnúmer 1910031Vakta málsnúmer
Lögð eru fram drög að reglum um styrkveitingar Stykkishólmsbæjar þar sem Lista- og menningarsjóði Stykkishólms er jafnframt fundinn staður í reglunum.
Bæjarráð vísaði reglunum, á 615. fundi sínum, til umsagnar í safna- og menningarmálanefnd og æskulýðs- og íþróttanefnd.
Bæjarráð vísaði reglunum, á 615. fundi sínum, til umsagnar í safna- og menningarmálanefnd og æskulýðs- og íþróttanefnd.
Safna- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í fyrirliggjandi reglur um styrkveitingar og þær áherslur sem þar koma fram.
10.Fundaáætlun safna- og menningarmálanefndar
Málsnúmer 1909025Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að fundaáætlun safna- og menningarmálanefndar árið 2021.
Safna- og menniningarmálanefnd samþykkir fundaáætlun með áorðnum breytingum.
Fundi slitið - kl. 19:48.